Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 8

Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Kosningar framundan Stakkur skrifar Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoð- anir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Guðmundur Tryggvi Ásbergsson, athafnamaður frá Hnífsdal, segir áhuga sinn á að reisa smáhúsabyggð í Tungudal, fara dvínandi enda hafi málsmeðferð Ísa- fjarðarbæjar tekið of langan tíma. „Ég veit ekki hversu mikla biðlund ég hef. Þetta er búið að taka langan tíma, mörg ár,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kveðst enn hafa fullan hug á að reisa smáhýsin en hvort það verð- ur á Ísafirði er annað mál. Hann segist hafa kannað möguleika á að byggja smá- hýsi á öðrum svæðum á land- inu og þá fyrst og fremst á suðvesturhorninu. Guðmundur sótti fyrst um að fá að byggja smáhýsin haustið 2010. Hann hyggst leigja þau út til ferðamanna. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti fyrir ári að fara í deiliskipulagsvinnu í Tungu- dal. Án deiliskipulags er ekki hægt að úthluta lóðum undir smáhýsi. Jóhann Birkir Helga- son, sviðsstjóri framkvæmda- sviðs Ísafjarðarbæjar, segir ekki alveg vitað hvenær skipulagið verði tilbúið. Ætl- unin sé að ljúka við önnur skipulög sem bærinn var byrjaður áður en skipulag Tungudals verði klárað. Hann gerir ráð fyrir að með vorinu hittist skipulagshópur bæjarins og farið verði yfir verkefnið og það tímasett. Áhuginn á smáhúsabyggð í Tungudal dvínar Sunnukórsball og áttræðisafmæli Sunnukórinn fagnar 80 ára afmæli sínu um helgina. Afmæl- isárið hefst með hinu rómaða Sunnukórsballi í Edinborgarhús- inu á laugardag. Svavar Guð- mundsson, formaður Sunnukórs- ins, segir það afar heppilega til- viljun að ballið hitti á afmælisdag kórsins, en hann var stofnaður 25. janúar 1934. „Við hefjum af- mælisárið með Sunnukórsballinu sem verður með veglegra móti. Það verður þríréttuð matarveisla og svo verða sólarpönnukökurnar náttúrulega á sínum stað,“ segir Svavar. Sunnukórinn mun taka nokkur lög og lúðrasveitin syngur með völdum kórfélögum. Kvennakór Ísafjarðar hefur þekkst boð Sunnu- kórsins um að samfagna merkis- afmæli kórsins og ísfirska hljóm- sveitin Kraflyfting leikur fyrir dansi. Af öðrum viðburðum á afmælisári kórsins nefnir Svavar vortónleika og segir að í deiglunni sé að æfa stærra verk sem verður flutt með hljómsveit á Veturnótt- um í haust. „Allir eru velkomnir á Sunnu- kórsballið nema mögulega gagn- kynhneigðir Bolvíkingar í sam- búð. En þar sem klíkuskapur við- gengst hjá okkur eins og annars staðar þá er allt til umræðu,“ segir Svavar glettinn. Saga Sunnukórs- ins var tekin saman á 70 ára af- mælinu af Birni Teitssyni, sagn- fræðingi og fyrrum skólameistar MÍ. Um stofnun kórsins segir: „Á fundi sóknarnefndar Ísa- fjarðarkirkju 19. sept. 1933 var lagt fram bréf frá Jónasi Tómas- syni organista, „þar sem hann telur sig ekki geta séð um og lagt til söng við guðsþjónusturnar eins og honum ber samkv. erindis- bréfinu, og verði því að segja starfinu lausu.“ Í framhaldinu ákvað sóknarnefndin að efna til funda með söngfólkinu í kirkj- unni „til þess að ræða við það um kirkjusönginn í framtíðinni og ef unt er að koma á félagsskap sem starfar að því að fegra og bæta kirkjusöngin(n) og vinna að því að flytja kirkjuleg tónverk í guðs- þjónustum og á sérstökum söng- samkomum í kirkjunni. For- manni, sóknarpresti og organista var falið að undirbúa fundinn.“ Á aðalsafnaðarfundi Ísafjarð- arsafnaðar 15. október 1933 voru sóknargjöld til umræðu, en söfn- uðurinn átti þá nokkurt fé í sjóð- um, einkum í kirkjubyggingar- sjóði. Fram kom svohljóðandi tillaga: „Þar eð búast má við auknum útgjöldum á næstu tím- um, sérstaklega til söngs við guðsþjónustur, leggur sóknar- nefndin (til), að kirkjugjöld verði óbreytt um næstu 5 ár.“ Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.“ – smari@bb.is Byggingu varaaflstöðvar miðar vel Framkvæmdum við varaafl- stöð Landsnets í Bolungarvík miðar ágætlega að sögn Þórðar Jónssonar, eiganda Stakkaness ehf., sem sér um uppsteypuna fyrir Íslenska aðalverktaka. „Þetta hefur verið barátta í vetur en við erum harðir kappar og það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Þórður. Bæði heima- og aðkomumenn starfa við bygging- una og eru aðkomumennirnir venjulega í tveggja vikna úthaldi. Illviðriskaflinn í lok desember og byrjun janúar tafði ekki fyrir þeim þar sem þeir voru í jólafríi frá því fyrir jól og fram á þrett- ándann. „Það tók tvo daga með stórvirkum vinnuvélum að moka framkvæmdasvæðið þegar við mættum aftur.“ Með byggingu varaaflstöðv- arinnar er ætlunin að tryggja orkuafhendingu á norðanverðum Vestfjörðum, en hún hefur lengi þótt afar óörugg. Stöðin verður sjálfvirk, og í skoðun er að setja þar upp búnað til að gera henni kleift að veita rafmagni á meðan vélar hennar keyra sig upp, þann- ig að straumur detti ekki út á meðan. Verkefnið er unnið í sam- starfi við Orkubú Vestfjarða, en það mun einnig hafa aðstöðu fyrir búnað sinn í tengivirkinu. Sam- hliða tengivirkinu verða gerðar breytingar á Bolungarvíkurlínum 1 og 2, en Gámaþjónusta Vest- fjarða mun annast þá framkvæmd næsta sumar. – smari@bb.is Tölvuteikning af varaaflstöðinni. Stutt er í kosningar og listar taka á sig mynd, en ekki er vitað enn hver stefnan verður hjá hverjum og einum og má kannski einu gilda. Best verður ef svo vel tekst til að við taki konur og karlar sem kunna að fara vel með pen- inga almennings. Ekkert er víst um loforð um meðferð er kemur að skattfé almennings sem vel verður að fara með hverju sinni annars fer illa. Flokkarnir eru að stilla upp listum um allt land og nota mismunandi aðferðir eins og uppstillingu, flokksval og kosningar með hlutdeild allra flokksmanna sem vilja velja menn, konur og karla, til setu í sveitarstjórnum um allt land. Uppstilling er að verða algengari leið, sennilega til að jafnt verði með kynj- um á framboðslistum og allir verði glaðir og uni við end- anlega lista. Best er ef vel tekst til og traustir menn, konur og karlar, sem kunna fótum sínum forráð fyrir okkur hin, veljast til setu. Komandi vor nálgast hratt og gott er að klára listagerð fljótt svo stefnan komi fram, sem sennilega verður kunnug- leg hjá flestum flokkum og listum, gamalt vín á nýjum belgjum og kannski verða breytingar litlar. Spennandi verður að sjá hvað gerist í Reykjavík. Hvernig mun Halldóri Halldórssyni ganga, en hann er efstur á lista sjálfstæðis- manna, sem ekki er vinsæll vegna fárra kvenna? En Halldór er seigur og gaman verður að fylgjast með gengi hans og tökum á kosningabaráttunni. Erfitt verður að snúa vörn í sókn en Vestfirðingum er allt kleift segir sagan. Hvað verður í Ísafjarðarbæ er forvitnilegt og nú skiptir Daníel Jakobsson um hlutverk og fleira nýtt fólk kemur fram enda eru margir að hætta. Vonandi gengur öllum vel og bærinn eflist fyrir vikið. Hvert stefnum við, mun fólki fjölga og atvinnulíf eflast eru stóru spurningarnar sem svarað verður að loknum kosningum. Allir vilja betra mann- líf og trygga atvinnu góða menntun og takist að efla allt þetta er til einhvers barist. Megi listafólkið hverju nafni sem listarnir nefnast ná saman um að efla umhverfi sitt og vorið verður gott.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.