Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Síða 14

Bæjarins besta - 24.01.2013, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 Föstudagur 18. janúar 22:00: Edinborg Bistro: Bjórbingó 24:00: Edinborg Bistro: DJ heldur uppi stuði fram eftir nóttu. 24:00: Húsið: Trúbadorinn Denni spilar til kl. 03:00. Laugardagur 19. janúar 24:00: Húsið: Michelle og Eggert Nielson með kántrý-stemmningu til kl. 03. 24:00: Edinborg Bistro: DJ heldur uppi stuði fram eftir nóttu. Þeir sem hyggjast nýta sér atburðardagatalið hér að ofan er bent á að senda inn tilkynningar á bb@bb.is fyrir hádegi á mánudegi í þeirri viku sem blaðið fer í dreifingu. Hvað er að gerast? Sælkeri vikunnar er Ólafur Arnar Ingólfsson á Ísafirði Hátíðarfiskur stórfjölskyldunnar Skötuselsuppskriftin er gam- algróin fjölskylduarfleifð, ég veit ekki hvaðan hún er ættuð en ég hef fyrir löngu gefið aðrar uppskriftir af skötusel upp á bátinn. Ég hef velt því fyrir mér að fá steinbítskinnar hjá Kára og prófa í stað skötusels- ins en ekki látið verða af því enn. Focacciabrauð er tiltölu- lega nýtt fyrir mér, hér er ein- föld uppskrift sem ég ræð við vandræðalaust og sjávarsaltið úr Reykjanesi tekur sig einstak- lega vel út. Okkur finnst nafnið óþjált og það heitir bara fokka- brauð hjá okkur. Hátíðarfiskur 800 gr skötuselur 2 saxaðar paprikur 1 sneiddur blaðlaukur 2 saxaðar sellerístangir 150 gr rifinn ostur 2 dl. muldar kartöfluflögur með papriku 2 1/2 dl. rjómi 4 msk hveiti 1 dl. ananassafi eða hvítvín 4 msk smjör 2 msk olifuolía 1-2 tsk tómatkraftur 1/4 tsk turmeric 1/4 tsk karrí 1 tsk italian seasoning 1 tsk salt 1/2 tsk svartur pipar 1 fiskiteningur Aðferð: Látið grænmetið krauma í 2 msk. af smjöri þar til það verður meyrt. Bætið 1 msk. af hveiti út í ásamt ananassafa/hvítvíni, rjóma, tómatkrafti og örlitlu af vatni ef sósan er of þykk. Kryddið með turmeric, karrí, italian seasoning og fiskiteningi. Látið krauma við vægan hita í nokkrar mínútur og hrærið af og til. Skerið skötusel- inn í u.þ.b. 4 cm þykkar sneiðar. Blandið saman 3 msk af hveiti, 1 tsk af salti og 1/2 tsk af pipar. Hitið á pönnu 2 msk af smjöri og 2 msk af olíu. Veltið skötuselnum upp úr hveitinu og skeikið fiskinn í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hellið grænmetissósunni í smurt eldfast mót og raðið fiskibinunum þar ofan á. Blandið saman osti og muldum kartöfluflögum og stráið yfir fiskinn. Berið undir glóð í nokkrar mínútur eða þar til ost- urinn er bráðinn. Mjög gott að hafa ferskt salat með réttinum, hrísgrjón og að sjálfsögðu fokka- brauð. Fokkabrauð 500 g hveiti 1 bréf þurrger smá salt 1/2 dl ólífuolía 3 dl vatn eða þar um bil 1/3 staukur rósmarín Ólífuolía til að pensla og gróft sjávarsalt til að strá yfir Blandið þessu öllu saman og hnoðið, deigið á að verða nokkuð blautt. Setjið deigið svo í pass- andi eldfast form með háum börmum og leyfið að lyfta sér í drykklanga stund á volgum stað. Þessi volgi staður vill reyndar oftar en ekki vera bara eldhús- bekkurinn en ef það er búið að vera mikið ráp í ísskápinn er volgi staðurinn gjarna ofan á honum. Þegar deigið hefur lyft sér nógu mikið til að við trúum því að úr þessu verði loftkennt brauð er það penslað með ólífuolíu, gerð í það fullt af puttaförum og Reyk- janessaltinu stráð yfir. Þetta er svo bakað við 200°C í uþb 20 mín. Eftirréttaruppskriftin kemur frá Noregi og er alveg ljómandi einföld og sæt Haframjölsbaka 1 poki af frosnum blönduðum berjum sett í eldfast mót, smá sykri stráð yfir berin ásamt 1-2 msk af kartöflu mjöli. 5 dl. haframjöl 1 dl. sykur 1 msk hveiti 1 tsk lyftiduft Þessu er öllu blandað saman og svo er 165 gr brætt smjör hrært saman við þurrblönd- una. Allt sett yfir berin, bakað við 180 gráður í 20 mínútur. Borið fram heitt með ís. Njótið vel og verði ykkur að góðu. Ég skora á samstarfs- félaga minn hann Arnþór Kristjánsson til að vera næsti sælkeri vikunnar. Af hverju ljósmyndun? Af illri nauðsyn. Var ritstjóri Króniku, skólablaðs Fjölbraut- ar í Ármúla og það var eng- inn frambærilegur ljósmynd- ari í ristjórninni svo ég keypti mér bara myndavél og tók allar ljósmyndirnar fyrir blaðið sjálfur. Í framhaldi af því verk- efni fékk ég áhuga á ljós- myndun. Fyrsta græjan? CNikon FG-20 (filmuvél) Skemmtilegasta kódak mó- mentið? Þau eru nokkur, til að mynda þessi svakalega tækling hjá félaga mínum Bigga. Hvað er í dótakassanum? Fullt af gömlu drasli, en það sem er fyrir framan vél- ina og aftan hana er það eina sem skiptir máli. Nikon D200, Nikkor 50mm f1,4, Sigma 12-24 f4,5-5,6, Sigma 70-300, Sigma 70-300 f4-5,6, flöss og meira smádót. Á hvern skorar þú? Steinunni Matthíasdóttur. Hún er ein þeirra fjölmörgu sem átti fallegar ljósmyndir í vestfirsku ljósmyndabókinni sem ég gaf út fyrir jólin. Nafn: Eyþór Jóvinsson Uppruni: Flateyri Flickr-síða: jovinsson.is / 500px.com/jovinsson og flickr.com/jovinsson Brandur, einhver sá magnaðasti köttur sem ég hef átt.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.