Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 15
Sælkeri vikunnar er Sigríður Kristjánsdóttir í Hnífsdal
Speghettiréttur Péturs og Litla syndin
Sælkeri vikunnar býður upp
á tvo rétti, spagettirétt Péturs
og ljúffengar súkkulaðikökur
sem bera nafnið Litla syndin.
Spagettiréttur Péturs
Fékk þessa samsetningu
fyrst í „konuboði“ hjá vinkonu
minni. Eiginmaður hennar sá
alfarið um mat og þjónustu í
þessu boði og kom með þennan
frábæra rétt sem ég hef oft not-
að síðan. Magn ákveðið í sam-
ræmi við fjölda. Fyrir 4 þarf til
viðmiðunar 1 fremur stórt beik-
onbréf og rúmlega 1/2 agúrku.
Það sem þarf er:
Spagetti (soðið skv. leið
beiningum á pakka)
Beikon (Ég set það inn í
eldhúsbréf í örbylgjuofn í
ca 4 mín þannig að það verði
stökkt - brotið eða skorið
smátt)
Agúrkur (Kjarninn tekinn úr,
afhýddar og skornar í frekar
þunnar sneiðar)
Paprikur (gular - skornar
smátt)
Rucola
Furuhnetur (eða sólkjarnafræ)
(léttsteikt á pönnu)
Parmesan ostur
Ólífuolía
Hvítlaukur (skorinn í fremur
stóra bita)
Allt borið fram í sér skálum.
Ólífuolía og hvítlaukur sett í
pott og haft á mjög lágum straumi
í ca. 10 mín. Má ekki brenna.
Þarf að vera nóg af olíu til að
flæði vel yfir hvítlaukinn. Ath.
að olían og hvítlaukurinn er notað
sem dressing þannig að ákveðið
magnið samkvæmt því.
Gestir fá sér sjálfir - gott að
setja spagetti fyrst á diskinn og
raða svo grænmetinu og furu-
hnetunum ofan á, dressinguna
yfir og enda á parmesan ostinum.
Líka fínt að hafa piparkvörn á
borðinu til að toppa diskinn. Úr
verður skemmtilegur kvöldmatur
þar sem gestirnir hafa að mestu
fyrir vinnunni.
Litla syndin
Þessari uppskrift stal ég ein-
faldlega á netinu og prófaði og
hún er svona bara rosalega fín
sem fljótlegur og góður eftirmat-
ur.
Það sem þarf er:
140 g smjör og meira til að
smyrja formin
140 g 70% Nóa Síríus
Súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur
60 g hveiti
Hitið ofninn í 220 gráður (ekki
nota blástur). Smyrjið 6 lítil
soufflé-form eða bolla vel með
smjöri ( Ef notuð eru annars
konar form er ráð að prófa að
baka eina synd til að bökunar-
tíminn passi örugglega.) Setjið
smjör og súkkulaði í pott og
bræðið við vægan hita. Takið af
hitanum um leið og smjörið er
bráðið og hrærið þar til súkku-
laðið er alveg bráðið. Þeytið egg
og eggjarauður í skál og setjið
svo flórsykurinn út í og þeytið
vel. Hellið súkkulaðiblöndunni
saman við og þeytið á meðan og
hrærið að lokum hveitinu saman
við. Skiptið deiginu jafnt í formin
(rúmlega 1 dl í hvert form) og
gætið þess að fylla þau ekki al-
veg. Setjið formin á plötu eða í
ofnskúffu og bakið kökurnar í
11-12 mínútur (án blásturs). Ef
deigið hefur verið geymt í kæli
þá er bökunartíminn 13-14 mín
(jafnvel 15 mín. ef það var í
formunum og í kæli). Takið
þær út og látið kólna í 3 mín-
útur.
Rennið hnífsblaði í kringum
kökurnar til að losa betur um
þær og hvolfið þeim á diska.
Sigtið e.t.v. svolítinn flórsykur
yfir og berið kökurnar fram t.d
með hindberja- eða vanillusósu
og e.t.v. berjum eða öðrum
ávöxtum. Gott að bera fram
með vanilluís.
Skora á Elsu Arnardóttur hjá
Fjölmenningarsetri til að vera
matgæðingur næstu viku.
