Bæjarins besta - 27.01.2011, Page 19
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 19
„Málin þurfa að skýrast fljótt“
„Flateyringar eru yfirleitt með
langlundargeð en þessar fregn-
ir ofan á fleiri uppsagnir og
boðaðar lokanir eins og á elli-
heimilinu eru ekki til þess að
bæta líðanina. Þetta er orðið
ansi lýjandi,“ segir Guðmund-
ur Björgvinsson, formaður
Íbúasamtaka Önundarfjarðar
aðspurður um andann á Flat-
eyri í kjölfar frétta um lokun
fiskvinnslu Eyrarodda. Hann
segist ekki efast um að mörg-
um líði illa í þessu ástandi sem
nú ríkir á staðnum. Guðmundur
segir það hafa verið áfall að heyra
af gjaldþroti fiskvinnslunnar en
bjartsýnin hafi farið þverrandi
því lengur sem leið um að hægt
yrði að tryggja áframhaldandi
rekstur Eyrarodda. Fréttirnar hafi
því ekki komið alveg á óvart.
Bæjarráð boðaði til skyndi-
fundar með íbúasamtökunum
skömmu eftir tíðindin og segir
Guðmundur að bæjarráðsmenn
hafi verið allir af vilja gerðir að
finna lausn á vandanum. „Hér er
þessi góða vinnsluaðstaða og við
erum með þennan 300 tonna
byggðakvóta svo vonandi opnar
þetta ný tækifæri fyrir aðra vinn-
sluaðila. En tíminn er knappur
og þetta þarf að skýrast fljótt svo
menn nái að nýta sér þessi tæki-
færi. Það var ekki annað að heyra
hjá bæjarráðsmönnum að þetta
væri forgangsverkefni sem farið
yrði í með stjórnvöldum. Það
eru næstu skrefin.“
Guðmundur segir að rætt hafi
verið á fundi með bæjarráðs-
mönnum að reynt verði að koma
á fót endurmenntunarnámskeið-
um hjá Vinnumálastofnun og
leitað annarra millibilslausna svo
fólk hafi eitthvað við að vera á
meðan unnið er að því að vinna
bót á vandanum. „Auðvitað er
maður uggandi fyrir allt samfé-
lagið á norðanverðum Vestfjörð-
um við svona fréttir þar sem við
megum ekki við því að missa í
burtu fleira fólk.“
Hann segir að það komi í ljós á
næstunni hvað verður. „Þetta snýst
allt um þennan frumrétt að fá
að sækja fisk í sjóinn. Við
erum með þetta öfluga hús til
að vinna hann og nú kemur í
ljós hvernig fjármálastofanir
bregðast við en þær virðast
vera tilbúnar að afskrifa ansi
mikið fyrir suma og aðra ekki.
Það hefur vitaskuld áhrif á
samkeppnisstöðu fyrirtækja
hvernig slíkum málum er hátt-
að. Nú erum við komin upp á
náð og miskunn þeirra og
stjórnvalda.“ – thelma@bb.is
„Mér líst ekkert á blikuna.
Það er engin framtíð án þeirra,
alls ekki,“ segir Sigurður H.
Garðarsson, útgerðarmaður
á Flateyri, um gjaldþrot Eyr-
arodda í samtali við DV. Sig-
urður, sem sjálfur gerir út
tíu tonna bát og er með harð-
fiskverkun á Flateyri, segir
að gjaldþrotið sé mikið áfall
fyrir þorpsbúa.
„Það verður erfitt fyrir
aðra að lifa í þessari grein án
þess að hafa þá,“ segir Sig-
urður sem hefur nýtt sér
þjónustu Eyrarodda. Hann
bætir við að svartsýnin sé
mikil en bendir þó á að sögur
séu á kreiki í bænum þess
efnis að mikill áhugi sé á
300 tonna byggðakvóta Flat-
eyrar. Eru bundnar vonir við
að einhverjir byrji þar at-
vinnurekstur frá grunni.
