Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Krossgáta og Vestfirðinga. Höfundur: Hafliði Magnússon frá Bíldudal. Lausn á síðustu krossgátu Ísfirski skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Ingvarsdóttir, opnaði sýningu í Gallery Pascale í Stokk- hólmi í síðustu viku. Þar sýndi hún nýja línu sem er ekki hefð- bundin á neinn hátt að því er fram kemur á Pressunni. Mikill fjöldi heimsótti Guðbjörgu við opnunina og voru viðtökur góðar. Um er að ræða silfurlínu þar sem hún leikur sér með formið. Hún sækir innblástur í snjóinn enda eru stykkin í línunni eins og snjókorn í laginu. Hún sýndi aðallega óhefðbundin hálsmen á sýningunni. „Hálsmenin voru í stærra í lagi og í ýmsum formum. Eitt flottasta hálsmenið á sýning- unni var snúra með silfurblómum sem vafin er utan um hálsinn. Glæsileikinn gerist ekki miklu meiri,“ segir á Pressunni. Sýning- in stendur yfir í fjörar vikur. Skartgripahönnun Guðbjargar hefur vakið athygli víða um heim. Greinar um hana hafa birst í virt- um blöðum og tímaritum og hún hefur hlotið alþjóðlegar viður- kenningar. Til að mynda er hún handhafi hinna eftirsóttu Íslensku sjónlistaverðlauna í flokki hönn- unar árið 2008. Einnig hlaut hún menningarverðlaun DV árið 2000 og fyrstu verðlaun í Spirit of the North í St. Petersburg í Rússlandi. Hún er eigandi skart- gripaverslunarinnar Aurum í Reykjavík. – thelma@bb.is Guðbjörg í Aurum sýnir í Stokkhólmi Guðbjörg Ingvarsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.