Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 5
hliða, fyrir utan það að lifa lífinu
meðan heilsan endist. Er það ekki
einmitt kjarni málsins?“
Reynir að breyta
til um efni og efnistök
Eyvindur segist gjarnan vilja
fást við nýtt efni hverju sinni.
„Eins og svo margt annað eru
ritsmíðar fag sem lærist með æf-
ingunni. Menn ná tökum á ákveð-
nu tjáningarformi í texta sínum
og verkum og halda sig gjarnan
við það. Ég hef yfirleitt reynt að
brjóta upp efnistökin hjá mér,
ýmislegt orðalag er vafalaust
þekkjanlegt, en varðandi efni og
annað hef ég reynt að leita á ný
og ný mið. Ég hef þó orðið var
við það, að ef maður er ekki
orðinn þekktur og vel metinn rit-
höfundur, stimplaður sem ég kalla,
getur það reynst hættulegt. Það á
ekki eingöngu við um okkar tíma
heldur sést það í gegnum bók-
menntasöguna, að þegar þekktur
rithöfundur breytir um stíl þykir
það mjög merkilegt, en annars
ekki.
Ég hef til dæmis verið gagn-
rýndur fyrir að vera með of flókin
verk eins og bókina „Glass“. Það
er bara bull. Hún fjallar um mann
sem flýr heimsmynd sem er að
hruni komin, þar er fólk að kljást
við mengun og hálffalda óstjórn
kapítalismans. Gamla Reykjavík
er undir gleri, enskan er orðin
opinbert tungumál þó svo að ís-
lenskan sé enn notuð. Þar lifir
fólk þægilegu lífi þótt stjórnar-
farið sé greinilega gervilýðræði.
Utan við glerheiminn eru hins
vegar svokölluð hverfi þar sem
lögleysa ríkir að mestu. Þetta er
táknmynd fyrir okkur í hinum
vestræna heimi, ekki síst hér á
Norðurlöndum og í Vestur-Evr-
ópu, við lifum að vissu leyti undir
gleri. Ef farið er lengra suður
bíður okkar víða allt annar heim-
ur. Þriðjungur jarðarbúa er meira
eða minna undir fátæktarmörk-
um og ekki einu sinni sjálfsagt
að margir hverjir hafi aðgang að
vatni. En okkur finnst þetta vera
utan við okkar heim og það reyni
ég að sýna táknrænt í sögunni
minni.
Eftir að hafa reynt árangurs-
laust að koma henni út í 10 ár,
gaf ég hana út sjálfur. Árið eftir
kom svo hrunið! Þetta er einfalt:
Lítt heftur kapítalismi er bein
dauðastefna, ófreskja sem sífellt
þarf að tútna út til að lifa, fá
meiri og meiri hráefni, meiri og
meiri orku, stærri og stærri mark-
að, meiri hagvöxt sem sé. Hversu
lengi getur það gengið á þessari
litlu jörð okkar? Honum þarf
a.m.k. að halda stíft í skefjum
með sterkum samfélagslegum
böndum. Honum tekst bara alltaf
að ljúga sig inn á fólk, þótt það
kosti kreppu hans fyrr eða síðar.
Hann er eins og sumir sníklar
sem sjúga líftóruna úr eigin hýsli
og þurfa að finna nýjan. Við höf-
um bara þennan eina hýsil, móður
Jörð! En fjöldi fólks hefur gull-
fiskaminni, eða kaus ekki mikill
meiri hluti þjóðarinnar yfir sig
Davíð og Halldór og þeirra
gengi? Jú, og vill fá þá aftur,
greinilega! Ætli þeir sem mest
væla geti ekki sjálfum sér um
kennt, en svo kemur þetta auðvit-
að ekki síður niður á okkur hin-
um.“
Verðlaunaverk
Eyvindur hlaut bókmennta-
verðlaun Halldórs Laxness fyrir
skáldsögu sína „Landið handan
fjarskans“ árið 1997 og var bókin
tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna árið eftir.
„Sjálfum finnst mér framhald-
ið, „Þar sem blómið vex og vatnið
fellur“, vera jafnvel betra, en
þessar tvær sögur hlutu talsverða
athygli. Í kjölfarið hélt ég að ég
væri kominn fyrir vindinn í út-
gáfumálunum. Vaka-Helgafell
gaf út verðlaunasögur í samstarfi
við Laxnessjóðinn en tók annars
vanalega ekki að sér rithöfundana
eftir það. Þeir ætluðu þó að gera
það með mig og auglýsa mig
upp en það datt upp fyrir af ýms-
um ástæðum,“ segir Eyvindur
brosandi og greinilegt að hann
dregur úr.
