Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Side 12

Bæjarins besta - 10.01.2013, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 Kristinn til liðs við Dögun Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður gekk í stjórnmálasamtökin Dögun um áramótinu. Hann segir málefnaundirbúning kominn töluvert langt á leið og líst vel á það sem komið er. Þá er hann að tala um sjávarútvegs- málin, byggðamálin og breyt- ingar á stjórnskipan landsins. Efnahagsmálin eru enn í vinnslu. „Það er ófrágengið að ljúka efnahagsmálunum og ég ákvað að ganga þarna inn á þessum tímapunkti til að koma að því að móta það því framboð sem ætlar að ná ár- angri verður að hafa raunhæfa áætlun í efnahagsmálum,“ segir Kristinn. Kristinn segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir Dögun í næstu kosningum. „Það kemur í ljós hvað verður í þeim efnum. Það fer auðvitað eftir því hvernig til tekst með stefnu- málin. Ég er samt nokkuð bjartsýnn og líst nokkuð vel á það sem komið er en ég bíð eftir endanlegri útkomu í stefnumálum,“ segir Kristinn um hvort hann stefni á framboð fyrir stjórnmálasamtökin. Ef af verður, mun hann bjóða sig fram í 1. sæti í Norðvestur- kjördæmi. Ef Kristinn býður sig fram verður þetta í sjöunda sinn sem hann verður í fram- boði. Hann hefur áður boðið sig fram fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn og Frjáls- lynda flokkinn. „Þetta yrði fjórði flokkurinn. Stundum er það þannig með þessa flokka að þeir eiga það til að skipta um eðli og áherslur. Sami flokkurinn getur verið búinn að ganga í gegnum sjálfan sig tvisvar til þrisvar eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa gert. Síðan er maður sjálfur alltaf með sömu áherslumálin,“ segir Kristinn. Ástæðan fyrir því að Kristinn er kominn til Dögunar nú er sú sama og fékk hann til að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn árið 1998, þ.e. stefnumálin. „Dögun er eina stjórnmálaaflið sem hefur sett fram hugmyndir um þessi mál sem mér líst á. Dögun hefur alla burði til að láta að sér kveða sem stjórn- málaafl. Þetta snýst um stefnu- málin og ef efnahagsmálin gang vel mun þetta virka. Það er vandfundið stjórnmálaafl sem vill taka á stórum málum eins og sjávarútvegsmálum og bera ábyrgð á atvinnu-, byggða- og efnahagsmálum. Byggðamálin eru hornreka í stjórnmálum í dag,“ segir Kristinn og sem fyrr eru hans helstu áherslur á byggðamálin og atvinnumálin þar sem sjáv- arútvegsmálin vega lang þyngst að hans sögn og þá sérstaklega sjávarútvegslöggjöfin. „Við höfum lengi búið við vont kerfi sem hefur dregið þróttinn úr áður blómlegum að staðirnir næst miðunum hagnast á því og blómstri. Það myndu Vestfirðir gera ef löggjöfin væri þannig,“ segir Kristinn og er ekki hrifinn af sjávarútvegsstefnu stjórnar- innar í dag þar sem hún ætlar ekki að breyta kvótaúthlut- uninni heldur festa hana í sessi sem yrði dauðadómur fyrir mörg sjávarpláss. Þó finnst honum eðlilegt að innheimta gjald fyrir veið- arnar og útgerðamenn hafi ákveðið veiðigjald fyrir mörgum árum. „Aðferðirnar í að reikna út veiðigjaldið eru samt mjög umdeilanlegar og umdeildar. Átökin í þessu máli eru hörð því þetta eru svo miklir peningar. Venju- legir borgarar geta auðgast mjög mikið ef þeir hafa öðlast kvóta á réttum tíma og geta þá selt hann og sest í helgan stein,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. – hordur@bb.is byggðum sem geta orðið það aftur ef löggjöfin verður eðlileg. Ég vill sjá það gerast. Það þarf að laga þetta þannig Kristinn H. Gunnarsson. Forréttindi að búa í Ísafjarðarbæ „Reksturinn gekk mjög vel og var í raun alger viðsnúningur frá fyrri árum. Framlegðin er um 250 milljónum króna betri en á árinu 2011. Það hefur gert það að verkum að við gátum lækkað gjaldskrár og gefið aðeins í við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013,“ segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að- spurður um rekstur sveitarfélags- ins á nýliðnu ári. Aðspurður um hvað standi upp úr á árinu sam- félagslega segir Daníel það vera mannlífið í bænum. „Við megum hinsvegar skoða það að vera ekki eins dómhörð og neikvæð. Það eru forréttindi að búa í Ísafjarðarbæ og tæki- færin eru endalaus. Það þarf bara að nýta þau og takast á við við- fangsefni af opnum huga,“ segir Daníel, sem er einnig ánægður með góðan starfsanda hjá Ísa- fjarðarbæ. „Stjórnunarlega séð finnst mér jákvæðast hvað starfs- fólk bæjarins hefur verið jákvætt og er tilbúið að takast á við það að bæta reksturinn,“ segir Daníel, en margir stjórnendur hjá sveitar- félaginu hafa orðið að taka á sig launalækkun. „Hjá Ísafjarðarbæ er margt mjög hæft starfsfólk.“ Stærstu framkvæmdir sveitar- félagsins á árinu voru við hjúkr- unarheimilið, við gerð snjóflóða- varnargarða og á höfninni. Daníel segir það mjög jákvætt að náðst hafi samkomulag við Olíudreif- ingu um flutning olíubirgðastöð- var, en við næstu áramót er mögu- leiki á því að allir olíutankar verði farnir úr miðbænum og losni þá spennandi lóðir fyrir uppbygg- ingu. „En ég verð líka að segja að það hefur valdið mér von- brigðum hversu erfið samskiptin hafa verið við velferðarráðuneyt- ið við hönnun hjúkrunarheimilis- ins. Þar hefur allt verið stopp frá því í júní en vonandi tefjast fram- kvæmdir þar ekki frekar,“ segir Daníel. Markmið sveitarfélagsins fyrir næstu ár segir Daníel felast fyrst og fremst í góðum rekstri. „Það er náttúrulega bæjarstjórn sem setur stefnuna og mitt að fylgja henni eftir. En í mínum huga er mikilvægast fyrir bæjarbúa að Ísafjarðarbær sé vel rekinn. Ég skil vel að mörgum finnist leið- inlegt að ræða niðurskurð en í mínum huga er ekki hægt að sækja fram ef reksturinn er ekki í lagi. Þá verður þetta endalaus vörn.“ Mikið verður um framkvæmd- ir í Ísafjarðarbæ á næstu árum, og áfram verða framkvæmdir við hjúkrunarheimili, ofanflóðavarn- ir, flutning olíubirgðastöðva og fleiri stór verkefni. „Viðhaldsfé bæjarins er mun meira en árið á undan þannig að margar götur verða malbikaðar og útlit bæjar- ins vonandi bætt enn frekar. Einn- ig má nefna að framundan eru stór verkefni hjá einkaaðlilum s.s. bygging nýrrar aðveitustöðv- ar og varaaflstöðvar hjá Orkubú- inu,“ segir Daníel.Daníel Jakobsson.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.