Bæjarins besta - 23.01.2014, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014
Stefán Kristinn íþrótta-
maður ársins í Bolungarvík
Stefán Kristinn Sigurgeirsson,
15 ára sundmaður hjá UMFB,
hefur verið útnefndur íþróttamað-
ur ársins 2013 í Bolungarvík.
Stefán Kristinn byrjaði að æfa
sund sex ára og þykir hafa sýnt
mikla eljusemi á æfingum. Hann
er mikill leiðtogi í lauginni og
fyrirmynd sem margir yngri iðk-
endur líta upp til. „Stefán Kristinn
er á nokkurs vafa einn efnilegasti
sundmaður landsins og eru marg-
ir þjálfarar og velunnarar sund-
íþróttarinnar farnair að taka eftir
skriðsunds stráknum frá Bolung-
arvík. Gaman er að geta þess að
Stefán Kristinn er ekki sá fyrsti
af systkinum sínum til að hljóta
þessa eftirsóttu nafnbót, því Svala
Sif systir hans var útnefnd íþrótta-
maður ársins 1998 í Bolungarvík,
þá aðeins 10 ára gömul,“ segir á
vikari.is.
Auk Stefáns Kristins voru til-
nefndir sem íþróttamaður ársins
þau Janusz Pawel Duszak fyrir
golf, Pétur Bjarnason fyrir knatt-
spyrnu og Sigríður Magnea Jóns-
dóttir fyrir hestaíþróttir. Einnig
voru veittar viðurkenningar fyrir
árangur og framfarir í íþróttum á
árinu. Jónína Arndís Guðjóns-
dóttir, Karólína Sif Benedikts-
dóttir og Rebekka Lind Ragnars-
dóttir fengu viðurkenningu fyrir
góða ástundun, framfarir og ár-
angur í sundi og hjónin Guðrún
Dagbjört Guðmundsdóttir og
Jóhann Þór Ævarsson fengu
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í frjálsum íþróttum 50 ára.
Sérstaka heiðursviðurkenningu
fékk stjórn sunddeildar UMFB
og sundþjálfarinn Svala Sif fyrir
góð störf í þágu sundíþróttar-
innar.
– harpa@bb.is
Stefán Kristinn Sigurgeirsson, íþróttamaður ársins 2013 í Bolungarvík ásamt Elíasi Jónatanssyni bæjarstjóra.
Jónína Arndís, Karólína Sif og Rebekka Lind fengu viður-
kenningu fyrir góða ástundun, framfarir og árangur í sundi.
Hjónin Guðrún Dagbjört og Jóhann Þór fengu viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum 50 ára og eldri.