Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Side 10

Bæjarins besta - 24.01.2013, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Eldgos sameinar þjóðina Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Auglýsingasími Bæjarins besta og bb.is er 456 4560 smáar Til leigu er 3ja herb. íbúð á 3ju hæð í Stórholti. Upplýsingar í síma 892 5054. Til sölu er eldhúsinnrétting með uppvöskunarvél og tvöföldum vaski á kr. 60.000. Einnig skrif- borð með efri hillu og skáp á kr. 40.000. Uppl. í síma 866 4642. LeiklistarforkólfurVestfjarða „Það er gott að vinna og skapa fyrir vestan og ég hef langan sól- arhring. Listin er erfið og það er alveg eðlilegt að fólk spyrji sig þegar sett er upp leikrit, hvort ekki sé nóg að fá inn miðasöluna. En það kostar mikið til að þetta virki vel. Mörg fyrirtæki eru einnig dugleg að styrkja,“ segir Elfar Logi Hannesson, atvinnu- leikari og forkólfur í listalífinu á Vestfjörðum. Félög sem hann hefur stofnað eða er í forsvari fyrir, fengu sex verkefnastyrki frá Menningaráði Vestfjarða á síðasta ári að fjárhæð 4,5 millj- ónir króna. Elfar Logi er að von- um ánægður með styrkina og þakklátur. Hæsti styrkurinn, ein milljón króna, rann til leiklistarhátíðar- innar Act Alone, árlegrar ein- leikahátíðar sem haldin er á Suð- ureyri. Hátíðin var fyrst haldin á Ísafirði árið 2004 en var færð yfir á Suðureyri árið 2011 og verður þar áfram að sögn Elfars Loga. Hann er stofnandi hátíðar- innar þar sem fram koma ýmsir leikarar víðs vegar að og flytja rjómann af þeim einleikjum sem verkefnið „List á Vestfjörðum 2012“ en þar á Elfar Logi sæti í stjórn. Félagið gefur út tímarit sem kynnir vestfirska listamenn og er sent inn á hvert heimili á Vestfjörðum. „Ég er bara eitt lítið peð þótt manni detti ýmislegt í hug. Maður gerir bara ekkert einn. Ég er bara leikari,“ segir Elfar Logi sem augljóslega er brautryðjandi fyrir leiklist og fleiri greinar á Vest- fjörðum. Ekki skortir hann hug- myndir og virðist koma sumum þeirra á fjalirnar. „Miðasalan dugir ekki langt til að standa undir kostnaði af sýningum, það vita nú allir sem haldið hafa tóneika eða leiksýningu. Stundum gengur vel eða illa, maður veit aldrei hvernig gengur. Ljós og perur, leikmynd, húsaleiga á æfinga- húsnæði, kaffi á æfingum og annað týnist saman,“ segir Elfar Logi. Menn setja sjálfan sig alltaf síðast í röðina og enda oft á að geta ekki haft af þessu há laun til að framfleyta fjölskyldunni að sögn Elfars en styrkirnir hljóta að koma til góða fyrir listalífið sem væri töluvert fátæklegra ef ekki væri fyrir Menningarráð Vestfjarða. „Ég vil ekkert segja nema takk fyrir mig og fyrir að hafa haft trú á mér og mínum vitleysum og hugmyndum. Þetta er æðislegt og ég hefði aldrei getað þetta nema út af þessu, eins og Act Alone sem er risastórt dæmi sem hleður utan á sig og er orðið eitt flottasta menningarfyrirbærið á landsbyggðinni,“ segir Elfar. fluttir hafa verið í heiminum. „Þetta hefur hlaðið upp á sig og er stjórnlaust. Það eru mjög margir einleikir sýndir frá fimm- tudegi til sunnudags og er frítt inn á þá alla. Það hafa verið haldn- ar yfir 100 leiksýningar á hátíð- inni,“ segir Elfar Logi. Hátíðin ræður til sín atvinnufólk á öllum sviðum og allt í kringum hátíðina er mjög fagmannlegt að sögn Elf- ars Loga. Vestfirska skemmtifélagið fékk 800 þúsund króna styrk frá Menningarráði Vestfjarða til að setja upp söngleikinn Hrafna flóka. Um er að ræða frumsamið verk eftir Elfar Loga þar sem tón- listin er eftir Guðmund Hjaltason tónlistarmann. Krakkar og ungl- ingar eru fengnir til að leika í sýningunni. Í dag standa yfir æf- ingar með níu ungum leikurum en mikil aðsókn var í áheyrnar- prufurnar. Kómedíuleikhúsið fékk einnig 800 þúsund