Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 sem leysti þann hnút á endanum með ykkur og Bretunum á fundi í Osló. „Ég var nú ekkert sérlega hrif- inn af Norðmönnum. Þeir voru alltof mikið fyrir sjálfa sig. Und- antekning frá þessu var Knut Frydenlund sem var afskaplega vænn maður og góður vinur Ís- lendinga. Hann var hvatamaður að því að leysa deiluna á fundi sem haldinn var með Bretum í Osló en þar hittum við Anthony Crosland, utanríkisráðherra Bret- lands. Þá ríkti ekkert stjórnmála- samband á milli Íslands og Bret- lands.“ – Stjórnarandstaðan var ekki ánægð með þennan samning þegar þið komuð frá Osló. Þetta voru kallaðir svikasamningar. „Þegar við Einar Ágústsson komum til Osló í maí 1976 var fyrst farið á hótelið og síðan beint á staðinn þar sem viðræðurnar áttu að vera. Þegar við komum að þessum stað var þar hópur sem hafði myndað talkór. Hann lýsir því yfir að við séum komnir til Noregs til að gera svikasamn- inga og þess vegna geti hann ekki tekið á móti okkur. Ég á enn bréfið sem þeir fengu okkur. Við fengum mikið að heyra að við værum svikarar og landráðamenn.“ Fékk lífláts- hótun í símann „Nokkru eftir þetta sat ég einn heima við skrifborðið mitt. Sím- inn hringir og maður segir að hann ætli að koma og skjóta mig því ég sé landráðamaður og búinn að svíkja þjóðina. Ég sagði hon- um bara að koma en lét hann vita af því að ég væri með góða skammbyssu heima við: Ég skal ekki vera mjög lengi að skjóta þig, sagði ég við hann. Hins vegar hef ég aldrei skotið af byssu á ævinni, hvorki fyrr né síðar. En hann kom aldrei sá skratti. Maður var nú ekki par ánægður með menn sem tóku svona upp í sig. Við vorum ekki alltaf sam- mála, við Geir Hallgrímsson. Hins vegar vorum við alltaf sam- mála um það að við ætluðum að sigra í þessari styrjöld. Og við vorum algjörlega sammála þegar við slitum stjórnmálasambandi við Breta. Það má segja að Fram- sóknarmenn hafi staðið sig vel nema einn maður. Það var Ólafur Jóhannesson.“ – Ykkur varð ekki vel til vina? „Nei. Hins vegar fannst mér eiginkona Ólafs, sem hét Dóra Guðrún Magdalena Ásta Guð- bjartsdóttir, alltaf indæl kona. Við Einar Ágústsson vorum hins vegar miklir vinir og treystum hvor öðrum.“ Svívirðileg framkoma Óla Jó „Mér fannst framkoma Ólafs menn eigi ekki að ganga með flokksgleraugun á sér heldur frekar nota sín eigin. Þú hefur ekki alltaf verið þægur ljár í þúfu? „Ég einsetti mér það að vera alltaf hreinskilinn. Ég var afskap- lega hallur undir þá sem áttu erfitt í lífinu. Ég hugsa að ég hafi fengið það frá móður minni. Mér hefur alltaf leiðst fólk sem þykist vera eitthvað sem það er ekki. Hins vegar voru bæði í mínum flokki og öðrum ágætir menn. Eins og ég gekk nú oft hart fram við kratana í minni pólitík, þá tókust með okkur góð kynni, t.d. með okkur Birgi Finnssyni. Það var nú meðal annars vegna þess að Birgir átti svo góða konu, Arndísi Árnadóttur, sem var með mér í skóla. Það varð mikil vin- átta á milli okkar og við fórum saman í ferðalög bæði innanlands og utan. Birgir var ákaflega kurt- eis og alúðlegur maður. Það var líka alltaf mjög gott á milli mín og Björgvins Sighvatssonar.