Bæjarins besta - 27.01.2011, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 23
Sælkeri vikunnar er Hildur Halldórsdóttir á Ísafirði
Rækjusúpa og rabarbarakaka
1 laukur
1 msk smjör
1 dós kókosmjólk
1 l vatn
1 grænmetisteningur
2 msk humarsúpukraftur
(Oscar)
2 tsk paprikuduft
½ dl matreiðslurjómi
Aromat eftir smekk
200 gr rækjur
Grænmeti saxað og steikt í
smjöri í potti. Kókosmjólk, vatn,
teningur, kraftur og paprikuduft
sett í pottinn og látið malla stutta
stund. Að því loknu er töfrasproti
notaður til að fínsaxa grænmetið
í súpunni og hún smökkuð til
með matreiðslurjóma og aromati.
Þessu næst er suðan látin koma
upp og rækjur settar út í og látnar
hitna í gegn.
Súpan er svo borin fram með
grískri jógúrt, sýrðum rjóma eða
ab-mjólk.
Fagradals rabarbarabaka
300 g rabarbari
2 stk. egg
2 dl sykur
Sykurinn og eggin þeytt saman
og sett í smurt eldfast form.
Rabarbaranum stráð yfir.
„Uppskriftin að rækjusúp-
unni varð til einhverju sinni
þegar ég fann ekkert í ísskápn-
um til að elda úr nema 2 rauðar
paprikur og rakst svo á rækju-
poka í frystinum. Rabarbara-
bakan er úr smiðju tengdamóð-
ur minnar, Erlu Karlsdóttur í
Fagradal. Alveg sérlega fljót-
legur og gómsætur eftirréttur
á sumrin og jafnvel á veturna
ef maður hefur verið svo for-
sjáll að saxa niður rabarbara
og setja í frystinn.“
Rækjusúpa Hildar
2 paprikur (rauðar)
2 dl púðursykur
2 dl hveiti
200 gr smjör
Þetta hnoðað saman og stráð
yfir rabarbarann í eldfasta form-
inu.
Bakað í 45-50 mín. við 180-
200°C. Í stað rabarbarans er hægt
að nota bláber eða blanda
þessu tvennu saman. Bakan
er borin fram með ís og/eða
þeyttum rjóma.
Ég skora á Katrínu Líney
Jónsdóttur á Ísafirði að vera
næsti sælkeri vikunnar.
Baldvin segir að þótt Grænland
sé ekki í ESB sé hægt að full-
smíða báta svipaðrar gerðar þar
með því að senda bátana fyrst til
Danmerkur. Þar sem Grænland
heyri undir Danmörku hafi verið
hægt að lauma þeim bakdyra-
megin inn í ESB. „Þannig er það
nú, það er ekki allt unnið með
því að vera utan við ESB,“ segir
Baldvin.
Af sömu ástæðum sé ekki hægt
að senda bátana fullsmíðaða til
Bandaríkjanna, hvort sem þeir
eru framleiddir á Íslandi eða inn-
an ESB. Á hinn bóginn sé hægt
að senda grindurnar til Banda-
ríkjanna og klára framleiðsluna
þar. Bandaríkjamenn gera með
öðrum orðum sömu kröfur og
ESB. Á báðum þessum tollsvæð-
um þurfi að framleiða bátana inn-
an viðkomandi tollsvæða og þarf
smíðin að standast ýmsar reglu-
gerðir.
Eins og stendur eru það þó
ekki kröfur ESB eða Bandaríkja-
manna sem koma í veg fyrir að
bátarnir séu fluttir fullsmíðaðir
úr landi. Hér á landi eru nefnilega
ekki til vélar sem ráða við að
sauma dúkinn á grindina. Baldvin
segir að þetta hafi komið sér
verulega á óvart. Hann hafi leitað
mikið að fyrirtæki sem gæti
saumað dúkinn á bátana en ekkert
hefði treyst sér til þess. Ekkert
fyrirtæki hefði heldur getað fræst
tiltekin stykki í grindina sem þarf
að fræsa með svonefndri tölvu-
fræsun. Í staðinn var kanadískt
fyrirtæki sem framleiðir hluta í
dýr húsgögn fengið til að sjá um
tölvufræsunina. Hér á landi sé
hvorki þekking né tæki til slíkrar
framleiðslu sem hljóti að vera
áhyggjuefni. „Það vantar alls
konar smáiðnað á Íslandi,“ segir
hann.
