Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2013, Page 17

Bæjarins besta - 24.01.2013, Page 17
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2013 17 Þjónustuauglýsingar hálft starf á bókasafninu í eitt ár. Það er í verkefni, sem heitir Vinnandi vegur á veg- um Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga. Á bókasafninu þurfti að bæta við mann- skap, vegna þess, að þar er verið að taka í notkun nýtt bókasafnskerfi, Gegni, sem tekur við af gömlu kerfi, sem á að fara að loka. Það þýðir að það þarf að taka hverja einustu bók og skrá, merkja hverja bók með þremur lím- miðum, plasta yfir þá eða alla bókina eftir þörfum og gera við um leið. Í dag er bókasafnið ekki opið og ég var að líma miða á bækur, plasta, raða í hillur og hólf. Ég þarf að lesa nöfnin á bók- unum til að bera þau saman við miðana, sem á þær fara, og þar með að taka eftir hvaða bækur þetta eru. Stundum vinn ég í opnunar- tíma. Þá er að taka við bók- um sem fólk skilar, leita að bókum, tala um bækur, ráð- leggja eftir því sem ég best veit og lána út bækur og tímarit. Ég er búin að fara heim með mikið af bókum til að lesa, síðan ég byrjaði að vinna hér. Fólkið mitt segir, að þessi vinna hljóti að eiga mjög vel við mig, því ég hef mikinn áhuga á bókum, bæði til að fræðast og sem afþreyingu. Það á mjög vel við mig að vinna hérna. Miður aftan Kl. 5 var ég búin að vinna á bókasafninu. Þá fór ég í Bjarnabúð að gera innkaup fyrir hana Hiddu, sem er 85 ára. Ég aðstoða hana við ýmislegt, sem við höfum báðar gaman af og nú ætlar hún að senda pakka til Dan- merkur. Ég fór svo með inn- kaupin til hennar og hjálpaði henni að pakka inn. Svo fer ég með pakkann í póst á morgun. Þessu næst fór ég til mömmu, sem er 86 ára og býr ein heima. Ég fór með smávegis, sem ég var að kaupa fyrir hana, og stopp- aði um stund. Svo hringdi Bjarni, maðurinn minn, og spurði, hvenær ég kæmi heim, því kvöldmaturinn væri að verða tilbúinn. Ég var komin heim 18:30 og þá borðuðum við fínan fisk á pönnu með hvítlauk og engi- fer, kartöflum og spergilkáli. Allt annað en bara fiskur og kartöflur er gert sérstaklega fyrir mig. Þetta var mjög gott. María Rebekka, dóttir Fríðu minnar, sem er elsta barna- barnið, hringdi í dag til að bjóða okkur í 18 ára afmæli seinnipartinn á miðvikudag- inn. Jói, sonur minn, hringdi í dag, til að leyfa mér að fylgj- ast með, hvernig honum líkar í nýja starfinu sem sérfræð- ingur hjá Actavis. Freyja, dóttir mín, hringdi, frá Vest- mannaeyjum, þar sem hún býr með sína fjölskyldu. Allt gott hjá henni, en við ætlum að vera hjá henni um jólin. Náttmál Eftir matinn var hvíldar- stund við að horfa á fréttir í sjónvarpinu og spjalla um daginn. Klukkan níu fór ég inn á Grundir til að hitta gott fólk og fara með því í hug- leiðslu og bænahring. Ég fer oft þangað á mánudags- kvöldum, nema þegar kven- félagsfundir eru. Ég hef verið í kvenfélaginu í 34 ár. Það var jólafundur fyrir viku með súkkulaði, brúnni lagköku, smákökum og tertum, jóla- pökkum, jólalögum og göml- um jóladönsum, mjög nota- legt. Það er oft mikið að gera hjá okkur, þegar við sjáum um erfidrykkjur t.d. Við erum með fjáraflanir og gef- um svo peninga til að styðja við fólk hér í bæ, sem á erfitt, og gefum ýmislegt til stofn- ana bæjarins, sem eru til að þjónusta bæjarbúa. Lágnætti Um miðnætti kom ég heim úr hugleiðslustundinni að lokinni tedrykkju og var þá ekki mjög syfjuð. Mér líður alltaf mjög vel á þessum stundum og hef mjög gott af því. Það gerir mann að betri manneskju, ef eitthvað er, og hjálpar til að ergja sig ekki yfir smámunum og ein- hverju, sem skiptir engu máli, þegar upp er staðið. Ég fór strax í rúmið og fór að lesa Töfraðu fram lífið eftir Sigríði Klingenberg, sem ég óskaði mér og fékk í afmælisgjöf 8. des. s.l., en þá varð ég 64 ára gömul. Mér finnst mjög gott að hafa svona svona bækur nálægt mér til að líta í, les alltaf eitthvað gott, sem passar fyrir mig. Sofnaði von- andi fyrir klukkan eitt.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.