“ Hrefnukjöt sem breyttist í nautasteik Matthías var framkvæmda- stjóri Djúpbátsins frá 1942 til 1968. – Þú hefur náttúrlega kynnst öll- um í Djúpinu sem framkvæmda- stjóri Djúpbátsins? „Já, ég gerði það. Þetta var afskaplega lærdómsríkur tími. Ég tók við Djúpbátnum tæplega 21 árs. Það var oft erfitt að reka þetta en ég kynntist mörgum skemmti- legum mönnum og sögufróðum. Eftir stríðið komu oft amerísk- ar kennslukonur og fóru í ferðir með Djúpbátnum. Þeim fannst svo gaman að ferðast með bátn- um innan um mjólkurbrúsana og sjá karlana koma fram á litlum bátum. Þetta voru langar hring- ferðir. Eitt sinn var kona kokksins að leysa hann af. Hún var mjög dugleg að selja mat í hringferð- inni. Svo steikir hún hrefnukjöt með góðri brúnni sósu. Þá kemur ein þessara amerísku kvenna til hennar og vill fá að vita hvaða kjöt þetta sé. Það sé svo dökkt. Kona kokksins var nú ekki sleip í enskunni og eftir mikið handa- pat baular hún bara á konuna og segir hátt og snjallt muuuu. Þá borðuðu þær kjötið með bestu lyst.“ Erfið ár í þorskastríði – Þú hættir á þingi 1995. „Ég var þingmaður Vestfirð- inga í rúm 32 ár samfleytt.“ – Þú varst m.a. sjávarútvegs- ráðherra þegar landhelgin var færð út í 200 mílur og skrifaðir undir reglugerðina sem færði hana út 15. júlí 1975. „Það voru erfið ár. Ég var alltaf með tvö ráðuneyti.“ – Það gekk ansi mikið á í þessu síðasta þorskastríði, var það ekki? Svo var það norskur utan- ríkisráðherra, Knut Frydenlund, við Geir Hallgrímsson alveg sví- virðileg. Geir var hollur og góður Íslendingur. Ólafur var til dæmis eitt sinn í viðtali við Vísi og sagði, þegar hann var spurður um samstarfið í ríkisstjórninni, að honum dytti alltaf í hug saga af karli sem var heldur ófrýnilegur og með tóbakslög í skegginu sem lak niður í taumum. Þessi karl hafi verið þingmaður og haft það fyrir sið að kyssa kjósendur en fáir vildu þiggja. Hann sagði að stjórnarsamstarfið væri svona álíka. Á næsta ríkisstjórnarfundi kom ég síðastur, sem ég gerði nú eiginlega aldrei. Þá var þetta komið í Vísi og í útvarpinu. Ég segi við Ólaf: Ég þakka þér fyrir komplímentið sem við Sjálfstæð- ismenn fengum frá þér í Vísi. Þú líkir okkur við óþverralegan karl með tóbakið í skegginu og furðu- legt fyrirbæri í allri framkomu. Eitt sinn sagði Ólafur að það ætti ekki að færa lögsöguna út nema flytja um það frumvarp. En það var alltaf gert þannig að sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð. Þá segi ég: Hvað á svona að þýða? Þú varst í rík- isstjórn sem forsætisráðherra þegar landhelgin var síðast færð út og þá gerði sjávarútvegsráð- herra það með reglugerð. Hver er munurinn núna? Af hverju á að hætta því núna? Var í lagi að Lúðvík gerði það með 50 mílurn- ar en ekki ég sem er sjávarút- vegsráðherra núna? Ég tek því ekki með þökkum, ég ætla bara að láta þig vita það góði. Það mátti heyra saumnál detta á fund- inum og hann blóðroðnaði karl- inn. Hinir Framsóknarmennirnir þrír í ríkisstjórninni voru hins vegar ágætir menn.“ Þoldi ekki formanninn – Hvernig líst þér á pólitíkina núna? „Æ, drottinn minn dýri. Ég vil helst bara ekki tala um það. Ég held það sé ekkert stefnumál sem ríkisstjórnin hefur fjallað um þar sem hún hefur staðið við sína eigin stefnu. Þessi pottahljóm- sveit sem spilaði á Austurvelli var nú heldur ekki mikil fyrir- mynd.“ – Styðurðu ennþá þinn gamla flokk? „Já, ég hef alltaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn til bæjarstjórnar. En ég kaus hann ekki einu sinni. Það var nú út af því að ég þoldi ekki formann flokksins sem þá var. Það hefði verið æskilegt að hann hefði aldrei orðið formað- ur.“ – Hvers vegna segirðu það? Var það vegna þess hvernig menn Davíð Oddsson hafði í kringum sig? „Davíð leit þannig á sjálfan sig að það ætti að gera einungis það sem honum dytti í hug. Hins vegar væri aldrei neitt skynsam- legt sem öðrum dytti í hug. Hann fór auðvitað hræðilega með flokk- inn þegar hann gat ekki hugsað sér neinn annan sem forsætisráð- herra nema sjálfan sig og hraðaði sér úr borgarstjóraembættinu og skildi borgarfulltrúana eftir ósjálfbjarga því þeir voru eitt- hvað fjórir eða fimm sem vildu verða borgarstjórar. Innan þing- flokksins var hörmuleg staða því Davíð vissi ekki hvað það var að ná samkomulagi. Það varð bara að gera það sem hann vildi. Sam- ráð var ekki til í hans bókum. Bjarni Benediktsson hafði hins vegar mikið samráð við menn og einnig Geir Hallgrímsson.