Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Setið yfir fé – og talið Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stór tónlistarhátíð á Degi tónlistarskólanna Um helgina verður Dagur tón- listarskólanna haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því mikla starfi sem fram fer í tón- listarskólum. Í Tónlistarskóla Ísafjarðar verður af þessu tilefni blásið miðsvetrartónleika en þeir hafa verið haldnir í skólanum svo lengi sem elstu menn muna. Tónleikarnir á Ísafirði verða tvennir með fjölbreyttri dagskrá. Fyrri tónleikarnir verða í Hömr- um í kvöld kl. 19:30. Þar koma fram um 80 nemendur á ýmis hljóðfæri. Á dagskránni kennir margra ólíkra grasa, gömul tón- list og ný, klassísk og poppuð, einleikur og samleikur. Síðari tónleikarnir verða í Ísa- fjarðarkirkju kl. 14 á laugardag. Þar koma fram stærri hópar, m.a. barnakór, þrjár lúðrasveitir, gítar- sveit og einnig verða atriði úr Samféskeppninni sem nýlega fór fram. Loks kemur Stórhljóm- sveitin „Ísófónía“ fram á tónleik- unum, en hún var var sett saman sérstaklega af þessu tilefni. Sveit- in er skipuð 60-70 hljóðfæraleik- urum á öll möguleg hljóðfæri og stjórnandi er Madis Mäekalle. „Ísófónían“ flytur þekkt lög á borð við Þú komst við hjartað í mér og Jungle Drum og Stúlkna- kór skólans syngur lögin með sveitinni. Markmið beggja tónleikanna er vissulega að kynna hið viða- mikla starf sem fram fer í Tón- listarskóla Ísafjarðar en um leið og ekki síður að kennarar og nem- endur skemmti sér og öðrum með fjölbreyttum tónlistarflutningi. Áætlað er að Vestfirðir fái rúmar 180 milljónir í almenn fjárlög úr Jöfnunarsjóði vegna þjónustu við fatlaða. Ráðgert er að almenn framlög úr Jöfnunarsjóði til Vestfjarða vegna þjónustu við fatlaða nemi rúmum 182,3 milljónum króna í ár. Í yfirliti um áætlaðar greiðslur framlaga kemur fram að áætlaðar tekjur vestfirskra sveitarfélaga á árinu, á grundvelli framreiknaðs rekstrarkostnaðar 2010, séu 229.966.746 krónur. Þá eru áætl- aðar tekjur svæða/sveitarfélaga af 0,25% hækkun útsvars 44.766. 995 krónur. Forsendur áætlunar- innar byggjast á greiningu á skipt- ingu framlaga ríkisins vegna þjónustu við fatlað fólk á síðasta ári. Tekið er tillit til viðbóta og tilfærslna milli fjárlagaliða sem áttu sér stað á síðasta ári og fram koma í greinargerð með frum- varpi til fjárlaga árið 2011. Að teknu tilliti til áætlunar um ráðstöfunarfjármagn Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga leggur ráð- gjafarnefnd sjóðsins til að úthlut- að verði almennu framlagi að fjárhæð krónur 7.833.246.000 til þjónustusvæða/sveitarfélaga á árinu 2011 vegna þjónustu við fatlað fólk. Í tillögugerð nefnd- arinnar er gert ráð fyrir að við- bótarframlag fáist frá ríki vegna greiðslna til sveitarfélaga í janúar 2011. Gangi áætlun nefndarinnar um ráðstöfunarfjármagn sjóðsins á árinu ekki eftir verður úthlutun framlaga til þjónustusvæða/sveit- arfélaga aðlöguð að fjármagni til ráðstöfunar vegna verkefnisins. Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,95% hlutdeild hans í staðgreið- sluskilum viðkomandi mánaðar. Önnur framlög úr Jöfnunarsjóði vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011 renna til fasteigna- sjóðs Jöfnunarsjóðs, breytinga- kostnaðar, notendastýrðrar per- sónulegrar aðstoðar, lengdrar viðveru fatlaðra grunn- og fram- haldsskólanemenda og fleira. Rúmar 180 milljónir til Vestfjarða Það er sérkennilega gaman að því hve málfar Íslendinga, sem not- að hefur verið í landbúnaði, er nátengt fjárbúskap nútímans, fésýslunni – umsýslu með sitt fé og annarra. Í síðustu viku var nefnt hvernig ríkisstjórnin hefði setið yfir ánum á Suðurlandi þannig að þrátt fyrir lögmætt skipulag fyrir Flóahrepp hafnaði umhverfisráðherra að staðfesta það. Ráðherrann