Bæjarins besta - 27.01.2011, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
hafði hann fyrir upplýsingamann.
Hann gat sagt mér allt um þetta
og nágrennið,“ útskýrir hann.
Þeim bræðrum leyst svo vel á
jörðina að þeir höfðu samband
við eigandann, gamla ekkju, til
að kanna hvort hún væri föl.
„Þetta reyndist vera það, svo við
keyptum jörðina fyrir 18.000
krónur,“ segir Brynjólfur og hlær
við.
Við tóku miklar viðgerðir og
úrbætur, enda hús orðin úr sér
gengin að miklu leyti. Vaðlar
höfðu verið tvíbýli og stóðu á
jörðinni tveir gamlir torfbæir.
Fjölskyldan fluttist inn í þann
þeirra sem var í skárra ásigkomu-
lagi og bjó þar tvo vetur, á meðan
bræðurnir byggðu íbúðarhúsið
sem er heimili Brynjólfs enn þann
dag í dag.
„Fyrsta sumarið okkar grófum
við fyrir grunni. Þá var nú ekkert
til nema skóflan og hjakkan. Ekk-
ert tæki sem gekk fyrir vél, það
þekktist ekki þá. Það var ekkert
til nema hendurnar að gera þetta
með, sem var heilmikil vinna,“
segir Brynjólfur. „Við áttum líka
ágæta meri og hestakerru. Kass-
inn á henni var þannig að það var
hægt að hella úr henni eins og
var á elstu vörubílum. Við fórum
með kerruna og settum grjót í
skurðina, svo þeir voru svo til
hálfir af grjóti. Svo var borin yfir
það gróf möl. Þetta var gert til að
spara steypu – þá var allt miðað
við að spara og helst að kaupa ekki
neitt,“ segir hann og hlær við.
Himneskar vinnuvélar
Næsta sumar héldu bræðurnir
áfram að byggja og gera húsið
íbúðarhæft, en bjuggu í torfbæn-
um. „Ég fann nú ekkert fyrir því
að sofa þar eða búa þar. Þar var
heljarmikil kabyssa í eldhúsinu,
kolakynt eins og allt var þá. Hún
var dugleg að éta kolin, en hún
gaf líka mikinn hita ef það var
haldið góðum loga í henni. Það
var líka vatnsleiðsla þarna inni,
svo þetta var ekkert til mikilla
vandræða,“ segir Brynjólfur.
Eftir að hafa flust inn í þann
helming íbúðarhússins sem hæf-
ur var til íbúðar héldu þeir áfram
að betrumbæta önnur hús. „Þegar
við komum hingað hafði verið
steypt fjóshlaða úr svo lélegri
steypu að það var hálfhættulegt
að ganga fram hjá henni, ein-
hvern tíma hryndi hún bara. Þeg-
ar við gerðum nýja hlöðu var
hins vegar komin ýta, sem gat
tekið megnið af þessu svo við
þurfum ekki að vinna með hand-
verkfærunum nema dálítið í rest-
ina. Það var svakalegur munur,“
segir Brynjólfur og andvarpar við
minninguna.
„Þetta var byrjunin á því að
það komu vinnutæki eins og jarð-
ýturnar. Það var á þessum tíma –
og þetta var eins og það hefði
eitthvað dottið heilagt af himn-
unum, mönnum fannst svo mikið
til koma. Jarðýtan – hún gat allt,“
segir Brynjólfur glettinn.
Hann hefur, eins og aðrir
bændur á hans aldri, séð stétt
sína taka gríðarlegum breyting-
um og vinnuna algjörum stakka-
skiptum. „Almáttugur, á aðferð-
unum öllum og afköstum! Maður
lifandi, þetta var nú bara nýr
heimur, alveg. Það þróaðist svo
áfram, það voru alltaf keyptar
stærri og stærri vélar sem gerðu
meira á styttri tíma,“ segir Brynj-
ólfur.
Brynhildur kona hans fylgdist
með endurbótunum á Vöðlum í
nokkur ár áður en þau Brynjólfur
tóku svo saman og hún fluttist til
hans. „Ég leyfði þeim að standa
í þessu í tíu ár, að koma öllu í lag
áður en ég kom. Þá var þetta
orðið svona nokkurn veginn
íbúðarhæft,“ segir hún og þau
hlæja bæði.
„Hún átti heima hérna á næsta
bæ, ef segja má. Svo það var
stutt hjá mér að fara,“ segir Brynj-
ólfur brosandi.
Organisti í
fimm kirkjum
Samhliða framkvæmdum á
Vöðlum sinnti Brynjólfur stöðu
organista í Holti, og reyndar
víðar. „Jú, jú, ég lenti í því,“
segir Brynjólfur kankvís. „Ég fer
náttúrulega beint í kirkjukórinn
hérna þegar ég kem, það var ekk-
ert að tala um annað. Þá var ein
konan hérna í sveitinni sem lék
undir í Holtskirkju. Það var held-
ur vakning í þessu og það fjölgaði
í kórnum dálítið, um þetta leyti
þegar ég kem þarna inn,“ segir
hann frá.
Nefnd kona, Rebekka, kom
norðan úr landi og var eiginkona
Halldórs Kristjánssonar á Kirkju-
bóli, bróður Guðmundar Inga.
„Halldór var landsfrægur fyrir
mikil störf í bindindismálum.
Hann var að flytja fyrirlestra
þarna fyrir norðan, sá þessa dömu
og kom með hana hingað heim
og giftist henni. Hann kom með
eina kú og eitt orgel með henni
líka. Það þótti nú góð frétt þegar
það fréttist að hann hefði líka
komið með orgel,“ rifjar Brynj-
ólfur upp og hlær við.
