Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 24.02.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Með síðustu skáldsög- una í smíðum, eða hvað? Eyvindur P. Eiríksson gaf út tvær nýjar bækur fyrir jólin sem bætast í veglegt ritsafn hans. Það eru barnabókin „Lillilalli og vatn- ið góða“ og ljóðabókin „Varstu?“ Eyvindur hefur helgað sig ritstörf- um að mestu frá árinu 1987 en drýgt tekjurnar með kennslu og hefur hann kennt á flestum skóla- stigum. Eftir Eyvind liggja ljóð, skáld- sögur, þýðingar og greinar í fag- tímaritum. Fyrsta ljóðabók hans, „Hvenær?“, kom út 1974 og fyrsta skáldsagan, „Múkkinn“, 1988. Eyvindur P. Eiríksson býr nú í Dalane á Rogalandi í Noregi en dvelst oft fyrir vestan. Blaðamaður Bæjarins besta settist niður með Eyvindi og leit yfir farinn veg. – Hvernig byrjaði ritferilinn? „Ég byrjaði seint að skrifa. Ég var eitthvað að yrkja í mennta- skóla eins og svo margur en ekk- ert að ráði, villtist áfram mennta- veginn og fór á vinnumarkaðinn. Lengst af vann ég við háskóla- kennslu, í Reykjavík, Finnlandi og Danmörku. Þegar ég sneri aft- ur heim til Íslands frá Danmörku árið 1987 var ég ekki með neina stöðu og ákvað að sækja ekki strax um slíka en láta slag standa og reyna að skrifa í nokkur ár. Mér var reyndar bent á að ég ætti mikla möguleika á að fá auglýsta stöðu við Háskólann en ég ákvað að sækja ekki um hana. Seinna fékk ég að vita að ég hefði ör- ugglega fengið hana en ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun minni. Það hefði svo sem ekkert verið slæmt að fá þessa stöðu. Þá hefði ég eflaust orðið dósent í Háskól- anum og unnið að þeim fræðum sem ég hafði menntað mig í. En ég valdi annað. Við erum sífellt að velja í lífinu og vitum sjaldnast hvort við veljum rétt. Ætli þar tróni ekki þessi forlög, sem heiðnir forfeður okkar trúðu á? Þeir skildu það, að við stöndum stöðugt frammi fyrir þeim kost- um örlaganna að vera maður og standa sig eða gefast upp. Það gerum við enn og ætíð sem dauð- legar verur og þar skal manninn reyna. Nú, ég hef svo sem fengið að gera margt annað skemmtilegt. Ég fór t.d. sem ungur blaðamaður í mánuð víða um Sovétríkin sál- ugu, ferðaðist um þorp innfæddra í Júkon í Kanada sem „Storytell- er“, sagnaþulur, vann einnig sem „myndskáld“ með listamönnum í Québec og í Genúu á Ítalíu. Þá hef ég haldið nokkrar „ljóðmynda- sýningar“, jú og ýmislegt fleira.“ „Fyrstu skáldsöguna mína, „Ronni“, las ég í útvarp en hún hefur ekki komið út. Svo gaf Iðunn út „Múkkinn“ sem fékk sæmilegar viðtökur þó svo að ég væri skammaður fyrir gróft orð- bragð. Hún fjallar um að togara- áhöfn og sjómenn eru nú almennt ekkert orðljótari en aðrir menn, þó það sé auðvitað misjafnt eftir skipum. Ég var á tveimur togur- um í minni sjómannstíð og nokkrum bátum og það var mjög misjafnt orðbragðið á þeim. En eins og í byggingariðnaði, vega- vinnu og víðar kemur upp viss talsmáti sem oft er grófur, það verður daglegt mál hjá sumum að nota grófyrði. Það er jú mis- jafnt eftir mönnum og sumir eru síbölvandi eða þá að klæmast. Í Múkkanum er einn gaur sem klæmist allan tímann, það er bara hans talsmáti, leiðinlegur vissu- lega. Ég ákvað að notast við þetta í sögunni en þar er engin slík setning sem ég skáldaði upp og ég hef oft heyrt mun grófara orð- bragð en þarna kom fram. Ég held að ég sé ekki að ljúga upp á neinn þótt ég segi að þetta sé metnaðarfyllsta sjómannasag- an sem skrifuð hefur verið á ís- lensku, fyrir þá utan ævisögur. Það hafa verið skrifaðar góðar sögur en þær eru öðruvísi. Mín saga notar t.d. þennan 30 manna heim á margan hátt táknrænt. Þetta er lokaður karlaheimur um- lukinn óbundinni og miskunnar- lausri náttúru, og margir eru um- komulausir þegar þeir koma í land. Sagan er ein af fáum íslenskum kollektíf-sögum, svokölluðum, þar sem hópurinn, samfélagið, er í raun aðalpersónan, síður ein- staklingurinn. T.d. er oft óljóst hver sé að segja hvað um borð.“ Annað ljóðasafnið nánast glataðist „Þarna 1987 var ég kominn á sextugsaldur. Ég hafði þá gefið út ljóðakver 1974 sem var nánast fyrir tilviljun. Einnig annað ljóða- kver 1978 en fæstir vita af því þar sem lagerinn eyðilagðist og aðeins örfá eintök til. Fékk reynd- ar verðlaun 1983 fyrir leikþátt og keypti seglskútu fyrir pening- ana. Ég eignaðist aldrei minn útgef- anda, ef svo má segja, og þar af leiðandi var erfitt að komast inn í bransann. Maður þarf ákveðinn stimpil og hann er oft erfitt að fá og gjarnan tilviljun hver fær og hver ekki. Það kannast ekki síst ungt fólk við, einnig þeir sem eru á einhvern hátt sérvitrir í verk- um sínum. Nú er ég orðinn þetta gamall að ég vil bara koma frá mér því sem ég hef verið að vinna. Það er auðvitað misjafnt hvernig rithöfundar vinna en ég hef alltaf verið með mörg járn í eldinum. Nú er ég m.a. með í smíðum allstóra skáldsögu sem gæti orðið mín síðasta. Ég hef verið að grípa í hana af og til í allmörg ár núna og stefni helst að því að ljúka henni fyrir vorið. Ég á reyndar grind að annarri og er að vinna margt annað sam-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.