hefur lýst því yfir að það hafi verið af póli- tískum ástæðum. Kannski er það ekki nýtt í íslenskum stjórnmála- heimi og á ef til vill eftir að gerast aftur. En það kann að reynast hættulegt fari svo að ráðherrar virði ekki þrískiptingu ríkisvaldsins. Það er því gleðiefni að nú skuli skipulagið hafa verið staðfest eftir dóm Hæstaréttar Íslands. Setunni yfir ánum á Suðurlandi er lokið í bili. En það hefur verið setið yfir fé landsmanna um árabil og þar með talið fé okkar Vest- firðinga. Það hefur misheppnast. Á Vestfjörðum störfuðu sparisjóðir víða. Þegar allir ginu yfir fé sparifjáreigenda var það ráð gripið að sameina sparisjóði undir formerkjum betri samkeppnisstöðu og að þeir lifðu lengur inn í ávallt óvissa framtíðina. Hver man eftir Spari- sjóði Mýrahrepps, Þingeyringa, Önundarfjarðar, Eyrarsparisjóði á Patreksfirði og fleirum sem runnið hafa inn í aðra? Það gerðu líka nokkur útibú Landsbanka Íslands sáluga. Til varð Sparisjóður Vest- firðinga. Nú er hann allur. Sá ágæti sparisjóður var bara nokkuð mikill um sig á vestfirskan mælikvarða og var lagður inn í Sparisjóð Keflavíkur. Hann ætti nú að vera gengin á vit feðra sinna. En ríkisstjórnin vill leggja honum til tugi milljarða, án þess að nokkur maður sem átti stofnfé í framantöldum fyrrum vestfirskum sparisjóðum, skilji það. Spari- sjóðurinn í Keflavík var hreinsaður innan frá og sparisjóðsstjórinn vék frá nauðugur þótt í ljós hafi komið að sá ágæti maður hafi aus- ið fé úr sjóðnum í fyrirtæki sonar síns og til hans og afskrifað drjúgt. Einhvern tíma hefði verið sagt um mann í þeirri stöðu að hann hefði brotið lög, að um algert siðleysi væri um að ræða og sumir jafnvel látið sér um munn fara orðið glæpur. Vestfirskir stofnfjáreigendur voru rændir fé sínu af Suðurnesja- mönnum. Þeir voru rómaðir fyrir sjósókn og væru kannski enn ef sinnt væri. En það er víðar fanga að leita en í sjónum um Ísland og fé hægt að sækja í greipar fólks, sem sinnir sjósókn og vinnslu afla líkt og Vestfirðingar gera. Öllu er á botninn hvolft þegar fé er sótt af græðgi til vinnandi fólks og talið sér og sínum til framdráttar. Ekki er hugsað um almenning – þjóðina – sem ætlað er að leggja fé í Sparisjóð Keflavíkur, rekstur sem reyndist vonlaus og þjónaði einkahagsmunum. Það gengur ekki. Forseti Íslands hefur ákveðið að leyfa þjóð sinni að velja hvort hún vilji borga skuldir mannanna sem settu Landsbankann á haus- inn. Þjóðin þarf líka að telja sitt fé. smáar Til sölu eða leigu er Íbúð að Fjarðarstræti 2 á Ísafirði. Hægt er að skoða eignina nánar á vef Fasteignasölu Vestfjarða. Uppl. í síma 866 9545. Áfengissala dregst saman Á síðasta ári voru seldir 271 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðinni á Ísafirði sem er samdráttur upp á 7,8% frá árinu 2009 þegar salan var 294 þúsund lítrar. Þetta er aðeins meiri samdráttur en á landsvísu þar sem salan drógst saman um 5,1%. Ein- ar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og þjónustu hjá ÁTVR, segir lítinn mun vera á sölu milli vínbúða og landshluta og því megi gera ráð fyrir að salan á Ísafirði endurspegli söluna á lands- vísu, en á landinu öllu var langmestur samdráttur í sölu á sterku áfengi eða 34%. Sala á léttvíni og styrktu áfengi jókst hins vegar um 2,6%. Þrátt fyrir samdrátt í seldu magni, seldu Vínbúð- irnar fyrir nánast sömu krónutölu og árið áður, eða 21,3 milljarð króna með virðisaukaskatti, sem skýrist af því að gjöld og skattar hækkuðu árið 2010 miðað við 2009. Vinsælasti bjórinn á Ísa- firði sem og á landinu öllu var Víking gylltur í hálfs lítra dósum, en að sögn Einars hefur hann verið söluhæstur í nokkur ár. Það sama á við um vínið, en söluhæsta vínið var Drosty-Hof Cape Red.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.