Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 17
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 17
Breytingar á innheimtu
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
hefur lagt til að lágmarksupphæð
fasteignagjalda sem er rukkuð er
verði 400 krónur. Þá verði gjöld
undir þeirri upphæð ekki rukkuð
þar sem það svari ekki kostnaði.
Þetta kemur fram í tillögum Dan-
íels Jakobssonar bæjarstjóra sem
ætlað er að einfalda innheimtu
fasteignagjalda. Þá leggur hann
jafnframt til að lágmarksupphæð
sem fer á einn gjalddaga verði
25.000 krónur. Hærri upphæðir
dreifist á sjö gjalddaga frá 1. febr-
úar til 1. ágúst. Þá er lagt til að
hámarksafsláttur elli- og örorku-
lífeyrisþega verði óbreyttur frá
því í fyrra eða 84.500 krónur.
Kærufrestur álagningar verði
21. febrúar. Veittur verði 5%
staðgreiðsluafsláttur ef greitt er
fyrir 21. febrúar. Einnig leggur
hann til að hámarksstyrkur til
áhugasamtaka verði óbreyttur
eða 120.000 krónur. Í tillögum
hans kemur fram að beðið er
eftir áliti bæjarlögmanns hvort
sleppa eigi allri álagningu á fyrir-
tæki vegna sorpgjalda.
Bæjarráð fór yfir tillögurnar og
leggur til að samþykktar verði regl-
ur um afslætti og niðurfellingu
fasteignagjalda til elli- og örorku-
lífeyrisþega, styrki vegna félags,
menningar- og eða íþróttastarf-
semi og til eigenda hesthúsa.
„Við ætlum að halda myndar-
lega upp á afmælið á morgun og
á laugardag með starfsfólkinu,
viðskiptavinum og velunnurum
okkar í byggðarlaginu,“ segir
Einar Valur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihússins
Gunnvarar, í tilefni sjötugsaf-
mælis fyrirtækisins sem var á
miðvikudag í síðustu viku. Það
var einmitt 19. janúar 1941 sem
Hraðfrystihúsið hf. var formlega
stofnað á skrifstofu Kaupfélags
Hnífsdælinga. Sautján manns
voru þar saman komnir til að
samþykkja nýja félaginu lög og
kusu fyrstu stjórn þess; Pál Páls-
son formann og Elías Ingimars-
son og Hjört Guðmundsson með-
stjórnendur. Þar var lagður grunn-
urinn að því öfluga fyrirtæki sem
HG síðar varð.
Einar Valur segir að vissulega
fari margt í gegnum hugann á
þessum tímamótum. „Uppbygg-
ing og rekstur fyrirtækisins hefur
ekki gengið átakalaust og verið
barningur á köflum. Þess vegna
verður manni auðvitað hugsað
til frumkvöðlanna að stofnun
þessa félags á styrjaldarárunum,
fyrir stofnun lýðveldis á Íslandi.
Sjötíu ár eru í sjálfu sér ekki
langur tími en það er samt ekki
sjálfgefið að fyrirtæki lifi svo
lengi. Tilfinningar eru líka blend-
nar nú þegar horft er til þess hve
mikil óvissa ríkir um framtíð
sjávarútvegsfyrirtækja og sjávar-
útvegsins yfirleitt sem atvinnu-
greinar. Það er stærsta ógnin sem
steðjar að okkur sem störfum í
greininni. Við báðum ekki um
kvótakerfið á sínum tíma en því
fyrirkomulagi var komið á og
það er staðreynd. Þeir sem með
landsstjórnarmálin fara boða nú
í síbylju að leysa beri upp fisk-
veiðistjórnarkerfið með tilheyr-
andi afleiðingum fyrir sjávarút-
vegsfyrirtækin og samfélagið
allt. Slíkt skapar óvissu sem í
sjálfu sér er orðin efnahags-
vandamál og það af manna-
völdum. Vissulega er gaman í
afmælisveislum en óneitanlega
er óvissuástandið í rekstrarum-
hverfinu skarð í gleðina,“ sagði
Einar Valur Kristjánsson.
– thelma@bb.is
HG fagnar sjötugsafmæli
Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal.
Glíma Vestfirðingar
við ímyndarvanda?
Vífill Karlsson, hagfræðingur,
segir Vestfirðinga hugsanlega
glíma við ímyndarvanda eftir allt
sem á undan hefur gengið. Fjar-
lægðin sé töluvert mikil og til-
tölulega fáir Íslendingar fari um
Vestfirði ár hvert. Þar af leiðandi
byggi fólk ímyndina á orðrómi
og þeim upplýsingum sem fást í
fjölmiðlum. Frá þessu er sagt á
vef Ríkisútvarpsins.
Samkvæmt opinberum tölum
er atvinnuleysi á Vestfjörðum
minnst á landinu. Engu að síður
fækkar fólki mest í þessum lands-
fjórðungi. Nýjustu tölur sína að
tæplega 150 manns eru án at-
vinnu á Vestfjörðum. En fólki
fækkar sífellt. Þeir sem flytja í
burtu hafa stundum misst vinn-
una, eða fara burtu til náms og
koma ekki aftur.
Þorsteinn Bragi Jónínuson
flutti frá Súðavík fyrir þrettán
árum. Í samtali við RÚV segist
hann alveg myndu vilja fá góða
stöðu á Vestfjörðum með sæmi-
leg laun. Þá þyrfti konan hans að
fá eitthvað að gera líka. Þá væri
hann til í að flytja aftur til vestur.