Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna snjóflóða- varnargarða neðan Klifs á Patrekfirði Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. septem- ber 2011 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð. Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna snjóflóða- varnargarðs undir Klifi. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 16.desember 2011 til 3.febrúar 2012. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. febrúar 2012. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “aðalskipulag Vesturbyggðar”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Patreksfjörður, 14. desember 2011. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Patreksfjörður, 14. desember 2011. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Auglýsing um deiliskipulag Vesturbyggðar vegna snjóflóða- varnargarða neðan Klifs á Patrekfirði Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. sept- ember 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vesturbyggð. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulags vegna snjóflóðavarnargarðs undir Klifi. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Vesturbyggðar og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 16. desember 2011 til 3.febrúar 2012. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. febrúar 2012. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 63 eða á netfangið armann@vesturbyggd.is merkt “deiliskipulag Vestur- byggðar”. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Ofanflóðasjóður hefur gefið Framkvæmdasýslu ríkisins heim- ild til að hefja undirbúning út- boðs á hönnun varnargarðs neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Gert er ráð fyrir því að verkinu verði lokið á vordögum. Á bæjarráðsfundi var greint frá því að frummatsskýrsla hafi nú verið send Skipulagsstofnunar til yfirferðar og gert ráð fyrir að hún verði auglýst í þessum mán- uði. Jafnframt er stefnt að því að kynningarfundur fyrir íbúa Ísa- fjarðarbæjar verði haldinn þann 10. janúar á næsta ári. Íbúafund- ur í janúar Vestfirskir verktakar ehf., á Ísafirði kanna nú möguleika á að byggja fjórtán bílageymslur sunnan og neðan við Hlíf 2 á Torfnesi. Hermann Þorsteinsson, einn eigenda fyrirtækisins, hefur óskað eftir áliti umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar á fyrirhuguðum framkvæmdum, en samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er umrædd lóð ætluð til byggingar verkmenntahúss fyrir Mennta- skólann á Ísafirði. Umhverfisnefnd hefur óskað eftir afstöðu stjórnenda skólans við erindinu. Fjórtán bíla- geymslur? Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur samþykkt að hætta gjaldtöku og þjónustu við mat- jurtagarða í sveitarfélaginu þar sem ekki er talið hagkvæmt fyrir Ísafjarðarbæ að sjá um þann rekstur. Ísafjarðarbær hefur séð um útleigu matjurtargarða ofan Hlíðarvegar, í Tunguskógi og á Flateyri, og hefur bærinn m.a. séð um skráningu og eftirliti með görðunum og að þeir séu plægðir. Eftirspurn eftir görðum hefur verið mikil, að því er fram kemur í erindi sem Ralf Trylla, um- hverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, sendi umhverfisnefnd og hafa rúmlega 30 garðalönd hafa verið leigð út. Tekjur af görðunum hafa verið um 70 þúsund krónur en kostnaður er mun meiri en hann er á bilinu 1.500 kr. til 4.000 kr. á garð. Hætta þjón- ustu við mat- jurtargarða Ekki kemur til niðurskurðar Katrín Jakobsdóttir, mennta- málaráðherra, undirritaði fyrir stuttu samninga um starfsemi og þjónustu Háskólaseturs Vestfjarða, Háskólafélags Suð- urlands – Þekkingarnet á Suð- urlandi og Þekkingarsetur Vest- mannaeyja. Megin markmið samninganna er að bæta að- gengi íbúa að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþætt- ingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Setrunum er m.a. ætla að veita nemendum á fram- haldsskóla- og háskólastigi þjón- ustu með miðlun fjarfundakenn- slu, fjarprófahaldi og með því að halda úti les- og vinnuaðstöðu fyrir fjarnema. Jafnframt er þeim ætlað að þróa námsleiðir og/eða námskeið á háskólastigi í sam- starfi við háskóla, sérfræðinga og önnur þekkingarsetur á svæð- inu. Að sögn Peter Weiss, forstöðu- manns Háskólaseturs Vestfjarða, svipar samningurinn til fyrsta grunnsamningsins sem undirrit- aður var 2006 og var til fimm ára, en samningurinn sem undir- ritaður var nú er til þriggja ára og tryggir grunnrekstur Háskólaset- ursins sem fjarnámsmiðstöðvar. Grunnsamningurinn tekur ekki til fjármögnunar en er hún háð samþykki Alþingis hverju sinni. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið er með þessum samning- um að festa í sessi starfsemi þekkingarsetra á landsbyggðinni. Á grundvelli fjárframlaga til ólíkra setra er ábyrgð þeirra á starfseminni skilgreind þannig að hún fullnægja kröfum um fag- mennsku og gæði. Þá er unnið að gerð aukasamn- inga varðandi meistaranám og fleiri þætti sem koma að Há- skólasetrinu. „Fjárlaganefnd hefur nú í desember samþykkt að veita Háskólasetrinu sömu fjárupphæð í reksturinn og í fyrra. Því mun ekki koma til 11,6% niðurskurðar sem boð- aður var í upphafi fjárlagagerð- ar og erum við þakklát fyrir það. Fjárhagsstaða er þó eftir sem áður erfið, eins og víða annars staðar á landinu, en eng- in ástæða er til að örvænta. Nýi samningurinn breytir engu fyrir okkur í því samhengi,“ segir Peter.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.