Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Ásta María Sverrisdóttir, sími 824 0644, asta@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Ritstjórnargrein Jólakertið Þegar fyrstu tónar kirkjuklukknanna taka að hljóma á aðfangadag er sú hátíð gengin í garð, sem alla jafnan er beðið með mestri eftir- væntingu, ekki síst af barnanna hálfu, sem gjörn eru að tjá sig í söng um hver sé besti vinur þeirra. Fávíslegt karp fólks, sem telur sig í fullorðinna hópi, um hvenær (og hvar) börn megi fara með Faðirvorið, nær ekki til jólanna. Jólin eru margbrotin hátíð; á yfirborðinu sögð hátíð ljóss og frið- ar, hátíð fjölskyldunnar og barnanna öðru fremur; hátíðin sem valist hefur til gleðja nánustu ættingja og vini með gjöfum; gott mál með- an hófs er gætt. Því miður eru jólin þó ekki öllum tilhlökkunarefni. Margir kvíðir komu þeirra. Fyrir því kunna að vera margar og mis- jafnar ástæður. Stundum er sagt að vistaskiptin frá jarðvistinni séu það eina sem tryggt er að bíði hvers og eins, þótt tímasetningin sé óviss, sem mest hugsast getur. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og ekkert er sjálf- sagt í valtri veröld. Jólin og aðrar stórhátíðir koma og líða hjá, burt séð frá heilsufari, efnahag eða ástvinamissi hvers og eins. Sakir þess hve jólin eru tilfinningarík í hugum flestra verður þörfin fyrir sam- hjálp um hátíðina meiri, einkum þegar ábjátar. Geta má sér til um að afstöðu fólks til jólanna megi rekja til þess sem barninu var kennt í æsku; sem því var innrætt, eins og það er orðað í dag með neikvæðri merkingu. Mörg skáld hafa á fullorðins- árum tjáð sig með eftirminnilegum hætti um bernskujólin, hve ljós- lifandi þau voru í hugum þeirra. ,,Fullvel man ég fimmtíu ára sól, / fullvel meir en hálfrar aldar jól,/ man það fyrst, er sviptur allri sút / sat ég barn með rauðan vasa- klút,” Svo kemst Matthías Jochumsson að orði í upphafi kvæðis síns, Jólin 1891. Og ljóðinu lýkur skáldið svo: ,,Lát mig horfa á litlu kertin þín: / Ljósin gömlu sé ég þarna mín! / Ég er aftur jólaborðin við, / ég á enn minn gamla sálarfrið!“ Skólaskáldið, sem svo var kallað, Guðmundur Guðmundsson, yrkir um ,,Jólakertið“ hvernig hann missti sjónar á því, sjálfri vöggu- gjöfinni, í ólgusjó lífsins, þar sem gekk á ýmsu. Honum auðnaðist þó að finna það, og þar með eigið lífsgildi, þótt um síðir væri: ,,Og Guði sé lof, nú er ljósið kveikt / og ljómar við helgar tíðir; / þótt skar- ið sé lítið, lágt og veikt, / það lýsir mér heim um síðir!“ *** Í þeirri von að sem flestum takist að finna jólakertið, ljósið sem ber með sér frið og fögnuð jólanna, sendir Bæjarins besta lesendum sínum og viðskiptavinum, nær og fjær, kveðjur og hugheilar óskir um gleðilega hátíð. s.h. Helgarveðrið Horfur á Þorláksmessu: Ákveðin vestlæg átt með éljum, en úrkomulítið um austanvert landið. Frost víða 0-5 stig. Horfur á aðfangadag jóla: Hvöss suðaustanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Vestlægari og él síðdegis. Horfur á jóladag: Líkur á suðvestanátt með éljagangi, en úkomulaust austan- lands. Kólnar í veðri. Spurningin Hversu miklu eyðir þú í jólagjafir? Alls svöruðu 509. Undir 50 þús. sögðu 210 eða 41% 50-100 þús. sögðu 165 eða 32% Yfir 100 þús. sögðu 134 eða 27% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Hjónin Finnbjörn