Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 24.01.2013, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 „Rafmagnið er okkur mjög mikilvægt, það kostar okkur stórar fjárhæðir þótt rafmagnið slái ekki út nema í 10 mínútur. Rafmagnsleysi veldur einnig skemmdum á vélum. Við erum með mikið af sjálfvirkum, tölvu- stýrðum vélum sem hafa orðið fyrir skemmdum vegna flökts á rafmagni og einnig þegar raf- magnið dettur út,“ segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði, en fyrir- tækið er einn af stærstu raforku- notendum Vestfjarða og er al- gjörlega rafmagnsháð fyrirtæki. 3X Technology sérhæfir sig í vél- um til matvælaframleiðslu víða um heim. Þegar rafmagn fer af getur tek- ið allt að þrjár til fjórar klukku- stundir að koma framleiðslunni aftur í gang. 3X Technology veltir um 90 milljónum króna á mánuði eða 3.750 þúsund krónum á dag, miðað við 24 vinnudaga í hverj- um mánuði. Ef hátt í hálfur vinnu- dagur fer í að endurræsa vélar og koma vinnslunni í gang á ný eftir að rafmagn fer af, kostar það fyrirtækið stórar fjárhæðir. Kostn- aðurinn getur orðið enn meiri og tafirnar lengri ef tæki skemmast. Margir starfsmenn fyrirtækisins eru háðir tölvum við vinnu sína og ef rafmagn fer af, er ekkert annað hægt að gera en að loka framleiðslunni og senda alla starfsmennina heim. „Við búum á mjög erfiðu svæði veðurfarslega og ef við viljum hafa svona fyrirtæki sem eru háð raforku á svæðinu, verður að búa þannig um hnútana að öryggi raf- magns sé tryggt. Grípa þarf til aðgerða sem tryggja afhendingu á rafmagni eða hreinlega gefa það út að ekki sé gert ráð fyrir að þannig fyrirtæki séu starfrækt hér. Ég er samt bjartsýnn á að menn bretti upp ermar og geri eitthvað í málunum,“ segir Jó- hann og tekur fram að fyrirtækið lendi í vandræðum með að skila vörum á réttum tíma þegar vegir lokast vegna ófærðar. Fyrirtækið hefur gert ráðstaf- anir til að takast á við rafmagns- leysi og fer eftir verkferlum sem eru vottaðir af vinnuverndaryfir- völdum til að lágmarka hættu sem getur skapast við þær að- stæður. Neyðarlýsing hefur verið sett upp í fyrirtækinu til að tryggja öryggi starfsmanna en hætta get- ur skapast þegar menn sjá ekki handa sinna skil. Menn geta rekist á hættulega málma og fleira sem óhjákvæmilega er á gólfum í framleiðslurými fyrirtækisins. Jóhann vill ekki gagnrýna neinn og segir að fyrirtækið hafi sloppið ótrúlega vel í rafmagnsleysinu um áramótin. Það hafi ekki verið mikil framleiðsla í gangi yfir há- tíðarnar. Mikilvægast fyrir alla aðila er að standa saman og finna sameiginlega lausn á málinu. Það er vitað að válynd veður koma og þá skiptir varaaflið gríðarlegu máli. Það stóð ekki undir nafni um áramótin að sögn Jóhanns sem hvetur alla aðila til að skoða sína verkferla og skipulag til að tryggja að rafmagn sé alltaf til staðar. Rafmagnsleysi veldur tjóni hjá 3X Hin 16 ára gamla Eva Margrét Kristjánsdóttir var á sunnudag útnefnd Íþróttamaður Ísafjarðar- bæjar árið 2012 við hátíðlega at- höfn í Stjórnsýsluhúsinu á Ísa- firði. Eva Margrét spilar körfu- bolta með KFÍ, en hún hefur síð- astliðin tvö ár verið lykilmaður í meistaraflokki liðsins, þrátt fyrir ungan aldur. Á síðasta ári lék hún einnig fimm leiki með U-16 ára landsliði Íslands og mun taka þátt