„Seinna gaf Lafleur, sundkappi
og jógakennari, út „Örfok“, sem
er vissulega nokkuð flókin. Hann
sagði hana vera svo mikið „jóga“
en aðrir segja hana mjög svo
„póstmóderníska“, en það orð-
skrípi veit ég varla hvað þýðir,
þótt ég sé allvel menntaður í bók-
menntum! Enn seinna tók ég þátt
í ástarsögukeppni sem Vestfirska
forlagið efndi til og mín saga
varð meðal þriggja sem voru
valdar til útgáfu. Það var mjög
gaman að fá að vera með þar og
þetta er talsvert öðruvísi saga en
aðrar sögur mínar. Hún fjallar
um gamlan enskukennara sem
rifjar upp þrjár stærstu ástir lífs
síns. Við slík skrif verður maður
að notast mjög við efni frá sjálf-
um sér en ég er ekki sögupersón-
an, þótt fyrsti ástaþátturinn sé
reyndar nánast ævisögubrot“ seg-
ir Eyvindur og hlær.
Vestfirsk bernska fyrir-
mynd sögunnar um Lalla
Lillilalli og vatnið góða er
fjórða barnasaga Eyvindar.
„Ég ólst upp í fjörunni og ætl-
aði mér að verða sjómaður þó
svo að ég hafi leitað annað. Eftir
stúdentspróf nennti ég ekki leng-
ur í skóla og fór á skrifstofu,
leiddist þar og fór á sjó, var smá-
tíma á tveim togurum, einnig á
bátum, síld m.a. Ég hef alltaf
verið mikið fyrir báta, pabbi átti
smátrillu og þegar ég bjó erlendis
átti ég alltaf seglskútu, raunar
þrjár samtals. Sú fyrsta var minnst,
aðeins 16 fet, en svo uppfærði ég
þær og sú síðasta var best. Hún
brotnaði svo illa í óveðri að ég
seldi flakið. Ég var oftast einn en
krakkarnir mínir sigldu þó oft
með mér, mest Rósa og Eyjólfur
og ég skrifaði upp úr þeim ferð-
um okkar þrjár sögur þar sem
yngri strákarnir og dóttir mín
voru fyrirmyndirnar. Fyrsta bók-
in hafði Eyjólf að fyrirmynd og
ég notast t.d. við brandarana hans
frá þeim tíma. Næsta saga var
byggð um persónu Erps og í
þeirri síðustu var Rósa mín fyrir-
myndin. Tvær fyrstu voru gefnar
út hjá M&m en voru lítt auglýst-
ar, seldust illa svo sú þriðja kom
aldrei út. En menn segja mér að
hún sé best. Ég þarf endilega að
koma henni út.“
Nýja bókin fjallar um Lillalalla
sem elst upp í sjávarþorpi og
ævintýri og pælingar hans.
Greinilegt er að Vestfirðir eru
fyrirmynd sögusviðsins.
„Ég er alinn upp hér fyrir vest-
an og það hefur alltaf blundað í
mér að skrifa um krakka þar.
Fyrir ekki svo löngu dreif ég í
því, að nokkru undir áhrifum frá
sögu Böðvars frá Hnífsdal „Strák-
arnir sem struku“ en hana las ég
oft sem krakki. Ég sýndi Hall-
grími hjá Vestfirska handritið
fyrstum manna og honum leist
það vel á að ákveðið var að gefa
hana út.“
– Er hún byggð á þinni bernsku?
„Bæði já og nei, helst þá hugs-
unarhátturinn. Um tíma áttum
við að vísu heima í Hnífsdal og
pabbi var á bát þaðan, Mími.
Þarna er fólk að flytjast suður og
það skilja krakkarnir ekki því
þeim finnst allt vera til alls í
þorpinu. Það er það líka sko og
margt sem ekki er fyrir sunnan.
