Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Síða 15

Bæjarins besta - 23.01.2014, Síða 15
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 15 örður ngbörn fara frekar létt í gegnum lífið, hef yfirleitt ekkert verið að velta mér upp úr vandræðum. Faðir minn fór fljótlega í aðra sambúð með konu sem átti eitt barn og þau eignuðust svo tvö börn saman, þannig að systkina- hópurinn var nokkuð stór á nú- tímamælikvarða.“ Hornstrandir eru sumarparadísin Af skiljanlegum ástæðum hef- ur Jóna alla tíð haft mikil tengsl við Hornstrandir. „Vissulega. Stígshúsið í Hornvík sem afi og amma byggðu stendur enn. Auk þess er ég svo heppin að Henry maðurinn minn er úr Aðalvík og þar höfum við líka aðgang að húsi. Við höfum farið á þessar slóðir á hverju sumri og oft verið lengi. Um tíma vorum við syst- urnar líka iðulega fararstjórar í gönguferðum. Auk þess fórum við fjölskylduferðir, systur og frænkur með okkar fjölskyldur, og gengum saman nokkur sumur um Hornstrandir. Ég held að allir sem koma norður á Hornstrandir verði snortnir af þessu svæði, þessum víkum og sérstaklega auðvitað Hornvíkinni. Hún er svo mögnuð, landslagið er svo magnað, það er einfaldlega svo magnað að vera þarna. Börnin okkar Henrys hafa farið með okkur og núna barna- börnin. Mér er mjög annt um Hornstrandir, ég er afskaplega ánægð með það hvernig náttúru- verndarlög og skipulagslög ná utan um að halda þeim sem næst því sem þær eru og leyfa ekki framkvæmdir þar. En ekki eru nú allir þeirrar skoðunar. Horn- strandir eru mín sumarparadís.“ Rótlaus unglingur Jóna byrjaði eins og áður sagði að dveljast á Ísafirði á sumrin en eftir að móðir hennar dó var hún þar meira. „Svo var ég hér vetur- inn þegar ég kláraði grunnskól- ann, þá var ég hjá Helgu Stígs frænku minni í Brautarholti og Ragúel hennar manni. Þau áttu stelpur á svipuðum aldri og ég, við vorum mjög góðar vinkonur. Þau voru mér óskaplega góð,“ segir hún. „Ég var rótlaus unglingur, vissi ekkert hvað ég vildi. Ég hélst illa við í framhaldsskólanum, var að hætta og koma aftur, fór meðal annars hingað vestur til að vinna í fiski. Ég lauk ekki nema þremur vetrum í framhaldsskóla. hann tuttugu og tveggja ára og með tvö ungbörn, að skella okkur í vitavörslu þar sem við fengum vistir einu sinni í mánuði, og náttúrlega engar samgöngur. Þetta óx okkur ekkert í augum, við vorum alveg viss um að við gætum leyst allt sem kæmi upp á. Enda gerðum við það! Enda er það nú kannski þannig þegar maður er bara rúmlega tvítugur, að maður telur sig geta ráðið við flest. Seinna hef ég stundum sagt að þetta sé dæmi um það að vita ekki hvað maður veit ekki. Ungt fólk er auðvitað bjartsýnt og veit ekkert hvað bíður þess í lífinu. Þarna á Galtarvita lærði maður heilan helling, og líka á sjálfan sig. Það gekk auðvitað ekki annað en að halda samkomulaginu góðu í þessari einangrun. Og litlu stúlk- unum var óskaplega vel sinnt, það var lesið fyrir þær daga langa. Við vorum með sjónvarp og fengum vídeó þegar við vorum búin að vera eitt ár, þá kom það á markað. Tengdaforeldrar mínir keyptu það handa okkur þegar þau fóru til Þýskalands. En sjón- Svo var ég nú ekki nema nítján ára þegar ég varð ólétt að elsta barninu mínu, rétt næ að verða tvítug áður en sú stúlka fæðist. Þá fer ég bara að búa hér með honum Henry mínum, sem er Ís- firðingur, sonur Bærings bakara. Svo eignumst við aðra stúlku stuttu seinna. Þannig var ég hér tuttugu og eins árs gömul með tvö börn.“ Vitavarsla á Galtarvita „Þá sáum við hjónakornin auglýsingu sem okkur fannst rosalega sniðug. Það var auglýst eftir vitavörðum á Galtarvita, við sóttum um og fengum starfið. Okkur fannst nú ekkert tiltöku- mál, ég tuttugu og eins árs og varpið var stopult. Auk þess var á þessum tíma sex vikna verkfall hjá BSRB þegar við höfðum ekk- ert útvarp og ekkert sjónvarp, til viðbótar við aðra einangrun. Ekk- ert samband við umheiminn nema að senda veðrið, og svo talstöðin þar sem sjómenn höfðu samskipti. Þetta var nú svolítið strembið. En við fengum alltaf kistil frá bókasafninu, það var mikið lesið og þetta voru nú af- skaplega ljúfir dagar flestir. Yfir sumarið fengum við mikið af gestum og síðan þegar varð vél-

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.