Hönnun bátanna byggir á
hefðbundnum grænlensku kajök-
unum en segja má að um alþjóð-
legt verkefni sé að ræða. Stærstur
hluti framleiðslunnar fer fram hér
á landi en einnig er eða hefur
verið unnið að gerð bátanna í
Bandaríkjunum, Kanada, Aust-
urríki, Noregi, Svíþjóð, Hollandi,
Austurríki og Englandi, að sögn
Baldvins.
Grindin er úr nokkrum mis-
munandi trjátegundum en dúkur-
inn er úr níðsterku gerviefni. Í
Hnífsdal er nú búið að setja sam-
an 15 grindur í kajaka en dúkur-
inn verður settur á í Svíþjóð og
þar fer lokafrágangur fram.
Grindurnar fara á sölusýningar
þar, í Noregi og víðar. Þegar sú
sending er klár verður byrjað að
framleiða upp í pantanir hér á
landi sem eru orðnar allnokkrar.
Til að ná fimm ársverkum, þar af
fjórum á Íslandi, þarf framleiðsl-
an að vera um 150 bátar á ári.
Á Íslandi er miðað við að bát-
arnir kosti 250.000 krónur en þeir
verða um helmingi dýrari í Nor-
egi. Til samanburðar má nefna
að trefjaplastkajak af bestu gerð
hefur til skamms tíma kostað um
500.000 krónur, tvöfalt meira en
fyrir banka- og krónuhrun. Bald-
vin segir að töluverður vöxtur sé
í kajaksportinu á Norðurlöndun-
um. Eigendur Point 65 sem er
stærsti kajakframleiðandi á Norð-
urlöndunum hafi bent á að þegar
kreppa skelli á í efnahagslífinu
aukist áhugi á kajaksportinu.
„Það er vegna þess að fólk ferðast
á heimaslóðum. Þannig að kreppa
er góð fyrir kajaksportið, það er
að segja meðan ekki er gjaldmið-
ilskreppa,“ segir Baldvin Krist-
jánsson. Frá þessu var sagt á
mbl.is.
– thelma@bb.is
Fyrstu kajakgrindurnar sem
smíðaðar eru á Hnífsdal verða
sendar til útlanda í lok janúar
eða byrjun febrúar. Þetta er í
fyrsta skipti sem kajakar eru
smíðaðir sérstaklega til útflutn-
ings á Íslandi. Tveir menn vinna
við smíðina og ef salan verður
eins góð og vonir standa til fjölg-
ar þeim í fjóra. Framleiðslan er á
vegum fyrirtækisins Greenland
Kaykaks sem er að hluta til í
eigu Byggðastofnunar Græn-
lands. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins er Baldvin Kristjánsson
sem hefur verið kajakleiðsögu-
maður og -kennari til margra ára.
Baldvin segir í samtali við Morg-
unblaðið að ekki sé leyfilegt að
flytja kajakana fullsmíðaða til
landa Evrópusambandsins heldur
verði að fullsmíða bátana inni í
sambandinu. Ísland geti ekki flutt
báta til ESB nema þeir séu smíð-
aðir eftir móti, líkt og t.d. trefja-
plastbátar, og skoðunarmenn
Evrópusambandsins séu búnir að
staðfesta að mótið standist Evr-
ópukröfur. Grænlensku kajak-
arnir séu ekki smíðaðir eftir móti
og því sé fullnaðarframleiðsla
hér á landi ómöguleg.
Fyrstu kajakarnir frá Hnífsdal
Halldór Sveinbjörnsson í veltuæfingu á grænlenskum kajak frá Greenland kayaks.