Guðmunda Sjöfn Magnúsdótt-
ir ólst upp í Bolungarvík til saut-
ján ára aldurs en fluttist síðan á
Akranes. Í dag er hún útskrifaður
kjólahönnuður og hannar undir
merkinu Topi di Pelo (TdP de-
sign). Guðmunda Sjöfn er Íslend-
ingur vikunnar á vefnum press-
an.is en þrátt fyrir stuttan feril í
hönnun hafa vörur hennar fengið
mikil og góð viðbrögð. „Aðal
varan hjá okkur í dag eru brjósta-
gjafapeysur. Þær eru síðar flottar
hettupeysur þannig að maður
getur verið flottur og liðið vel að
gefa brjóst. Ég geri líka kjóla í
svipuðum stíl,“ segir Guðmunda
en hún gerir líka leggings, barna-
föt og fleira.
„Hugmyndirnar koma nú yfir-
leitt bara þegar ég er alveg að
sofna og ég reyni að muna þær.
Ég reyni að gera ekki margar
flíkur eins, styðst við sama snið
en þó mismunandi efni, eins og
bútabolirnir sem við Tinna Rós
höfum verið að gera. Við höfum
gert svoleiðis í hundraðatali og
enginn af þeim er þó eins,“ segir
Guðmunda Sjöfn. – kte@bb.is
Guðmunda Sjöfn Magnúsdóttir hönnuður.
Hönnuðir úr Bolungarvík áberandi
Hönnuður vekur athygli
Bolvíkingar eiga fulltrúa í ný-
útkominni bók, Nordic Design-
ers, þar sem fjallað er um 59
hönnuði á Norðurlöndum. Hér-
aðsvefurinn vikari.is greinir því
að Bolvíkingurinn og hönnuður-
inn Ólöf María Ólafsdóttir, sem
kallar sig Marý, sé til umfjöllunar
í bókinni. Marý er dóttir Ólafs
Ingva Ólafssonar og Ellu Dóru
Ólafsdóttir. Hún útskrifaðist sem
vöruhönnuður frá Listaháskóla
Íslands árið 2007 en ári seinna
flutti hún til Svíþjóðar þar sem
hún hefur unnið að hönnunar-
verkefnum sínum.
Í bókinni segir hún m.a. að
hún hafi alist upp í skapandi um-
hverfi en það hafi ekki legið beint
við að læra vöruhönnun því áður
hafði hún lagt stund á hárgreiðslu
og viðskipti. Hún segist aðallega
sækja innblásturinn í verk sín úr
umhverfinu og hversdagslífinu.
Henni þyki mikilvægt að hanna
vöru sem skipti fólk máli, hvort
sem varan sé nytsöm, falleg eða
komi á framfæri jákvæðum skila-
boðum.
Í bókinni eru sex blaðsíður
helgaðar fimm verkum eftir
Marý, sem nefnast Kúlan, Sam-
skot, Dyggðateppið, Ský og
Rignandi. – kte@bb.is
Ský er herðatré sem hægt
er að hengja á bindi, belti og
aðra aukahluti sem eiga það
til að týnast í skúffum.
Fiskikofinn hóf starfsemi við
Sundahöfnina á Ísafirði í síð-
ustu viku. Þar verða til sölu
ýmis konar léttir og fljótlegir
réttir. „Þetta hefur gengið fínt
en við vonumst til að traffíkin
aukist þegar bæjarbúar frétta
betur af okkur,“ segir Sigmund-
ur Helgason sem rekur Fiski-
kofann ásamt Hlyni Hreins-
syni. „Við ætlum að vera með
opið í hádeginu, þegar skemmti-
ferðaskip koma, eftir veðri og
bara þegar líf er í bænum. Við
ætlum að láta það svolítið ráð-
ast af eftirspurninni hverju sinni.“
Boðið verður upp á plokk-
fisk, pylsur og rækjuborgara
eins og margir Ísfirðingar
muna úr sjoppunni Vitanum
fyrir einhverjum árum síðan.
„Við verðum með lítinn skammt
af plokkfisk, sem er meira ætl-
aður sem smakkskammtur, og
svo stóran skammt sem er fyrir
þá sem eru að leita að fullri
máltíð,“ segir Sigmundur. Að-
spurður segir hann sumarið
leggjast vel í þá félaga. „Við
erum bara mjög spenntir fyrir
þessu verkefni.“
– thelma@bb.is
Plokkfiskur á höfninni
Hlynur Hreinsson og Sigmundur Helgason
halda um taumana í Fiskikofanum á Sundahöfn.