“ Reifst við Davíð á þingflokksfundum – Þið hafið ekki átt skap saman þið Davíð. „Nei, ég held við höfum rifist á flestum þingflokksfundum. Annars fannst mér yfirleitt gott andrúmsloft innan þingflokksins. Þar voru margir ágætismenn sem gaman var að vinna með.“ – Þú hefðir heldur viljað hafa Þorstein Pálsson áfram? „Ég sá enga ástæðu til að fella hann.“ – Er eitthvað sem þú manst sér- staklega eftir sem þú ert ánægð- ur með að hafa tekið þátt í? „Ég held nú að þar beri hæst útfærslan í 200 mílur. Ég held að það hafi verið mikilvægasta ákvörðunin sem ég tók á mínum stjórnmálaferli og hún var af- skaplega farsæl fyrir þjóðina eins og allir vita núna. Það er auðvitað rangt að segja það að allir hafi verið sammála um þá framkvæmd. Kommarnir voru afskaplega fýldir til dæmis. Þeir gerðu mikið úr því að það væri ekki til neinna hagsbóta að færa þetta út. Þeir þola aldrei ef eitthvað tekst vel. Svo fannst mér gaman að vinna að heilbrigðismálunum en ég varð einnig heilbrigðisráðherra 1974. Geir Hallgrímsson hringdi þá í mig og bauð mér að taka heilbrigðisráðuneytið líka en þá var ákveðið að ég yrði sjávarút- vegsráðherra. Ég sagðist hafa nóg á minni könnu með sjávarútvegs- málin. Samtalið endaði þannig að Geir sagðist skyldu hringja í mig klukkan átta morguninn eftir. Kristín kona mín lagði hart að mér að þiggja boðið og sagði: Þú átt ekki alltaf að vera að hugsa um þennan fisk, það er kominn tími til að þú farir að hugsa um fólkið í landinu og kynna þér málefni þess. Dóttir mín ráðlagði mér líka að taka starfinu. Þannig að þegar Geir hringdi um morguninn ákvað ég að að þiggja ráðherraembætt- ið. Ég er afskaplega feginn að ég gerði það og ég held að það hafi verið ein skynsamlegasta ákvörð- un sem ég tók á mínum stjórn- málaferli þótt aðrir tækju nú ákvörðunina fyrir mig.“ – Bjarni Brynjólfsson. Yrsa fé Yrsa Sigurðardóttir rithöf- undur fékk á fimmtudag afhenta Tindabikkjuna, verðlaun sem Glæpafélag Vestfjarða veitir fyrir bestu glæpasöguna. Verðlaunin fær hún fyrir nýjustu bók sína, Brakið. Er þetta annað árið í röð sem Yrsa hreppirTindabikkjuna en hún hlaut hana fyrir bókina Ég man þig þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra. „Það er enginn glæpur í því að Yrsa hafi fengið verðlaunin öðru sinni. Allir félagar í Glæpafélaginu voru sammála um að hún væri óum- deilanlega með bestu söguna og hún var sú eina sem fékk fullt hús stiga,“ segir Elfar Logi Hann- esson úr Glæpafélaginu. Hann segir því lítinn vafa hafa verið um sigurvegarann á árleg- um fundi félagsins. „Þetta er al- gjörlega mergjuð bók og Yrsa var svo kát með þetta að hún ákvað að fljúga vestur og taka við verðlaununum í eigin per- sónu.“ Önundur Jónsson, yfir- lögregluþjónn á Ísafirði afhenti Yrsu verðlaunin sem er listgripur, hannaður og gerður af Matthildi Helgadóttur Jónudóttur, og kíló af tindabikkju auk ljósmynda- bókarinnar Sjómannslífs eftir Eyþór Jóvinsson og þjóðlegrar hljóðbókar frá Kómedíuleik- húsinu. Að lokinni verðlaunaafhend- ingu las Yrsa upp úr verðlauna- bókinni fyrir viðstadda. „Þetta var verulega vel heppnað kvöld, það var fullt hús og glæpsamlega góð stemmning,“ segir Elfar Logi. Í tilefni af verðlaunaafhending- unni var efnt til spurningakeppni sem nefnd var Dreptu betur. „Keppnin var æsispennandi en spurt var um ýmsar glæpasögur,

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.