„Hún var þá undireins sett við
kirkjuorgelið, því það höfðu ver-
ið einhver vandræði að fá ein-
hvern við það. Ég kem svo strax
inn í sönginn og þegar það er
búið að ganga í einhver örfá ár
þá spilast þetta þannig að þau
fara að tala um það að það vanti
eiginlega fleiri söngkonur í milli-
röddina í kórnum. Rebekka sting-
ur upp á því að við skiptum – ég
setjist við orgelið en hún fari í
milliröddina. Það verður úr að
þetta var ekki mikið rætt, við bara
skiptum um stól. Og þar sat ég
svakalega lengi – ég held þetta
hafi verið undir fjörutíu ár,“ segir
Brynjólfur frá.
Það bættist hins vegar fljótlega
í stólasafnið hjá honum, ef svo
má að orði komast, þegar organ-
ista fór að vanta á fleiri stöðum.
„Það urðu einhver vandræði allt
í kring, það vantaði organista á
Núpi, Ingjaldssandi, Flateyri og
Suðureyri, svo ég fór á alla þessa
staði. En það var nú bót í máli að
á sumum þessara staða var ekki
messað nema einu sinni á ári, ef
ekki komu til jarðarfarir eða ann-
að slíkt. Það bjargaði því eigin-
lega að ég gæti sinnt þessu,“ segir
hann.
Reiddi nikkuna
á Ingjaldssand
Auk þess að gera víðreist sem
organisti ferðaðist Brynjólfur
sömuleiðis á milli ballstaða með
nikkuna. Þó að fljótlega hafi
verið komnir vegir og flestallt
fært á bíl man hann þó eftir nokkr-
um ferðum í skrautlegri kantin-
um.
„Ég man eftir því að ég fór
eina ferð út á Sand, þá var ball
þar að vori. Ég var búinn að
eignast þessa fínu, stóru nikku,
setti hana í kassann og fór á bak
á skjóttri meri sem ég átti og
reiddi nikkuna fyrir framan mig.
Ég passaði kassann með annarri
hendi og stýrði merinni með
hinni. Eina ferð fór ég þannig,“
segir hann frá.
„Annarri ferð með nikkuna
man ég líka eftir, þegar ég ætlaði
á ball í Lambahlaði, samkomu-
húsinu. Þá var vegurinn ekki
kominn og ég ætlaði að reyna að
komast í samband við Núpverja,
sem áttu jeppa og gátu krönglast
á honum inn eftir. Svo ég fer af
stað að heiman. Ég átti gamalt
og lasið reiðhjól sem ég batt nikk-
una á og teymdi það svo inn að
Núpi. En þá voru þeir farnir. Svo
það var ekkert annað að gera en
að labba bara inneftir og teyma
hjólið,“ rifjar hann upp.
„Eftir að bílarnir komu fór ég
nú oft á milli hérna með hana.
Oft á Flateyri, á böllin þeirra, þó
nokkuð á Þingeyri og út á Ingj-
aldssand og svo auðvitað hérna
heima í sveitinni. Einu sinni fór
ég líka með hana á sleða frá Dýra-
firði og yfir í Hjarðardal hérna í
Önundarfirði. Hún hefur ýmis-
legt séð þessi nikka og staðið sig
vel – enda er hún ansi lúin orðin.
Það er hægt að spila lag á hana,
en það verður skrýtið,“ segir hann
og brosir við.
Rétti keflið áfram
Nokkuð er um liðið síðan
Brynjólfur lék síðast fyrir dansi,
enda kveðst hann sjálfur hafa
verið orðinn allt of „gamaldags“.
„Ég var bara með gömlu lögin,
en krakkarnir voru orðnir svo
ungir og hlustuðu á útvarpið og
fengu þar allt öðruvísi músík.
Það var hins vegar verið að reyna
að nota mig eitthvað á Þorrablót-
um, því þar var fullorðna fólkið,“
segir hann. „Þetta reynir líka tals-
vert á skrokkinn, að spila svona
lengi. Maður getur verið helvíti
lúinn að morgni,“ bætir hann við.
Harmónikkuleikur er þó ekki
hættur að heyrast á Vöðlum.
„Hann Árni minn hefur tekið við
af mér í því líka, eins og bú-
skapnum. Þegar hann kom hing-
að heim aftur hætti ég að spila á
nikkuna. Hann keypti sér þá
nikku og tók við af mér,“ segir
Brynjólfur. Þeir feðgar léku
sömuleiðis saman nokkur lög á
Brynjólfsvökunni góðu.
Tónlistararfleifðin lifir þannig
ennþá góðu lífi, en Brynjólfur
segir báða foreldra sína hafa get-
að sungið vel. „Mamma átti mjög
gott með að syngja og pabbi líka.
Áður en útvarpið kom las pabbi
líka alltaf húslestur á kvöldin og
á hverjum vetri sungum við Pass-
íusálmana. Það var siður á mörg-
um, ef ekki öllum, heimilum,“
segir Brynjólfur.
„Addi bróðir spilaði líka á
nikku og á sumum böllum spiluð-
um við svona á víxl, skiptumst á
– ég hafði nefnilega líka gaman
af því að dansa, sem hann hafði
reyndar ekki,“ segir hann og hlær
við.
Og á þeim orðum lýkur heim-
sókn blaðamanns til tónelska
bóndans á Vöðlum að þessu sinni.
– Sunna Dís Másdóttir.