Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Vilj
líf í
Þau Wouter Van Hoeymissen
og Janne Kristensen hrifust af
Íslandi hvort í sínu lagi. Leiðir
þeirra lágu saman í Reykjavík,
en í dag eru þau búsett á Þingeyri,
þar sem þau reka kaffihúsið
Simbahöllina í húsinu sem geng-
ið hefur undir sama nafni í ára-
raðir.
Frá því að Simbahöllin opnaði
snemmsumars 2009 hafa fjöl-
margir lagt leið sína þangað til
að dást að húsakynnunum eða
gæða sér á kaffibolla og belgísku
vöfflunum sem eru aðalsmerki
kaffihússins. Janne Kristensen
hefur staðið vaktina á bak við
afgreiðsluborðið, og hún sagði
blaðamanni frá aðdraganda þess
að hún og Wouter, sem er Belgi,
réðust í kaffihúsarekstur á Vest-
fjörðum.
Ætlaði ekki
aftur í smábæ
Janne og Wouter kynntust í
Reykjavík fyrir nokkrum árum
síðan. „Ég var þá skiptinemi í
háskólanum,“ segir Janne, sem
er dönsk. „Ég var að læra bók-
menntafræði í Danmörku, en
kom til landsins sem skiptinemi
til að læra íslensku og fræðast
um íslenska menningu,“ útskýrir
hún.
Janne hafði þá heimsótt landið
margsinnis áður. „Ég kom fyrst
til Íslands fyrir svona tíu árum
síðan og var þá að vinna í gróð-
urhúsi á Suðurlandi. Ég kom svo
oft aftur, fór á Airwaves og var
mikið í Reykjavík. Ég var að
vinna fyrir plötbúðina 12 tóna,
sem var líka með verslun í Kaup-
mannahöfn,“ útskýrir Janne, sem
segist þó ekki hafa séð fyrir að
hún ætti eftir að setjast að á Þing-
eyri.
„Ég hafði alltaf áhuga á Íslandi,
en ég hafði aldrei hugsað mér að
flytja hingað, og alls ekki út á
land!“ segir hún og hlær við.
Smábæjarlífið er henni þó ekki
ókunnugt, þar sem hún er fædd
og uppalin í litlum bæ á Jótlandi.
„Ég fluttist hins vegar þaðan og
til Kaupmannahafnar, þar sem
ég bjó í nokkur ár, og hafði ekki
hugsað mér að snúa aftur í smá-
bæ,“ segir hún og brosir.
Hrifust af húsinu
Þegar þau Janne og Wouter
kynntust, hafði hann þegar dval-
ist á Þingeyri um skeið, þar sem
hann vann meðal annars við
byggingu á víkingasvæðinu.
„Hann snéri reglulega aftur til
Þingeyrar og sá að þetta hús var
til sölu. Þegar við kynntumst var
hann farinn að hugsa alvarlega
um að kaupa húsið og gerði það
svo svona hálfu ári síðar. Þá vor-
um við samt ekkert farin að hugsa
um að flytja hingað eða opna
kaffihús,“ útskýrir Janne.
Hún segir þá hugmynd hafa
fæðst smátt og smátt, eftir því
sem þau hrifust meira af húsinu.
„Smám saman fór okkur að langa
að gera eitthvað meira úr húsinu.
Við urðum alltaf ástfangnari af
því,“ segir hún og brosir. „Fólk
kom líka mikið til okkar og sagði
okkur sögur af búðinni. Við fór-
um þess vegna að hugsa um hvað
það væri gaman að geta gert eitt-
hvað fyrir Þingeyri, og íbúana,
með því að hafa aftur líf í húsinu,“
segir hún frá.
Simbahöllin dregur nafn sitt
af versluninni sem kaupmaðurinn
Sigmundur Jónsson starfrækti í
yfir sextíu ár. Húsið var þá þekkt
sem Sigmundarbúð eða Simba-
höllin, enda var kaupmaðurinn
kallaður Simbi af vinum og
kunningjum. Húsið lét Sigmund-
ur flytja inn frá Noregi, en það er
svokallað katalóghús. Hann
greiddi þá tíu þúsund krónur fyrir
bygginguna. Hún hafði hins
vegar verið í mikilli niðurníðslu
í fjölda ára, áður en Wouter og
Janne tóku til hendinni.
Hafði reynslu af
leikmyndasmíði
„Wouter er í rauninni sjálf-
lærður. Hann hefur unnið mikið
með tré, en hann er ekki lærður
smiður,“ útskýrir Janne. „Hann
hafði hins vegar unnið mikið í
kvikmyndum og smíðað leik-
myndir og svið. Þá var hann hins
vegar alltaf að byggja eitthvað
sem var svo rifið og hent þegar
verkefninu lauk. Hús eru öðru-
vísi, þau geta staðið í hundrað
ár,“ segir Janne, sem segir verk-
efnið þess vegna hafa höfðað til
Wouters.
Vinnan tók nokkur ár, enda
framkvæmdi hann stærstan hluta
hennar sjálfur. „Hann gerði þetta
smátt og smátt, byrjaði úti og
gerði meira að segja gluggana
sjálfur upp í gömlum stíl, því
það var allt of dýrt að kaupa þá
tilbúna. Ég var þá í skóla í Dan-
mörku á veturna, en kom hingað
yfir sumarið. Wouter var hins
vegar meira og minna hér á Þing-
eyri á þeim tíma,“ segir Janne.
Hálfgert ævintýri