króna styrk frá Menningaráði til að setja upp leikverkið „Sálin hans Muggs míns“. „Þetta er eina atvinnu- leikhúsið á Vestfjörðum og væri ekki til ef ekki væri fyrir Menn- ingarráð Vestfjarða,“ segir Elfar Logi, sem samdi verkið og leikur í einleiknum sem byggir á mynd- skreytingum Muggs á íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Kóme- díuleikhúsið fékk einnig 500 þús- und króna styrk til að setja upp verkið „Listamaðurinn með barnshjartað“. Það verk samdi Elfar um listamanninn Samúel Jónsson í Selárdal. Hann leikur einnig í verkinu. Vestfirska kvikmyndafyrir- tækið Gláma fékk 800 þúsund króna styrk en að því stendur öflugur hópur hugsjóna- og lista- fólks, Eyþór Jóvinsson, Baldur Páll Hólmgeirsson, Ársæll Níels- son, Marsibil Kristjánsdóttir og Elvar Logi Hannesson. Þau fram- leiða sögulegar vestfirskar stutt- myndir sem eru teknar upp á sögulegum vestfirskum stöðum. Félag vestfirskra listamanna fékk 600 þúsund króna styrk fyrir Elfar Logi Hannesson. Hinn 23. janúar 1973 er skráður með skýrum hætti í Íslandssöguna líkt og gildir um margar aðrar náttúruhamfarir. Þá um nóttina hófst eldgos í Heimaey sem stóð til 3. júlí um sumarið. Hið merkasta var að íbúum tókst að flýja Heimaey á skömmum tíma. Slys urðu vart á fólki. Um fimm þúsund íbúar sigldu til lands með skipaflotanum sem var í Vestmannaeyjahöfn vegna slæmra gæfta deginum áður. Aðstæður voru allar hinar bestu til að fara í land. Enginn dó í eld- gosinu sjálfu. En þegar í land var komið biðu óleyst vandamál. Hús- næði vantaði fyrir nærri fimm þúsund manns sem misstu heimili sín. Óvissa brottflúinna var mikil þegar á fastalandið var komið. Heimilislausir þurftu aðra lausn en þá að búa inn á ættingjum eða góðhjörtuðum, sem buðu fram aðstoð. Þjóðin fylltist samúð og samhug um viðbrögð. Hið sama var uppi á teningnum erlendis. Safnað var fé er rann til húsnæðismála Vestmanneyinga. Alþingi og ríkisstjórn voru sammála um að setja á fót viðlagasjóð, sem síðar að loknum fleiri miklum náttúruhamförum var breytt í viðlagatryggingu. Afgreiðsla gekk hratt og vel fyrir sig á Alþingi og pólitísk landamæri máðust út við afgreiðsluna, en einungis um stundarsakir. Í gær voru liðin 40 ár frá þessum minnisverða degi, sem breytti viðhorfi Íslendinga til atburða og afleiðinga náttúruhamfara, þótt margt væri ólært líkt og við Vestfirðingar kynntumst á tíunda áratugnum í snjóflóðunum. En 1995 kom aftur upp samhugur meðal þjóðarinnar sem sýndi sig í tveimur stórum fjársöfnunum meðal þjóðarinnar, hinni fyrri vegna snjóflóða í Súðavík, hinni seinni vegna snjóflóða á Flateyri. Þá máðust landamæri stjórnmála- flokka út á alþingi, en aðeins um skamma hríð, því miður. Þannig var það einnig 1973 og 1974, þegar snjóflóðin féllu á Neskaupstað. Í síðustu viku voru liðin 18 ár frá snjóflóðinu mannskæða í Súða- vík. Því hefur verið haldið fram á þessum vettvangi fyrr, að banka- hrunið hefði í raun kallað á almannavarnaviðbrögð fremur en þær um margt lítt heppnuðu pólitísku aðgerðir sem gripið var til. Neyð- arlögin virkuðu, en þá var samstaða á alþingi í líkingu við þá sem að framan hefur verið rakið. Eina aðgerðin önnur kom að utan, af- skipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem reyndar hafa verið umdeild. Aðrar heimatilbúnar aðgerðir hafa síður virkað, enda hefur skort pólitíska samstöðu sem sagan segir okkur að hafi náðst tímabundið í kjölfar náttúruhamfara. Nú þörfnumst við hennar til að leysa brýn vandamál, fjölskylda, heimila og fyrirtækja og mun fremur en nýrrar stjórnarskrár, sem á að byggja á illa unnum drögum. Eldgos væri hins vegar hið síðasta sem við þurfum, en það myndi skapa sárvantaða samstöðu.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.