Þeir hafa nokkrum sinnum komið
til Reykjavíkur og þar eru götur
ofan og götur neðan, bærinn upp
um öll fjöll og þau sjá ekki hvað
er svona spennandi við það. Svo
dúkka upp í plássinu menn frá
ítölsku fyrirtæki sem er að leita
að besta vatninu á Íslandi til að
flytja út. Ítalirnir hafa í hyggju
að nota hrausta íslenska unglinga
í auglýsingum og efna til hlaupa-
keppni til að velja úr tvö bestu
pörin.“
Sest aldrei alveg
í helgan stein
En hvert verður framhaldið í
ritstörfum Eyvindar?
„Ég er nýorðinn 75 ára og tími
minn er vitaskuld ekki endalaus.
Ég er með plön um skriftir næstu
2-3 árin en svo veit ég ekki hvað
ég geri. Þá verð ég líklega orðinn
það latur að ég nenni ekki meiru,“
segir Eyvindur kíminn. „Nú bý
ég úti í Noregi á afskaplega
skemmtilegum stað þar sem eru
vötn, fjöll, bátur og allt til alls.
Það er því nóg að gera og við að
vera. Mig langar allavega að
klára skáldsöguna sem ég minnt-
ist á áðan og eins á ég nokkurt
safn af smásögum sem ég hef
skrifað í gegnum tíðina og lítið
verið gert með. Það væri gaman
að gefa út smásagnasafn. Einnig
á ég nokkur leikrit og leikþætti
sem hafa verið fluttir t.d. á Act
alone og í útvarpi og langar að
koma þeim út á bók. Þegar það
er búið, verð ég bara glaður,“
segir Eyvindur og hlær.
– Og á þá að setjast helgan
stein?
„Ég veit það nú ekki. Ég er
búinn að koma frá mér á prent 18
frumsömdum verkum og u.þ.b.
8 þýðingum, og líklega um 15
verkum á annan hátt svo sem í
útvarp eða á svið. En þegar maður
er í svona grúski sest maður aldrei
alveg í helgan stein. Á meðan
hausinn virkar á annað borð er
alltaf eitthvað að gerjast, þetta er
bara eins og hrærivél sem gengur
stöðugt. Það liggur við að maður
heyri marrið í heilanum vinna.
Og enginn veit sína ævina fyrr
en öll er. Eða ætli maður viti
hana nokkuð frekar þá heldur?“
– thelma@bb.is
Áttatíu og fimm börn fædd-
ust á Vestfjörðum á síðasta ári.
Er það tólf börnum minna en
árið á undan. Flest börnin
fæddust í Ísafjarðarbæ eða 54
en því næst komu Bolungarvík
með átta börn og Vesturbyggð
með sjö. Í Reykhólahreppi
fæddust þrjú börn og og fimm
börn í Tálknafjarðarhreppi. Í
Súðavíkurhreppi, Árneshreppi,
Kaldrananeshreppi og Bæjar-
hreppi fæddist eitt barn á hverj-
um stað. Í Strandabyggð fædd-
ust fjögur börn. Árið 2010 fædd-
ust 4.907 börn á Íslandi, 2.523
26,6 ár að meðaltali á árabilinu
2006-2010.
Algengasti barneignaaldur-
inn er á milli 25 og 29 ára. Á
því aldursbili fæddust 138 börn
á hverjar 1000 konur árið 2010.
Næst algengast er að konur
eignist börn á aldursbilinu 30-
34 ára. Aldursbundin fæðing-
artíðni undir tvítugu var 13
börn á hverjar 1000 konur árið
2010. Það er afar lágt miðað
við árabilið 1961-1965 en þá
áttu konur á þessu aldursbili
84 börn á hverjar 1000 konur.
– thelma@bb.is
drengir og 2.384 stúlkur. Ein-
ungis tvisvar áður hafa fleiri lif-
andi fædd börn komið í heiminn
á einu ári, þ.e. árin 2009 og 1960.
Árið 2009 fæddust 5.026 börn
og 4.916 árið 1960.
Á Hagstofuvefnum segir að
meðalaldur mæðra hafi hækkað
jafnt og þétt síðustu áratugi og
konur eignist sitt fyrsta barn síðar
á ævinni en áður var. Frá byrjun
sjöunda áratugarins og fram yfir
1980 var meðalaldur frumbyrja
undir 22 árum en eftir miðjan
níunda áratuginn hefur meðal-
aldur frumbyrja hækkað og var
Áttatíu fimm börn fædd-
ust á Vestfjörðum 2010
85 börn fæddust á Vestfjörðum á síðasta ári.