Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 20

Bæjarins besta - 27.01.2011, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Til varnar Vestfirðingum Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Lengi hafa Vestfirðingar átt undir högg að sækja. Þrátt fyrir að þeir hafi lagt drjúgt til þjóðarbúsins og leggi enn, hefur byggð átt und- ir högg að sækja á Vestfjörðum alla síðustu öld. Sléttuhreppur, sem var útvörður byggðar nyrst á Vestfjörðum, lagðist í eyði árið 1952. Áratug síðar féll næsta sveitarfélag, Grunnavíkurhreppur og síðasta aldarfjórðung hefur íbúum á Vestfjörðum fækkað um fjórðung eða 25%, sem svarar til þess að á hverju ári hafi fækkað um ríflega eitt hundrað manns. Oft hefur á þessum vettvangi verið bent á þá stað- reynd hve ógnvænleg þessi þróun er og varað við afleiðingum hennar. Hvað er til varnar? Því er vandsvarað, en fullkomlega augljóst er að spyrna verður við fæti af fullum þunga vilji menn ekki sjá byggð eyðast. Lesi menn bókina Sléttuhreppur. Fyrrum Aðalvíkursveit, Byggð og búendur eftir Kristinn Kristmundsson og Þórleif Bjarnason, sem Átthagafélag Sléttuhrepps gaf út árið 1971, hlýtur lesandinn að gera sér grein fyrir því hve mikilvægt er að grípa til aðgerða strax. Ella má gera ráð fyrir því að örlög vesfirskra byggða verði áþekk ör- lögum byggðar í Sléttuhreppi. Það sem gerðist þar var einfalt og er því miður gömul saga og ný. Hið hættulega er að dæmin um vörn byggðar sem lætur á endanum undan er að finna um allan heim, en við ættum að láta okkur nægja nærtækari dæmi úr fyrrum Sléttuhreppi, þar sem sagan um baráttu byggðar er skráð með afar skýrum hætti og ætti að vera öllum, ekki síst stjórnmálamönnum bæði á landsvísu og sveitarstjórnar-stigi aðvörun um það sem mun gerast verði ekki gripið til aðgerða strax til að stöðva fækkun íbúa á Vestfjörðum. Þegar komið var fram á fjórða áratuginn fóru þeir sem gátu úr hreppnum. Það gerðu þeir af sömu hvötum og maðurinn hefur alltaf gert, að leita betri tækifæra annars staðar. Þannig byggðust Bandaríkin. Nærri sex áratugum eftir að byggð í Sléttuhreppi lagðist af eru möguleikar þjóðar, ríkis og sveitarfélaga mun meiri til að grípa til ráða sem stöðvað geta öfugþróun byggðar á Vestfjörðum. Þjóðin er auðugri og betur menntuð en fyrir miðja síðustu öld. Nú þegar byggð á Flateyri á undir högg að sækja reynir á stjórmálamenn og vilja þeirra til að koma til aðstoðar. Ljóst er að fyrst og fremst skortir stefnumótun í byggðamálum á Íslandi. Byggðastofnun hefur reynst gagnslítil. Hún er í raun einn bankinn enn, ríkisbanki sem lánar án þess að tryggingar séu næg- ar í mörgum tilvikum. Upphaflega var henni ætlað það hlutverk að styrkja byggð á Íslandi. Lítið verður vart við úrræði til þess að sinna því. Nú þarf nýja hugsun og stefnumótun til framtíðar ella bíða fleiri byggða víða um land sömu örlög og Flateyrar og Flateyringa. Vestfirðingar þarfnast sárlega vina í baráttu sinni fyrir byggð. Vonandi eru þeir til og koma nú til hjálpar. smáar Útprjónaðir vettlingar í brún- um litum töpuðust í miðbæ Ísafjarðar. Finnandi vinsam- legast hafi samband við Birnu í síma 896 3367. Fyrri hluti ársins 2011 lof- ar góðu hvað varðar fæð- ingar á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði. „Það er töluvert af fæðingum fyrri- part árs og fram á sumar, eða eins langt fram á árið og við sjáum. En þetta breytist dag frá degi og maður veit aldrei um fjöldann fyrr en árið er úti. Það gæti verið hressilegur fyrripartur árs og svo rólegur seinnipartur, þó oftast nær er þetta nokkuð jafnt yfir árið,“ segir Brynja Pála Helgadóttir ljósmóðir. Aðspurð segir hún að ljós- mæður á FSÍ séu jákvæðar og bjartsýnar á árið. Alls komu 55 börn í heiminn á fæðingardeild FSÍ á síðasta ári. Er það svipaður fjöldi fæðinga og á síðasta ári þeg- ar börnin voru 54 en nokkuð færri en árið 2008 þegar fæð- ingarnar voru 73 talsins, en þá var um metár að ræða. Blómlegt barnaár Vegagerðin neitar að gangast við skemmdum vegna snjómoksturs Töluverðar skemmdir hafa orðið á klæðningu íbúðar- og at- vinnuhúsnæðis við Hnífsdalsveg 27. Eigandi hússins, Þröstur Marzellíusson, segir að skemmd- irnar séu tilkomnar vegna snjó- moksturs en húsið stendur nánast við veginn. „Þegar verið er að ryðja snjó hafa starfsmenn Vega- gerðarinnar ekki alltaf haft var- ann á. Þegar verst lætur hafa þeir keyrt framhjá á fullri ferð og þeytt klökum og snjó langt upp á útveggina. Klæðning hefur látið verulega á sjá eftir þessar aðfarir og er nú orðin gott sem ónýt,“ segir Þröstur, sem fékk viður- kenndan matsmann til þess að skoða tjónið. „Hans mat var að tjónið næmi 2,4 milljónum króna.“ Þröstur fór á fund Vegagerð- arinnar til viðræðna um mögu- lega bætur. „Mér var vel tekið á skrifstofu Vegagerðarinnar á Ísa- firði og þar vildu menn allt fyrir mig gera. Þeir hafa líka passað sig mun betur við moksturinn upp frá þessu. Annað hljóð var þó í lögmanni Vegagerðarinnar sem þvertók fyrir að skemmd- irnar væri tilkomnar vegna snjó- moksturs. Þetta kom mér mjög á óvart því í mínum huga er ekki minnsti vafi um hvað hefur vald- ið tjóninu, enda kemur eiginlega ekki neitt annað til greina,“ segir Þröstur, sem segir þó ólíklegt að hann láti reyna á málið fyrir dómstólum. – kte@bb.is Einnig eru gluggar og hurð fyrirtækisins farin að láta á sjá. Klæðning húsnæðisins við Hnífsdalsveg er farin að láta á sjá og segir eigandinn skemmdirnar vera tilkomnar vegna snjómoksturs.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.