Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Page 16

Bæjarins besta - 24.01.2013, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 FÓLK VIÐ LEIK OG STÖRF Björg Guðmundsdóttir aðstoðarmaður sjúkraþjálfara, starfs- maður á bókasafni og hlátursjógaleiðbeinandi segir frá Mánudagurinn 10. desem- ber 2012. Vaknaði klukkan 7. Fór í sturtu og hafði mig svo til í rólegheitum. Ég á að mæta í vinnu klukkan átta. Ég er u.þ.b. 3-4 mínútur að labba og fór af stað korter í átta. Veðrið var mjög gott, logn og kyrrð, en kolamyrkur og þá breytir miklu að það eru svo víða komin upp jóla- ljós. Það er nokkuð autt en hálka, svo það er eins gott að vera með nagla undir skónum. Vinnan mín frá 8-12 er á sjúkraskýlinu í Bolunga- vík, eins og það er ennþá yfirleitt kallað í daglegu tali, þó það sé nú orðin hjúkrun- ardeild út frá Heilbrigðisstofn- un Vestfjarða. Ég byrja á að skipta um föt, fara í hvíta gallann, og stimpla mig inn. Þá fer ég inn í eldhús og fæ mér skeið af lýsi. Ég er þessa dagana að prófa að taka fljótandi lýsi á fastandi maga og borða ekki fyrr en eftir ca. tvo tíma. Ég las, að það væri svo gott fyrir liðina. Starfið mitt hjá Heilbrigðis- stofnun heitir aðstoðarmaður sjúkraþjálfara. Í því felst, að ég er með heimilisfólkið, sem er 12 manns, í stólaleikfimi tvisvar í viku. Tvisvar í viku fer ég með fólkið í sal sjúkra- þjálfunar, en þangað er inn- angengt af sjúkraskýlinu, og fylgi því þar eftir, hjálpa því að stilla tæki og færa sig á milli tækja og hjálpa til við að gera æfingar rétt. Ég fæ upplýsingar frá sjúkraþjálf- ara um, hvaða æfingar og tæki henti hverjum og einum. Ég fer oft þrjár ferðir fram og til baka með tvo í hjólastólum og tvo með göngugrindur. Það kemst bara einn hjóla- stóll í lyftuna á sjúkraskýlinu og ég þarf að fara í tvær lyftur á leiðinni. Í dag var stóla- leikfimi í stofunni og þá sitjum við í hring og gerum æfingar fyrir höfuð og herðar, hendur og fætur, syngjum með í sumum æfingum og gerum hláturæfingar. Ég er búin að læra að verða hláturjóga- leiðbeinandi og nú gerum við hláturæfingar í hverjum tíma. Það á að gera okkur svo gott. Það eru víst orð að sönnu, að hláturinn lengir líf- ið! Ég hef verið víða með hláturjóga, á ýmiss konar fundum og í veislum, fyrir eldri borgara á Kanarí og á frið- arþingi skáta í Hörpu um miðjan október. Það er mjög gefandi og gaman og stór- kostlegt að geta komið öllum til að hlæja með ákveðnum æfingum, sama hvort það eru 10 manns eða 100. En starfinu á sjúkraskýlinu fylgir líka umönnun og annað sem þörf er á. Ég er búin að vera í þessu starfi í þrjú ár, en þar á undan hafði ég verið 40 ár í ritara, bókhalds- og öðrum skrifstofustörfum. Mér líkar þetta starf mjög vel. Ég hefði aldrei trúað því, að ég ætti eftir að vinna í heilbrigð- isgeiranum, en það er mjög gefandi. Launin eru að vísu lág og það er erfitt líkamlega og ég er oft mjög þreytt þeg- ar ég kem heim. Ég er að reyna að standa mig vel í að nota lyftara, sem eru á staðn- um, til að færa fólk á milli stóla, úr rúmum í stóla o.s.frv. Dagmál Klukkan átta byrja ég á að sitja í rapporti með öðru starfsfólki, þar sem farið er yfir hvernig staðan er hjá heimilisfólki eftir nóttina og hvernig á að skipta verkum þennan dag. Nú var upplit á okkur, því ein hafði stungið upp á því daginn áður, að við kæmum allar með háls- bindi eða slæður til að lífga upp á daginn. Ég kom með nokkur stykki til að lána þeim, sem ekki voru í vinnu daginn áður og vissu ekki af þessu uppátæki. Fram undir þetta hef ég verið inni á göngum framan af morgni (húsnæðið er á tveimur hæðum) og hjálpað fólki á fætur, á klósett, í bað og í borðstofu og við að borða, eftir því hvað hver þarf aðstoð við. Síðan er búið um rúmin og herbergi þrifin eins og þörf er á hverju sinni, skipt á rúmum á ákveðnum dög- um, og þá eru herbergi þrifin mjög vel. Gangar eru skúr- aðir daglega og önnur rými skúruð eftir ákveðnu skipu- lagi. Í síðustu viku var ákveðið að prófa að breyta skipulag- inu og nú er ég framan af morgni í borðstofu, tek á móti fólkinu þar, færi þeim morg- unmat og annað, sem þarf, og hjálpa þeim að borða sem þess þurfa. Um tíuleytið er kaffitími, þá fæ ég mér oft grænmeti og ávexti, hrökk- brauð með áleggi, vatn og kaffi. Eftir kaffi fer ég í leikfim- ina eða sjúkraþjálfunarsalinn og á föstudögum er ég með sögustund. Þá les ég upphátt eða sýni mynd. Stundum koma börn í heimsókn að syngja og það er skemmti- legast. Miðdegi Hádegismatur er kl. 11:30 og þá þarf ég að vera búin að skila fólkinu til stofu eða borðstofu. Þá þarf að hjálpa sumum á klósett og í sæti og síðan við að borða. Þá að- stoða ég við að bera fólkinu matinn. Klukkan tólf á hádegi fer ég heim. Þá er maðurinn minn yfirleitt heima og oftast búinn að hafa til mat. Nú borðuðum við brauð með áleggi og kaffi. Ég fékk mér trefjahylki og D-vítamínhylki. Ég held að myrkrið dragi mig niður á veturna nú orðið, og kannski er það af D-vítamíns- korti, sem er víst orðinn land- lægur á Íslandi, svo ég vinn að minni vellíðan. Eftir mat- inn lagðist ég niður og hvíldi mig, sofnaði smástund. Ég var þreytt, þegar ég kom heim, svo þetta var endur- nærandi. Klukkan eitt skrapp ég inn í apótek og fór síðan í vinnu á bókasafninu hér í Bolungavík. Ég var atvinnulaus að hluta til, en fékk svo tímabundið

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.