Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 14

Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 Sælkerar vikunnar eru Margrét Högnadóttir og Aðalsteinn Sveinsson á Ísafirði Karrýlöguð sjávarréttasúpa réttakokteilnum) bætt út í , lok sett á pottinn og súpan látinn sjóða í 3-4 mín. Borið fram með góðu brauði. Salsafiskur Fyrir 4-6 4 þorskflök Hveiti Salt/pipar/karrý 1 poki Doritos snakk 1 krukka mild Salsasósa 1 krukka Ostasósa Rifinn ostur. Skerið fiskinn í litla bita, kryddið og steikið upp úr hveiti. Smyrjið form og raðið fiskinum í formið Setjið salsasósuna yfir og osta- ½ stk. Blaðlaukur 1 stk Gulrót 1 stk. Epli 2 msk. Karrý ½ fl. Hvítvín eða mysa ½ líter rjóma 2 tsk. Kjúklingkraftur eða Knorr fiskikraftur 100 gr smjör Sjávarréttakokteill eða fiskur eftir smekk. Saxið laukinn, blaðlauk, gulrót og eplið og mýkið í olíu. Karrýi og hvítvíni bætt út í og soðið niður, rjómanum bætt út í og soðið í 2 mín, síðan kraftinum og þykkt með ljósum maízena ef þarf. Þá er smjörið sett út í og hrært vel í. Fiskinum (sjávar- Við ákváðum að bjóða upp á tvo fiskrétti, þar sem nú þegar við erum bara tvö í kotinu þá reynum við að hafa fisk eins oft og við getum og markmiði í janúar er hafa að minnsta kosti einu sinni í viku einhver rétt sem við höfum ekki prófað áður. Seinni rétturinn sem við bjóðum upp er einn af þeim sem við höfum verið að prófa og kom mjög vel út. Uppskriftin af sjávarréttasúpunni eru við búin að nota í mörg ár og klikkar aldrei. Karrýlöguð sjávarréttarsúpa Fyrir 4-5 1 stk. Laukur sósuna yfir það. Doritos-snakkið mulið og sett yfir að endingu er rifnum osti stráð yfir. Bakið í ofni við 200 ° þar til osturinn er bráðinn og farinn að taka lit. Bor- ið fram með hrísgrjónum og salati. Hægt er að skipta fisk- inum út fyrir kjúkling. Við skorum á Bryndísi Jónasdóttur á Ísafirði, en maður er ekki svikinn af því að fara til hennar í matarboð. Liðlega tvítugur vitavö á Galtarvita með tvö un „Á þessu stóra heimili lærði maður samhjálp í verki því að mamma saumaði á fullt af börn- um, ekki bara á okkur. Þarna deildu menn mat, þegar einhver fékk fisk eða fugl eða eitthvað, þá var þessu deilt með öðrum. Fólk átti ekki peninga í Kópa- voginum í gamla daga, allir voru á svipuðu róli hvað það varðar,“ segir Jóna Benediktsdóttir, að- stoðarskólastjóri og fráfarandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, um æsku- heimili sitt. Foreldrar hennar voru Guðný Stígsdóttir frá Horni á Hornströndum og hinn lands- þekkti verkalýðsleiðtogi Bene- dikt Davíðsson frá Patreksfirði. Hann varð ungur formaður Tré- smiðafélagsins, síðar fyrsti for- maður Sambands bygginga- manna, síðan forseti Alþýðusam- bands Íslands og loks formaður Landssambands eldri borgara, svo eitthvað sé nefnt. „Já, ég er af þessari stóru fjöl- skyldu Stígs og Jónu frá Horni en fædd og uppalin í Kópavogi,“ segir Jóna. Hún er yngst fjögurra barna Guðnýjar og Benedikts, fædd árið 1962. Tíu ára gömul missti hún móður sína. Með seinni konu sinni eignaðist Bene- dikt síðan tvö börn auk eins stjúp- barns. Ekki með Kanasjónvarpið! „Þarna bjuggum við í ákaflega góðu sambýli, foreldrar mínir bjuggu alltaf í sambýli með systur mömmu, sem var gift bróður afa míns í föðurætt. Þegar ég er kom- in til, þá búum við á Víghólastígn- um í húsi þar sem var innangengt á milli íbúða. Við bjuggum niðri en þau uppi og þetta var eins og ein stór fjölskylda. Lengi framan af bjó bróðir hans pabba líka í litlu húsi í garðinum hjá okkur. Hann átti hvorki meira né minna en átta börn. Þarna í kring var mikið af ættingjum og alltaf mik- ið um að vera, spilað brids á fimmtudögum hjá þeim uppi og þá kom fólk að til að spila. Stund- um var líka verið að spila vist. Svo var mikið hlustað á útvarpið, við vorum náttúrlega ekki með Kanasjónvarpið, það hefði verið alveg út úr korti! Þegar íslenska sjónvarpið kom keypti pabbi ekki sjónvarp en þá fórum við bara upp ef það var eitthvað sérstakt. Ég var orðin fimmtán ára þegar keypt var sjónvarp heima. Lífið einkenndist af ákveðinni nægju- semi.