í verkefnum landsliðsins í sumar. „Eva Margrét er afreks- íþróttamaður sem leggur mikinn metnað í æfingar og keppni, sem hefur nú þegar skilað henni í fremstu röð í kvennakörfunni á Íslandi,“ sagði Margrét Halldórs- dóttir sviðsstjóra skóla- og tóm- stundasviðs Ísafjarðarbæjar við afhendingu viðurkenningarinnar. Athöfnin hófst á ávarpi Margrétar Halldórsdóttur og annáli Krist- jáns Óskars Ásvaldssonar for- manns íþrótta- og tómstunda- nefndar Ísafjarðarbæjar. Í ræðu sinni fór Kristján yfir árangur íþróttafélaga og einstaklinga í íþróttum á síðasta ári. „Er það aðdáunarvert og umhugsunar- efni, að í ekki stærri bæjarfélagi, þar sem íþróttamenn þurfa að oft að sækja keppnir um langan veg, skulum við státa af frambærilegu íþróttafólki á öllum helstu íþrótta- mótum Íslands,“ sagði Kristján. Gísli Halldór Halldórsson for- seti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar tilkynnti loks um valið á íþrótta- manni Ísafjarðarbæjar 2012, og veitti Evu viðurkenninguna. Í að- faraorðum sínum sagði Gísli það sérstaklega ánægjulegt að kona yrði fyrir valinu, enda hafi mikið verið ritað og rætt um brottfall kvenna úr íþróttum. Auk Evu fengu sjö aðrir íþrótta- menn úr Ísafjarðarbæ viðurkenn- ingar sem íþróttamenn ársins í sinni íþrótt, og voru þeir að sama skapi tilnefndir til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar. Anton Helgi Guðjónsson úr Golfklúbbi Ísa- fjarðar var valinn kylfingur árs- ins, en Anton var eini kylfingur- inn úr GÍ sem tók þátt í Íslands- mótinu í höggleik. Birkir Örn Stefánsson var valinn glímu- maður ársins, en hann var Ís- lands- og bikarmeistari í sínum aldursflokki árið 2011. Hann var útnefndur efnilegasti glímumað- ur á Íslandi árið 2012 af Glímu- sambandi Íslands. Guðný Birna Sigurðardóttir úr Sundfélaginu Vestra hlaut út- nefninguna sundkona ársins, en hún keppti m.a. á unglingamóti Fjölnis í desember og hafnaði í efstu fimm sætunum í öllum sín- um sundum. Á mótinu var efni- legasta sundfólk landsins saman komið. Ívar Már Valsson úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar var valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu, en hann keppti fyrir SÍ á Íslandsmeistaramótinu í enskum riffli á vordögum og varð Íslandsmeistari í sínum flokki. Katrín Þorsteinsdóttir er íþrótta- maður ársins hjá Íþróttafélaginu Ívari, en hún hefur æft og keppt í sundi hjá félaginu frá 8 ára aldri. Hún keppti í innanfélagsmótum og á Íslandsmeistaramótum fatl- aðra bæði í mars og nóvember á þessu ári og stóð hún á verðlauna- palli í öll skiptin. Sigurgeir Sveinn Gíslason var valinn knatt- spyrnumaður ársins, en hann leikur knattspyrnu með 1. deild- arliði BÍ/Bolungarvíkur. Sigur- geir spilaði 21 leik með liðinu í 1. deildinni síðastliðið sumar, og alla leiki liðsins í bikarkeppni KSÍ. Loks var Thelma Rut Jó- hannsdóttir valin skíðakona árs- ins, en hún keppir fyrir hönd Skíðafélags Ísfirðinga. Hún vann þrisvar til gullverðlauna á síðasta ári og er í unglingalandsliðis Skíðasambands Íslands. Thelma var útnefnd Íþróttamaður Ísa- fjarðarbæjar árið 2011. Eva Margrét kjörinn íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar 2012 Eva Margrét ásamt Gísla Halldóri Halldórssyni forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.