Bæjarins besta - 23.06.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,
kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ertu sátt(ur) við ís-
lensku þjóðkirkjuna?
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Ritstjórnargrein
Menningarsetur
Á 200 ára afmæli forsetans er tilvalið að hefjast handa við að rjúfa
einangrun Hrafnseyrar. Styttan á Austurvelli er góð til síns brúks á
afmælisdaginn. Ef við sem þjóð ætlum okkur á annað borð að heiðra
minningu Jóns Sigurðssonar með einum eða öðrum hætti á það að
gerast á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Þetta voru lokaorð leiðara BB daginn fyrir þjóðhátíðina þar sem
afmæli Jóns Sigurðssonar var minnst með einkar veglegum hætti á
fæðingarstað hans þar sem forsætisráðherra kynnti áform ríkisstjórn-
arinnar um skipulagsbreytingar á staðnum og að stofnað verði
Menningarsetur Jóns Sigurðssonar sem yfirtaki rekstur Hrafnseyrar
frá og með 1. janúar næstkomandi og þar með hlutverk Hrafnseyrar-
nendar. Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar,
kvaðst fagna þessari ákvörðun enda væri hún í samræmi við stefnu-
mótun nefndarinnar. Undir það skal tekið með Eiríki Finni að
ákvörðunin um Menningarsetur á Hrafnseyri er mikilsverð. Stjórn-
völd hafa með þessu ákveðið hefja Hrafnseyri til þess vegs og þeirr-
ar virðingar sem fæðingarstað Jóns Sigurðssonar ber að sýna. End-
urbæturnar sem gerðar hafa verið á staðnum og sýningin um ævi og
störf Jóns, eru fyrstu skerfin.
Tveimur dögum fyrir þjóðhátíð samþykkti Alþingi Íslendinga, á
sérstökum minningarfundi um Jón Sigurðsson, einróma að koma á
fót stöðu prófessors við Háskóla Íslands, tengdri nafni Jóns með
starfsskyldu við Háskólasetrið á Vestfjörðum. BB fagnar þessari
ákvörðun Alþingis í þeirri fullvissu að hún verði lyftistöng fyrir
Háskólasetrið og jafnframt liður í uppbyggingu margvíslegra
fræðistarfa og stuðningur við fyrirhugað Menningarsetur. Og það
skal sagt hreint út að hjáróma raddir fáeinna embættismanna menn-
ingarstofnana, sem virðast sjá ofsjónum yfir ákvörðun Alþingis og
hafa dregið dár að samþykktinni með einum og öðrum hætti og lýst
því yfir að þeim fjármunum sem til þessa þurfi væri betur varið til
annarra verka, koma ekki á óvart þótt ætla hefði mátt að slík þröng-
sýni tilheyrði liðinni tíð. En þessi afstaða kastar ekki rýrð á gleði
Vestfirðinga og verkefnin fram undan.
Eftirmáli
Og nú er bara að drífa sig í að koma fæðingarstað forsetans í
þjóðbraut. Rífa Hrafnseyri upp úr þeirri landfræðilegu einangrun
sem staðnum er búin við núverandi vegakerfi. Og gleymum ekki að
þær framkvæmdir eru liður í að tengja saman byggðir á norður- og
suðurhluta Vestfjarðakjálkans, sem er ein af megin forsendum
hugsanlegrar stóriðju á Vestfjörðum, hvers eðlis sem hún kann að
verða. Vestfirðingar þurfa á sínum eigin hringvegi að halda, eigi
þeir að ná vopum sínum. s.h.
Alls svöruðu 263.
Já sögðu 71 eða 27%
Nei sögðu 169 eða 64%
Hlutlausir voru 23 eða 9%
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Norðlæg eða breytileg
átt, 3-8 m/s. Skýjað að
mestu fyrir norðan en
dálítil væta um tíma, en
skúrir sunnan til, einkum
síðdegis. Hiti breytist lítið.
Horfur á laugardag:
Norðaustlæg átt, skýjað
með köflum og úrkomu-
lítið. Hiti 7-15 stig, hlýjast
S- og V-lands. Horfur á
sunnudag: Norðaustlæg
átt, skýjað með köflum og
úrkomulítið. Hiti 7-15 stig.
Rækjuvatn flæddi úr
holræsum á Eyrinni
Frárennslisvatn frá rækjuverk-
smiðjunni Kampa á Ísafirði
flæddi upp um holræsi við götur
í næsta nágrenni við verksmiðj-
unar á mánudag. Megn lykt var
af vatninu sem flæddi m.a. inn í
nokkur hús. „Ræsið var stíflað
af rækjuskel frá rækjuverksmiðj-
unni og því flæddi upp úr. Stíflan
var losuð og við vonum að þetta
gerist ekki aftur, en það er lítið
annað hægt að gera. Þeir hjá
Kampa hafa þó dregið mjög mik-
ið úr rækjuskelinni, svona í kring-
um 50%, og enn stendur til að
dregið verði meira úr því. Við
gerum ekki athugasemdir við
þetta á meðan þeir vinna að því
að bæta úr þessu,“ segir Jóhann
Birkir Helgason, sviðsstjóri um-
hverfis- og eignasviðs í Ísafjarð-
arbæ.
Jóhann Birkir segir að flætt
hafi í nokkra kjallara sem eru
neðarlega í húsum á svæðinu.
Starfsmenn Kampa urðu ekki
varir við þetta inni í verksmiðj-
unni en sáu hvað var á seyði er
þeir komu út og hringdu í starfs-
menn bæjarins til að koma og
bæta úr þessu. Aðspurður hvort
vandamálið sé ræsinu um að
kenna segir Jóhann svo ekki vera.
„Það virðist hafa farið það mikið
af rækjuskel í einu og því hefur
það stoppað í lögnunum. En þetta
stendur allt til bóta og við erum
bara í samstarfi með þetta við
Kampa á meðan.“
Gagnrýnisraddir hafa verið
uppi um að yfirfall rörsins sé of
hátt og lögnin sé of löng fyrir
svo lítinn halla og það geti því
skapað vanda. Aðspurður segist
Albert Haraldsson framleiðslu-
stjóri hjá Kampa ekki vera dóm-
bær á það. „Það þarf þó að setja
yfirfallsrör á fyrsta brunninn til
að tryggja að ekkert geti komist í
gegn. Við reynum að hreinsa alla
skel burt en það getur verið að
einhverjar agnir fari í brunninn.“
Líkt og Jóhann Birkir sagði
stendur til að magn rækjuskeljar-
innar sem fellur til við vinnsluna
verði minnkað enn. „Við erum
að fara að festa kaup á stöð svo
við getum unnið úr skelinni sjálfir
og vonandi verður þessi vandi úr
sögunni fljótlega.“
– thelma@bb.isEins og sjá má flæddi upp úr ræsunum af töluverðum krafti.
Vegna stíflunnar flæddi ofan í kjallara nokkurra húsa á svæðinu.