“ Á æskuheimili Jónu var mjög mikið félagsmálastúss. „Ég held að maður hafi fengið það með blóðinu, ég fékk stóran skammt af öllu því sem varðar jafnrétti og félagslegt réttlæti. Móðir mín var alltaf með í þeirri umræðu sem fram fór við eldhúsborðið. Ég hef óljósar minningar um það þegar verið var að stofna Alþýðu- bandalagsfélagið í Kópavogi. Þá var kosningaskrifstofan heima hjá okkur. Mamma tók þátt í þessu öllu þó að hún væri ekki í neinni forystusveit.“ Jóna segir að móðir hennar hafi alltaf verið útivinnandi þegar hún man eftir – „og þær báðar mömm- urnar, eins og við segjum gjarnan, líka systir hennar á efri hæðinni. Þær unnu báðar hlutastörf þannig að það var yfirleitt einhver heima í húsinu.“ Ekkert endilega barnabækur Þegar Jóna var í æsku var faðir hennar fyrst að vinna sem húsa- smiður í litlu fyrirtæki með vin- um móður hennar norðan af Hornströndum frá því í gamla daga, þeim bræðrum Hallvarði og Magnúsi Guðlaugssonum úr Hlöðuvík. „Þegar ég var fimm ára var pabbi mikið veikur og var heima allan þann vetur en mamma vann úti allan daginn. Vegna berkla var fóturinn á honum settur stífur þannig að hann var með staurfót upp frá því. Hann hoppaði um á eldhúskolli og átti mjög erfitt með að komast um og lá að mestu í stofusófanum á daginn. Þá var ég að snúast fyrir hann og þá kenndi hann mér að lesa, og þegar ég var búin að lesa, þá spiluðum við annað hvort rommí eða rússa. Það voru verðlaunin. Hann var nú kannski ekkert endilega að velja barnabækur. Þarna varð ég gríðarlegur lestrarhestur.“ Eftir að Benedikt komst aftur á fætur gat hann ekki unnið erfiðisvinnu og fór þá að vinna á skrifstofu Trésmiðafélagsins þar sem hann hafði reyndar unnið áður um tíma. Eftir þetta var hann alltaf í skrifstofuvinnu. Guðný móðir Jónu vann sem saumakona og var líka í skúringum og al- mennri verkamannavinnu. „Hún var mikil saumakona,“ segir Jóna. Til ömmu á Ísafirði „Bernskuminningarnar ein- kennast af því að það var alltaf mikið af fólki heima og einhvern veginn mikið um að vera. Pabbi og mamma ferðuðust mikið með okkur innanlands, við vorum allt- af í tjaldútilegum, fórum um allt land með nesti og gamla tjaldið. Við áttum bíl því að pabbi fékk að kaupa bíl á örorkustyrk. Þessar tjaldútilegur voru mjög skemmti- legar. Eitt sumarið þegar verið var að byggja við Bjarkalund vor- um við þar í tjaldi allt sumarið en pabbi var þar í vinnu og mamma sá um matinn fyrir vinnuflokkinn.“ Jóna segir að væntanlega hafi fjárhagur foreldra hennar verið erfiður þó að þau krakkarnir hafi lítið vitað af því. „Ég get ímyndað mér það, hann gat ekki unnið eins og hann vildi út af sínum líkamlega veikleika og mamma var í verkamannavinnu, en það var alltaf verið að reyna að vinna meira. Þannig kemur það til að ég er send til Ísafjarðar, var hér fyrst hjá ömmu minni hluta sum- arsins þegar ég var átta ára, trú- lega svo að barnið væri ekki eitt heima allan daginn,“ segir hún. „Ég heillaðist strax af Ísafirði. Stundum hef ég hugsað um það seinna hvað mér fannst það merkilegt að geta farið niður í bæ, hérna var bæjarlíf, kallar sátu á bekkjum og maður sá jafnvel fulla kalla á götunum. Í Kópavog- inum sást ekkert svoleiðis, þar var ekkert bæjarlíf í því úthverfi sem hann var. Maður fékk ekkert að fara niður í bæ í Reykjavík nema í einhverjum erindagerðum með fullorðnum. Þegar ég lít yfir bernskuárin, þá eru þau björt og lífleg.“ Sorg og sorgarviðbrögð Eins og áður sagði var Jóna tíu ára þegar móðir hennar dó. „Það var auðvitað mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Hún fékk heila- blóðfall og ég kom að henni þar sem hún lá. Hún var í dái á sjúkra- húsi í nokkra daga, og síðan þegar pabbi kom og sagði mér að mamma væri dáin, það er líklega skömm að segja frá því, þá sagði ég: Það var kannski bara best. Þá var ég búin að vera á bókasafninu í Kópavogi og lesa allt sem hægt var að finna um heilablóðfall og dró þá ályktun að hún hefði aldrei getað náð sér. Svona getur nú lífið verið þegar maður er tíu ára. En miklu seinna þegar ég var orðin kennari og fór að læra meira um sorg og sorgar- viðbrögð, þá blasti við mér að ég hafði gengið í gegnum öll þessi stig sem eru skilgreind í sorgar- viðbrögðum barna, afneitun og sjálfsásökun og allt það. Annars hef ég fengið það í vöggugjöf að

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.