Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,
kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Finnst þér ríki og
sveitarfélag hafa
brugðist Flateyringum?
Alls svöruðu 481.
Já sögðu 289 eða 60%
Nei sögðu 192 eða 40%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Vestan og suðvestan 8-
13 m/s og éljagangur, en
bjartviðri Austanlands.
Frostlaust út við sjóinn en
vægt frost inn til landsins.
Horfur á laugardag:
Sunnan- og suðvestan-
átt. Rigning sunnan- og
vestanlands en annars
úrkomulítið. Hiti 1-8 stig.
Horfur á sunnudag:
Sunnan- og suðvestan-
átt. Rigning sunnan- og
vestanlands en annars
úrkomulítið. Hiti 1-8 stig.
Ritstjórnargrein
Ekki eina nefndina enn!!!
Við þær aðstæður sem nú eina ferðina enn eru uppi á Flateyri rifj-
ast upp ræða er Einar heitinn Oddur Kristjánsson, hélt á Alþingi 8.
október 2001, er rætt var um kvótasetningu smábáta og hann við-
hafði þau orð að ef ekki yrði horfið frá þeim áformum væri verið ,,að
deyða þennan útgerðarflokk og þar með stóran hluta landsbyggðar-
innar og mjög mörg sjávarþorp.“
Einu sinni trúðu allir, sjómenn þar engin undantekning, að sjórinn
gleypti allt. Þess vegna var hann ein stór ruslakista. Nú vita menn
betur. Einu sinni trúðu menn, sjómenn þar engin undanteking, að
sjávarfangið væri óþrjótandi. Aflamagnið upp úr sjó var keppikeflið
hverju sinni, sama hvaða aðferðum og tilkostnaði var beitt. Veiðieðlið
hefur alla tíð verið samt við sig.
Það flögrar að þegar ráðamenn hafa sest niður til að ígrunda
lausnir á vandanum sem blasir við íbúum Flateyrar, þá væri þeim
stoð í að glugga í ræðu EOK. Velkist einhver þeirra í vafa um hverj-
ar grunnstoðir sjávarþorpa eins og Flateyrar hafa verið í gegnum
aldir, tekur lestur ræðu EOK af allan vafa. Svo augljóst sem það ætti
öllum að vera hafa Flateyringar frá öndverðu byggt afkomu sína á
sjávarfanginu, sem segja má að bíði þeirra við bæjardyrnar. Þar
liggur þeirra réttur, sem illu heilli var tekinn frá þeim, lík og íbúum
fjölda annara sjávarþorpa, réttur fólks sem hefur ekki í önnur hús að
venda.
Frá því var greint á bb.is. í byrjun árs að fjórir bolvískir smábátar
fiskuðu meira samanlagt en stærsti frystitogari Vestfirðinga, sem
hafði þó slegið fyrri aflamet. Vera má að fréttin opni augu manna
fyrir því að sjósókn á smábátum er önnur í dag en var á meðan sest
var undir árar.
Vandinn er bráður. Flateyringar geta ekki beðið eftir niðurstöðu í
endalausu rifrildi um fiskveiðistjórnun, eða að fiskum fjölgi í
tölvuforritum Fiskistofu. Lausn mála á Flateyri varðar velferð fólks,
framtíð þess. Þess vegna verður að bregðast við tafarlaust. Ekki eina
nefndina enn!!!
Landsstólpi
Útgerðarfélög og fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til og horfið í
gegnum tíðina hér vestra líkt og annars staðar. Eitt þeirra hefur þó til
þessa staðið af sér alla storma, Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal, sem
sautján manns stofnuðu 19. janúar 1941 og fólu Páli Pálssyni, Elíasi
Ingimarssyni og Hirti Guðmundssyni, að varða veginn; forveri
Hraðfrystihússins Gunnvarar, þess öfluga og kraftmikla útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækis, sem horft er til í dag með miklum vænting-
um. Fátt er samfélagi jafn mikilvægt og traust og öflug fyrirtæki.
Bæjarins besta sendir afmælisbarninu, eigendum og starfsfólki,
kveðjur og árnaðaróskir.
s.h.
Stækkun háð umhverfismati
Umhverfisráðuneytið hefur
staðfest úrskurð Skipulagsstofn-
unar um að aukning þorskeldis í
Skutulsfirði verði að fara í um-
hverfismat. Ráðuneytinu barst í
febrúar í fyrra stjórnsýslukæra
frá Álfsfelli ehf. vegna ákvörð-
unar Skipulagsstofnunar um að
eldi á allt að 900 tonnum á ári af
þorski í Skutulsfirði skuli háð
mati á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum um mat á umhverf-
isáhrifum. Samkvæmt gögnum
málsins er fyrirhugað að kvíar
fyrir eldisfisk verði átta talsins í
vestanverðum firðinum, um 800
metra frá landi, ummál þeirra
verði allt að 60 metrar, dýpt net-
poka allt að 12 metrar og dýpi
undir kvíum að meðaltali 22
metrar. Þá verði innsta kvíin rétt
rúman kílómetra frá Eyrinni og
jafnlangt frá næstu skólplögn.
Einnig kemur fram að milli Arn-
arness og Eyrar sé botndýpi mest
um 30 metrar, en um 17 metrar
við mynni Skutulsfjarðar.
Í niðurstöðu ráðuneytisins seg-
ir að er það mat ráðuneytisins að
gögn málsins bendi til þess að
núverandi eldisstarfsemi kær-
anda í Skutulsfirði hafi nú þegar
haft neikvæð áhrif á botndýralíf
og að fyrirhuguð framkvæmd
kunni þar af leiðandi að hafa
frekari neikvæð umhverfisáhrif.
Þá telur ráðuneytið að gögn um
mikilvæga þætti séu ekki full-
nægjandi til að unnt sé að meta
hugsanleg umhverfisáhrif, þ.e.
um lífríki svæðisins og um áhrif
uppsöfnunar næringarefna á sjáv-
arbotni á annað dýralíf og hvaða
keðjuverkun breyting á botndýra-
lífi gæti haft í för með sér fyrir
vistkerfi svæðisins. Telur ráðu-
neytið ljóst að upplýsingar um
lífríki svæðisins séu grunnupp-
lýsingar sem þurfi að vera til
staðar til að unnt sé að meta áhrif
uppsöfnunar næringarefna á
dýralíf og að fara þurfi fram
könnun á mögulegum áhrifum
hinnar fyrirhuguðu framkvæmd-
ar á botndýralíf og vistkerfi svæð-
isins til að unnt sé að sýna fram á
raunveruleg umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar.
Þá liggja ekki fyrir af hálfu
framkvæmdaraðila áætlanir um
vöktun og hvíld svæða, sem væru
til þess fallnar að draga úr mögu-
legum neikvæðum áhrifum á
botndýralíf. Í því sambandi tekur
ráðuneytið undir það mat Skipu-
lagsstofnunar og Hafrannsókna-
stofnunar að takmarkaðir mögu-
leikar séu á því að færa til sjókvíar
og þar með að ráðast í mótvæg-
isaðgerðir sem myndu draga úr
álagi á botndýralíf vegna upp-
söfnunar næringarefna. Telur
ráðuneytið þær takmarkanir leiða
til þess að meiri líkur eru á nei-
kvæðum umhverfisáhrifum.
Umhverfisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að aukning þorskeldis í Skutulsfirði verði að fara í umhverfismat.