Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.2011, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 23.06.2011, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Stefán náði að haga því svo að hann vann í einn mánuð í senn um borð í togaranum og dvaldist hinn mánuðinn fyrir sunnan, þar sem hann lagði stund á nuddnám. „Ég ætlaði bara að nudda í frí- unum, en svo gekk þetta svo vel að ég komst varla út á sjó. Ég þurfti eiginlega að gera eitthvað í málinu og tók þá áhættu að sleppa besta plássinu á Júllanum og reyna það sem enginn hafði trú á. Ég sá fram á að það væri snið- ugt að opna stofu í bænum,“ segir Stefán sem festi þá kaup á hús- næðinu sem hýsir Stúdíóið enn þann dag í dag. „Þegar ég ákvað að kaupa það ætlaði ég bara að vera með nudd- stofu, en ég sá fram á að ég þyrfti að hafa eitthvað með. Svo ég flutti inn sjö tækjabekki sem tóku á öllum líkamanum. Þetta var eiginlega algert rugl, bekkirnir gerðu allt fyrir þig, hreyfðu mag- ann og bakið og alltsaman!,“ rifj- ar hann upp og hlær við. „Þetta gekk vel, en eftir sjö, átta mánuði kviknaði í stúdíóinu og það brann allt að innan. Mér var kennt um, sagður brennu- vargurinn af því að þetta var mjög líklega íkveikja. Hins vegar hafði gleymst að læsa húsinu þetta kvöld vegna misskilnings,“ segir Stefán frá. Hann fékk í kjölfarið taugaáfall og lenti á spítala. „Það- an fór ég í fangelsi og svo aftur upp á spítala. Menn héldu víst að þetta væri einhver leikaraskapur í mér!“ segir hann frá. „Ég var svo sýknaður af þessu. Ég var samt með lélegan lögfræð- ing, en þetta var ekki nokkurt vit. Ég tapaði svo miklu á þessu sjálfur að það var augljóst að ég hafði ekki nokkra ástæðu til að gera þetta!“ segir hann og brosir. Gott að þekkja fólkið Stefán segir rekstur Stúdíó Dan hafa gengið þokkalega í öll þau 24 ár sem hann hefur haft hann með höndum, þó að tapið sem bruninn hafði í för með sér hafi sett mikið strik í reikninginn. „Ég hef verið að reka tapið á undan mér allan tímann. Við konan mín höfum þess vegna alltaf unnið eins og skepnur. Vinnudagurinn minn er þannig að ég vakna kortér yfir fimm, nema á helgum, og vinn til átta á morgnanna í Stúdí- óinu en fer þá í Ráðgjafasetrið. Þar er ég svo frá átta til svona fimm eða sex, og fer svo aftur upp í stúdíó. Ég er búinn að vinna klukkan níu á kvöldin. Þá fer ég nú yfirleitt fljótlega að sofa. Mað- ur gerir ekkert mikið meira!“ segir hann og hlær. Fyrir fimm árum tók hann sig til og menntaði sig sem ráðgjafa, en ráðgjöfin er stór hluti af starfi hans í dag. „Ég ætlaði nú bara að einbeita mér að áfengisráðgjöf en svo atvikaðist þetta þannig að það kom fullt af fólki til mín sem hafði engin áfengisvandamál. Ég gef mig núna út fyrir að vera einstaklings-, hjóna- og pararáð- gjafi líka. Það hefur gefist mjög vel,“ segir Stefán, sem segir það kost að starfa í jafn litlum bæ og Ísafjarðarbæ. „Ég þekki alla og það er bara gott, ég nýt góðs af því! Hjá sál- fræðingi fara margir tímar bara í að kynnast fólki, en ég þekki það fyrir,“ segir hann brosandi. „Svo er það líka þannig að þó fólk hittist hér á biðstofunni veit eng- inn hvað