Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Leitar í smiðju
popptónlistar
Madis Mäekalle stýrir lúðra-
sveitum Tónlistarskóla Ísafjarðar
styrkri hendi. Madis, sem kom
til Ísafjarðar frá Eistlandi fyrir
níu árum síðan, hefur á árum
sínum í starfi útsett fjölda laga
fyrir sveitirnar, sem í dag eru
þrjár. Um páskana vakti útsetn-
ing hans á lagi Mugison, Gúanó-
stelpan, mikla athygli gesta Al-
drei fór ég suður, og Ísfirðingar
fengu aftur að njóta afraksturs
vinnu hans á árlegum vortón-
leikum lúðrasveitanna í maí.
Blaðamaður settist niður með
Madis og Marelle dóttur hans
sem er föður sínum til halds og
trausts ef einhver orð láta á sér
standa, til að fræðast um starfið
með lúðrasveitunum og hvernig
maður tekst á við það verkefni
að koma þekktum lögum í lúðra-
sveitarbúning.
Kenndi eftir orðabók
Madis fluttist til Íslands frá
Eistlandi í október 2002. Eist-
neskur kunningi hans hafði þá
starfað um hríð í Mývatnssveit
og benti honum á að hér væri
góður starfsvettvangur fyrir tón-
listarkennara.
„Ég var þá tónmenntakennari
í grunnskóla og leikskóla í Eist-
landi. Það var allt mjög gott, þetta
var nýbyggður og lítill skóli með
litlum bekkjum, það voru ekki
nema um sextán krakkar í hverj-
um bekk. Þetta var allt fínt, en
samt langaði mig að prófa eitt-
hvað annað,“ segir Madis frá.
Hann ákvað því að láta reyna á
búsetu á Íslandi og hóf störf í
Tónlistarskóla ísafjarðar 1. nóv-
ember, einungis viku eftir að
hann kom til landsins. Blaða-
maður fær ekki hjá því komist að
spyrja hvernig það hafi eiginlega
gengið, að eiga að byrja að kenna
á máli sem hann hafði aðeins
haft um viku til að kynnast.
„Ég tók bara með mér orðabók
og skrifaði niður orð sem ég vissi
að ég þyrfti að nota. Ég var með
íslensk-enska orðabók og svo
ensk-eistneska,“ útskýrir Madis
og hlær við. „Þar fletti ég upp
orðunum sem mig vantaði til að
geta talað við krakkana. Eftir
svona tvo mánuði var þetta farið
að ganga betur,“ segir Madis,
sem nú er jafnvel farinn að hugsa
á íslensku.
„Og enskan... Ég er farinn að
lenda í vandræðum með hana.
Þegar við fjölskyldan vorum í
Eistlandi síðast spurðu ferða-
menn mig til vegar á ensku. Ég
reyndi að svara þeim, en það
kom bara íslenska. Þetta verður
smám saman auðveldara og nú
finnst mér betra að tala íslensku
en ensku,“ segir hann.
Prófar sig áfram
Fjölskyldan leit, að sögn Mad-
is, á fyrsta ár sitt hér á landi sem
ákveðinn reynslutíma, en hann á
eiginkonu Kaja Mäekalle og þrjár
dætur, þær Mirjam, Marelle og
Matilda Harriet. Árið 2003 hóf
Madis starf sitt með lúðrasveit-
inni, en ósagt skal látið hvort
það hafði áhrif á ákvörðun fjöl-
skyldunnar um að dveljast áfram
á Ísafirði. Fyrstu Vorþyts-tón-
leikarnir voru haldnir vorið 2005.
„Af þeim hljóðfæraleikurum
sem spiluðu á vortónleikunum
þetta fyrsta ár eru tíu ennþá í
sveitinni. Það er mikil hreyfing á
fólki og skiptist ört út,“ útskýrir
Madis. „Hver og einn er þess
vegna mjög mikilvægur,“ bætir
hann við, „fyrir ári vorum við
þrjátíu manna sveit en í ár erum
við tuttugu manna sveit. Þá get-
um við ekki spilað lögin sem við
spiluðum fyrir ári. Þá þarf maður
að útsetja eitthvað nýtt, hugsa
um hvernig maður getur látið
sveitina hljóma betur,“ útskýrir
hann.
Þar er einnig komin ein ástæða
þess að Madis fór sjálfur að prófa
sig áfram við útsetningar á lögum
fyrir lúðrasveitirnar. „Það er al-
veg hægt að panta tilbúnar nótur,
en þá vantaði oft einhver hljóð-
færi hjá okkur. Við vorum ekki
með nógu margar klarínettur eða
kornettur og mér fannst þetta ekki
hljóma eins og það átti að gera.
Svo ég hugsaði með mér, af
hverju prófa ég þetta ekki sjálfur?
Ég veit hvernig er best að spila
þetta, hvaða hljóðfæri eru til og
svona. Svo ég ákvað að prófa og
sjá hvernig þetta gengi hjá mér.
Núna er þetta orðið hobbíið mitt,“
útskýrir Madis.
„En þetta tekur langan tíma.
Ég fer með litlu stelpuna mína í
leikskólann og er kominn heim
aftur um hálf tíu, tíu á morgnana.
Kennslan byrjar svo klukkan eitt.
Þessir þrír tímar þarna á milli
líða hratt og eitt lag tekur kannski