Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 26

Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Nýlega var heimildamyndin Stansað Dansað Öskrað frum- sýnd á Ísafirði. Myndin rekur sögu hljómsveitarinnar Grafíkur síðastliðin 30 ár. Um þessar mundir sendir hljómsveitin líka frá sér safndisk en eitt laganna, Bláir fuglar hefur gert það gott á vinsældarlista Rásar 2 að undan- förnu. BB spjallaði við Egil Örn Rafnsson sem hefur verið tromm- ari Grafíkur frá því að faðir hans, Rafn Jónsson féll frá árið 2004. Upptökur í Hnífsdal „Heimildarmyndin spannar feril sveitarinnar alveg 1981 til 2011. Það er farið vel yfir málin og þetta er skemmtileg saga. Það eru margir sem komu að þessari hljómsveit og það hafa orðið miklar mannabreytingar í henni í gegnum tíðina þótt kjarninn sé ennþá sami.“ Myndin sem er 80 mínútur hef- ur verið í vinnlu síðan 2004. „Allavega hugmyndavinnan en svo breyttist mikið á vinnsluferl- inu. Það er gaman að sjá mikið af þessu gamla myndefni bregða fyrir. Eins og til dæmis úr fé- lagsheimilinu í Hnífsdal þar sem fyrstu plöturnar voru teknar upp.“ Þeim sem misstu af myndinni í Ísafjarðarbíó er bent á að hún fylgir á DVD með safnplötunni sem Grafík er að gefa út. En er hljómsveitin ennþá til? „Já, hún hefur aldrei hætt formlega eða haldið lokatónleika eins og svo mörg bönd sem halda lokatón- leika einu sinni á ári.“ Jafnaldri hljómsveitarinnar Hljómsveitin Grafík er 30 ára gömul um þessar mundir og því nokkurnveginn jafn gömul Agli Erni. „Já, ég fæddist stuttu eftir að fyrsta platan kom út. Það má eiginlega segja að þessi hljóm- sveit sé uppeldisfélagi minn.“ Egill Örn tók svo við af föður sínum og settist við trommurnar árið 2004. „Það var á útgáfuaf- mæli plötunnar Get ég tekið séns. Pabbi skipulagði þá en féll svo frá. Þannig að þeir breyttust í að verða einhverskonar minningar- tónleikar og heiðursfögnuður, tónleikar sem erfitt er að setja puttann á en voru magnaðir. En ég hafði einhvernveginn alltaf vita að ég tæki við honum.“ - Eruð þið líkir trommarar? „Við erum meira líkir en ólíkir og þessvegna á ég nokkuð auð- velt með að kópera hann. Það eru ekki margir sem ná því en ég náttúrlega ólst upp með hann í eyrunum. Við þykjum báðir frekar öruggir trommarar, takt- fastir og kraftmiklir. Trommum með reisn,“ segir Egill Örn og hlær. „En svo get ég líka verið mjög ólíkur honum þegar ég er í öðrum verkefnum.“ London Egill Örn flutti til London í október síðastliðnum en áform hans röskuðust þegar hann axlar- brotnaði skömmu áður en hann fór út. „Ég var að leiðsegja ferða- mönnum á fjórhjóli og keyrði fram af hengju. Mér tókst að brjóta bringubeinið líka. En ég vona bara að ég jafni mig. Það er svolítið fyrir trommara að axlar- brotna eins og fyrir fótboltamann að ristarbrotna. Ég var búinn að fá eitt sex mánaða verkefni þarna úti en get lítið fylgt því eftir. Núna er ég því að vega og meta hvað ég geri, kannski maður fari bara í skóla. Ég hef alltaf búið hér á Íslandi og það var kominn tími til að prófa að flytjast út,“ segir Egill Örn að lokum. Ísfirskir fuglar

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.