hinn er að gera, það gæti verið að fara í nudd til mín, í ráðgjöf, í snyrtingu eða heilun,“ útskýrir hann. Að auki hafa Sólstafir aðstöðu á Ráðgjafa- og nuddsetrinu og halda þar fundi og hópfundi, en önnur dóttir Stefáns, Harpa, starf- ar með samtökunum. Einbeitir sér að nuddi og ráðgjöf Stefán hefur lengi haft áhuga á andlegum málefnum og var for- maður í JC- hreyfingunni og Sál- arrannsóknafélaginu á svæðinu til margra ára. „Svo ákvað ég bara að einbeita mér að einu, vera bara góður nuddari en fara ekki út í að vinna með heilun og reiki eða slíkt. Ég hef pælt mikið í því og tekið mörg stig í því flestu,“ útskýrir Stefán. „Ráðgjöfin átti bara að vera framhald af því sem ég var að gera fyrir SÁÁ-samtökin hérna, til að hjálpa fólki. Það er nú þann- ig að margir sem þurfa að fara í meðferð leita til mín, sennilega af því að ég hef aldrei farið í felur með að ég er óvirkur alkó- hólisti,“ segir Stefán. Eftir því sem Stefán hefur starfað meira við ráðgjöfina hefur hann fundið fyrir skorti á ýmsum gögnum og upplýsingum til að nota við hana. „Ég var búinn að skrifa niður punkta hjá mér og safna upplýsingum í tvö, þrjú ár og gaf svo út fyrstu bókina mína núna fyrir jólin. Það er bænabók, en töluvert öðruvísi en flestar að því leyti að Guð eða Jesú kemur hvergi fyrir,“ segir hann og bros- ir. „Í bókinni er morgunbæn og kvöldbæn fyrir hvern dag, svo gerir maður hvern dag upp á kvöldin og vikuna alla á laugar- degi. Bókin seldist nú bara upp á nokkrum dögum og ég hef fengið góð viðbrögð við henni. Ég sem ætlaði ekki að þora að gefa þetta út! Ég er nú þekktur af öðru en skrifum og bókaútgáfu,“ segir hann og brosir. „Ég hef síðan gefið út tvær bækur til viðbótar. Önnur er ólík bænabókinni að því leyti að þar er ekki beðið til neins æðri máttar, heldur farið með hvetjandi og styrkjandi tilvísanir til að takast á við daginn og meta að kvöldi hvernig til tókst. Loks er það Svarta bókin, nokkurs konar dag- bók, sem bara er ætluð sem með- ferðarbók,“ útskýrir Stefán. „Mér fannst vanta bók fyrir fólk sem er í ráðgjöf til að skrifa í á hverj- um degi. Það kemur svo með hana til ráðgjafa viku- eða hálfsmánaðarlega og þar er farið yfir hvern dag fyrir sig og málin krufin. Það má segja að hjálpar- bókin hafi nú þegar sannað sig og þeir sem hafa verið í ráðgjöf hjá mér hafa verið ánægðir með bókina,“ segir hann. Eignaðist son á gamals aldri Það er óhætt að segja að Stefán sé lífsglaður maður sem er óhræddur við að prófa nýja hluti. Það æðruleysi sem virðist ein- kenna hann hefur eflaust komið að góðum notum þegar upp úr kafinu kom fyrir nokkrum árum að hann ætti 35 ára gamlan son, sem árum saman hafði verið rangfeðraður. Aðspurður segir Stefán alla hlutaðeigandi hafa tekið vel á því máli. „Við Ingi Þór erum núna að reyna að hafa samband og mynda tengsl. Honum var tekið vel af allri fjölskyldunni minni - enda var hann náttúrulega getinn áður en ég gifti mig, sko, ég var ekki nema hálfgerður krakki! Við skulum hafa það eins og merk kona sagði: það er betra að það fjölgi en fækki,“ segir Stefán og brosir. Hann segist annars vera á góð- um stað í lífinu. „Ég