Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 22.12.2011, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 Kristalsjávarsalt sem framleitt er í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp mun fást í verslunum á Vestfjörð- um í þessari viku. Eins og er fæst það eingöngu í Melabúðinni og Búrinu undir nafninu Saltverk Reykjaness. Þrír 27 ára frum- kvöðlar hafa sett saltið á markað en það framleiða þeir á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Í Fréttablaðinu segir að erfiðar að- stæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því salt- ararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson í samtali við Fréttablaðið en hann er einn þriggja frumkvöðla sem í síðustu viku kynntu afurð sína í versl- unum í fyrsta sinn. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en ný- sköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjáv- arsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörg- um heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersrit- gerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarn- ir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reyk- janesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt salt- framleiðsla á staðnum. „Við fór- um kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á stað- setningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum af- skaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindran- irnar hafa verið þó nokkrar, Garð- ar brenndist illa á fæti og stál- pannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna há- gæðavöru. Vörumerki fyrirtækis- ins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. – thelma@bb.is Saltverk Reykjaness er nú fáanlegt í verslunum eftir þó nokkrar hindranir. Mynd: saltverk.tumblr.com/. Vestfirskt kristalsjávarsalt komið í verslanir í Reykjavík Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar afgreidd með 40 milljóna afgangi Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæj- ar fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Gert er ráð fyrir því að samstæða Ísafjarðarbæjar verði rekin með um 40 milljóna króna afgangi þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að afkoma Fasteigna Ísafjarðarbæjar og þjónusturýma aldraða verði samanlagt neikvæð um 100 milljónir króna. Áætlað veltufé frá rekstri, sem er það fé sem eftir er til að greiða af lánum og nýta til fjárfestinga, er um 375 milljónir sem er um 40 millj- ónir umfram afborganir skulda. Skuldastaða samstæðu Ísafjarð- arbæjar er áætluð í árslok 2011 um 173% af ársveltu en ef skuldir Fasteigna Ísafjarðarbæjar eru teknar út fyrir sviga er hlutfallið um 135% sem er vel viðunandi. Gert er ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður um 200 milljónir og að fjárfest verði fyrir um 200 milljónir. Almennt hækka gjaldskrár um 5%, en þó eru leikskólagjöld og fasteignaskattar undanskyldir. Þó hefur verið gerð sú breyting á að 4 klukkustunda fimm ára afslátt- ur í leikskólum verður felldur niður. Leikskólagjöld hafa nú verið óbreytt í tvö ár. Fasteigna- gjöld hafa verið hækkuð 0,45% í 0,65% en vatnsgjald og holræsa- gjald hafa verið lækkuð sem því nemur svo gjöld húseigenda ættu að verða óbreytt. Verulega á að draga úr launa- kostnaði bæjarins eða um rúmar 100 milljónir á milli ára. Það verður fyrst og fremst gert með því að draga úr yfirvinnu en einnig er gert ráð fyrir að um 10 færri stöðugildi verði hjá sveitar- félaginu á árinu 2012 en voru á þessu ári. Það verður gert með því að draga úr ráðningum eins og hægt er þegar starfsfólk lætur af störfum. Helstu fjárfestingar bæjarins á næsta ári verða bygging hjúkr- unarheimilis og gerð ofanflóða- mannvirkja. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.