Aðspurður hvort viðbúið
sé að fólksflótti fylgi gjald-
þrotinu segist Sigurður ekki
búast við því. „Nei, í rauninni
ekki. Við eigum ekki von á
því. Við höngum í vonina
um að einhverjir hafi áhuga
á þessu. Það gefur okkur byr
undir báða vængi. En maður
veit svo sem ekki mikið á þess-
ari stundu.“ Frá þessu var sagt
á DV-vefnum.
– thelma@bb.is
„Svartsýni
meðal íbúa“
Sigurður segir að
gjaldþrotið sé mikið
áfall fyrir þorpsbúa.
Nokkrir útgerðarmenn og fiskverkendur í Ísafjarðarbæ hafa
gert athugasemdir við úthlutun byggðakvóta síðasta árs. Undan-
farin ár hefur úthlutun byggðakvótans tafist mikið vegna kæru-
mála. Þannig var byggðakvótanum fyrir fiskveiðiárið 2008/2009
ekki úthlutað fyrr en í maí á síðasta ári. Hluti kvótans fyrir fisk-
veiðiárið 2009/2010 var úthlutað í september 2010 en vegna kæru-
mála á enn eftir að ljúka úthlutun á um 55 tonnum. Tafirnar hafa
reynst sumum fiskverkendum mjög þungbærar. Daníel Jakobsson
bæjarstjóri segist ekki hafa neinar upplýsingar um að kærumál
séu í farvatninu á yfirstandandi fiskveiðiári.
„Venjulega koma kærumálin ekki upp fyrr en Fiskistofa hefur
úthlutað til ákveðinna báta en nú hefur byggðakvótanum aðeins
verið úthlutað til byggðarlaganna. Fiskistofa úthlutar svo kvót-
anum til báta í febrúar og þá er hætt við að kærur komi upp. Við
vonum hins vegar að svo verði ekki og að kvótinn geti strax nýst
fiskvinnslum og útgerðum til atvinnuuppbyggingar,“ segir Daníel.
Þær athugasemdir sem bæjarráði hafa borist vegna fiskveiði-
ársins 2009/2010 snúa m.a. að kærum sem sjávarútvegsráðuneytið
hefur nú til umfjöllunar. Ísfirðingarnir Aðalsteinn Ó. Ásgeirsson
og Konráð Eggertsson sendu bæjarstjóra erindi þar sem fjallað er
um rétt þeirra báta til byggðakvóta sem fiska í kvíar í Álftafirði,
en þeim afla er að mestu landað í Súðavík en unninn á Ísafirði og
í Hnífsdal. Í erindinu er þess farið á leit við Ísafjarðarbæ að sveit-
arfélagið beiti sér fyrir því við ráðuneytið, að þeir bátar sem eiga
heimahöfn á Ísafirði og landa í kvíar HG, eigi sama rétt til byggða-
kvóta sveitarfélagsins og bátar sem landa í kvíar í Skutulsfirði.
Bæjaryfirvöldum í Ísafjarðarbæ hefur einnig borist erindi frá
Gunnlaugi Finnbogasyni, fyrir hönd fiskverkunar Finnboga, þar
sem sveitarfélagið er hvatt til að beita sér fyrir því að upphafleg
úthlutun byggðakvótans frá 14. júní sl. verði látin standa. Gunn-
laugur segir vinnsluna vinna um 130-140 tonn af bolfiski árlega
og hráefnið komi að megin uppstöðu af bátum frá Ísafirði. Hann
sé með einu bolfisksvinnsluna á Ísafirði og því ætti að gefa um-
ræddum bátum kost á því að uppfylla skilyrði um landaðan afla
til 30. júní. Eins og staðan sé í dag sé nánast öllum aflanum út-
hlutað á skip sem landa engu til vinnslu á Ísafirði, heldur eingöngu
í kvíar. Sérstökum eldiskvóta sé úthlutað til eldisveiða og því
óeðlilegt að byggðakvótinn sé nýttur í þeim veiðum. – kte@bb.is
Deilt um byggðakvótann
Deilt er um hvort byggðakvótinn eigi að nýtast bátum sem landa eldisþorski.