er lífsglaður og hraustur mér líður vel og hef alltaf stundað líkamsrækt með mikilli ánægju. Ég hef líka gert allt sem mér dettur í hug hvað varðar ferðamennsku. Ég hef verið guide með Sigga Hafberg frá Flateyri á kajökum og farið marga túra í Jökulfirðina og í Arnarfjörðinn. Ég hef labbað Hornstrandir í mörg ár og verið guide þar líka, hjólað Svalvoga- veginn og eins hef ég hjólað upp á Straumnesfjall, gengið hinn svokallaða Laugaveg, sem er nú mjög ólíkt Hornstrandaferðum. Ég keppti líka á kajak í mörg ár og tók þátt í garpamótum á skíð- um og vann meira að segja bikar fyrir skvass!“ þylur Stefán upp. „Því segi ég það, ég hefði átt að vera á rítalíni,“ segir hann og hlær við. „Ég hef gert svo margt af því sem mig hefur langað til að gera,“ heldur hann svo áfram. „Kannski fer ég á skak og sjó- stöng þegar ég verð gamall, en mér líður vel á sjónum. Ég hef skipstjórnarréttindi á 30 tonna bát og eins er ég með vélavarða- réttindi en ég ákvað að skella mér í það á gamals aldri. Ég hef í gegnum tíðina málað mikið og teiknað og það mun verða mitt tómstundagaman þegar aldurinn færist yfir,“ segir Stefán. „Ég er hamingjusamur og tel mig ríkan að eiga yndislega konu og fjögur góð börn á lífi ásamt níu barnabörnum. Lífið er gott,“ bætir hann svo við - og það fá að vera lokaorðin. Ívan Breki Guðmundsson, 13 ára Ísfirðingur, gekkst undir siðfestu að hætti Ásatrúar- manna í Skatnavör í Arnardal á sunnudag. Ákvað hann sjálf- ur að siðir Ásatrúarmanna hent- uðu sér betur á meðan flestir jafnaldrar hans undirbjuggu fermingu. „Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum. Eins er hún hluti af sögu Ís- lendinga og mér fannst gildin sem hún kennir mjög góð og sönn,“ segir Ívan Breki. Hann undirbjó sig fyrir stóra daginn með því kynna sér Ásatrú og lesa Hávamál. Mest af efninu las Ívan Breki sjálfur með að- stoð Eyvindar Eiríkssonar Vestfjarðagoða í gegnum ver- aldarvefinn en hann er búsettur í Noregi yfir vetrartímann. „Maður þurfti að pæla mikið í þessu sjálfur og finna út hvað þetta þýðir fyrir mann sjálfan. Ég hef lesið líka mikið í norr- ænni goðafræði og finnst sög- urnar af goðunum mjög skemmti- legar.“ Ívan Breki heillaðist einmitt af Ásatrúnni upp er hann byrj- aði að lesa í bók sem fjallaði um goðin. Hann hafði þá reyndar nokkrum árum áður tekið þátt í brúðkaupi móður- systur sinnar sem var að heiðn- um sið. Síðan hann tók ákvörð- unina um að heiðra gildi heið- inna manna hefur hann sótt nokkur blót sem haldin hafa verið á Vestfjörðum og hyggst gera það áfram. Töluverður fjöldi vina og ættingja var viðstaddur athöfn- ina og var það mál manna að það hafi verið skemmtileg upp- lifun að vera þátttakandi í slíkri vígslu. Ekki skemmdi fyrir að dagurinn var bjartur og fagur. Siðfestan fór fram við fjöruborðið í blíðskapar- veðri í Arnardal. Á myndinni er Ívan Breki, Eyvindur Vestfjarðagoði og Anna Sigríður Ólafsdóttir sem aðstoðaði við athöfnina. Valdi Ásatrú fram yfir ferminguna Athöfnin fólst meðal annars í því að Ívan drakk af horni og færði dreypifórn til heiðurs góðra vætta.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.