Birgis- son og Linda Björk Harðar- dóttir í Bolungarvík eru miklir listamenn í eldhúsinu og hafa undanfarin ár „byggt“ piparkökuhús sem eru líkön af vel þekktum byggingum á norðanverðum Vestfjörð- um. Í fyrra varð Félags- heimili Bolungarvíkur fyrir valinu en í ár er það Safna- húsið, sem einnig er þekkt sem Gamla sjúkrahúsið, á Ísafirði. „Eins og sjá má á með- fylgjandi mynd hafa þau Linda og Finnbjörn vandað til verksins og lagt mikið í „byggingarnar“ og eflaust verður Gamla sjúkrahúsið borðað með bestu lyst yfir hátíðarnar líkt og Félags- heimilið í fyrra,“ segir á vik- ari.is. Safnahúsið endurgert úr piparkökum Gómsæt eftirlíking af Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Mynd: vikari.is. Styrkir FabLab um 6 milljónir Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leggja fram þrjár milljónir króna til reksturs stafrænnar FabLab smiðju á Ísa- firði á næsta og þarnæsta ári. Framlagið er háð því að fleiri aðilar komi með framlög til rekst- ursins, að stofnframlög verði nægjanleg og að fyrir liggi áætlun um framvindu verkefnisins. Að því er segir í greinargerð bæjar- stjórnar er gert ráð fyrir að félag verði stofnað um reksturinn á næstu vikum. Búið er að afla fjár til reksturs húsnæðið, tækja og hráefnislagers fyrir um 20 millj- ónir króna. Eftir er að fjármagna starfsmann í 50-100% starf. FabLab er hátækni smíðastofa með einföldum stýribúnaði og hagkvæmum lausnum sem gerir fólki á öllum aldri með lágmarks tækniþekkingu, kleift að hanna og smíða eigin frumgerðir af öllu tagi. „Hugmyndafræði FabLab er að færa hátæknilausnir í iðnaði og hönnun til einstaklinga og smáfyrirtækja þannig að þau geti á einfaldan hátt komið hugmynd- um sínum um iðnframleiðslu í framkvæmd. FabLab smíðastofa er vel til þess fallin að efla ný- sköpun og þróun á litlum atvinnu- svæðum. FabLab stofu á Ísafirði mætti nýta til kennslu í hönnun og smíði við Menntaskólann á Ísafirði, sem og við grunnskólana á Ísafirði, Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Stofuna mætti einnig opna fyrir almenningi með skipulögðum hætti,“ segir í greinargerðinni. Í undirbúningshópi verkefnis- ins starfa fulltrúar frá Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða, Bol- ungarvíkurkaupstað, Fræðslu- miðstöð Vestfjarða, Ísafjarðar- bæ, Menntaskólanum á Ísafirði, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Pols Engineering og 3X Technology. Menntaskólinn og Nýsköpunar- miðstöðin óskuðu í október eftir aðkomu sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum að Fab Lab á Ísafirði. Þeir sem hafa heitið aðkomu að FabLab smiðjunni eru Menntaskólinn, Nýsköpunar- miðstöð, Vaxtarsamningur Vest- fjarða, menntamálaráðuneytið og Iðnaðarmannafélag Ísafjarðar. Fjórtán nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Tveir útskrifuðust sem vélaverðir smáskipa og þrír sem sjúkraliðar. Úr A námi vélstjórnar útskrifaðist einn nemandi og einnig útskrifaðist einn vélvirki. Sjö luku stúdentsprófi, einn af raungreinabraut og sex af félagsfræðibraut. Við athöfnina fór fram tónlistarflutningur þar sem skólakór MÍ kom meðal annars fram. Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari ávarpaði nemendur og Hreinn Þorkelsson áfanga- stjóri afhenti verðlaun fyrir góðan námsárangur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.