Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 16

Bæjarins besta - 23.01.2014, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 sleðafært komu oft gestir á sunnudögum. Þetta var allt mikil og góð lífs- reynsla. Við þurftum að vera sjálfum okkur nóg með rafmagn. Þarna var vatnsaflsstöð og það þurfti alltaf að fara og hreinsa úr sigtinu og á nóttunni var keyrð dísilstöð. Þegar Henry var af bæ sinnti ég þessu, labbaði bara með börnin upp að stíflunni og sagði þeim að sitja kyrrum meðan ég hreinsaði úr sigtinu, og þau gerðu það. Einu sinni í mánuði kom varð- skip með vistir til okkar. Við reyktum bæði á þessum tíma og þarna hættum við að reykja. Þarna þurfti auðvitað að kaupa tóbak til eins mánaðar í einu og þá var reikningurinn svo svaka- legur. Við höfum ekki reykt síð- an. Svo skemmtilega vildi til, að þegar ég fermdist fékk ég mat- reiðslubók Helgu Sigurðardóttur í fermingargjöf. Mér fannst þetta alveg hræðilega hallærisleg ferm- ingargjöf. En svo hún var tekin með á Galtarvita og þar kom hún sér aldeilis vel. Þar voru ráð við öllu! Eftir það var þetta var biblía heimilisins.“ Súðavík, Kópa- vogur, Bolungarvík Þegar þessum tveggja ára kafla á Galtarvita var lokið fluttist fjöl- skyldan til Súðavíkur og var þar í fimm ár. „Fyrst var ég að vinna í fiski en Henry var umsjónar- maður Orkubúsins. Hann fór þar í nám og lærði rafvirkjun en ég fór að vinna á leikskólanum þegar hann var opnaður og fór síðan að kenna í grunnskólanum. Þá sá ég loksins hvar minn starfsvettvang- ur myndi verða. Ég hafði verið veik fyrir því að verða leikskóla- kennari, eða fóstra eins og það hét í þá daga, en þegar ég fór að kenna í grunnskólanum, þá varð það ofan á. Mér fannst bara svo skemmtilegt í vinnunni. Árin okkar í Súðavík voru óskaplega góð.“ Dvölinni í Súðavík lauk þegar Jóna fór í Kennaraháskólann og þá fluttust þau í Kópavoginn. Henry fór að vinna við rafvirkjun hjá Ríkisspítölunum. „Við vorum alltaf ákveðin í því að fara svo vestur aftur, það stóð aldrei annað til,“ segir hún. „Þegar þessum tíma syðra er að ljúka er ég ólétt, við höfðum ákveðið að eignast eitt barn í viðbót og það átti að fæðast snemm- sumars, eins og sagt er. Ég vildi endilega flytja vestur áður en barnið fæddist og ætlaði mér nátt- úrlega til Súðavíkur aftur. Mér fannst ég hins vegar ekki fá á stundinni þau svör frá Súðavíkur- hreppi sem ég vildi og hringdi til Bolungarvíkur. Þar var Rúnar Vífilsson skólastjóri og hann hringdi í mig til baka eftir fimm- tán mínútur og var þá búinn að útvega húsnæði ef ég vildi koma til Bolungarvíkur þó að ég myndi ekki byrja að kenna fyrr en um áramót. Það fór samt þannig að ég byrjaði að kenna strax í byrjun október. Við vorum ekki nema einn vet- ur í Bolungarvík. Það var þennan vetur sem snjóflóðin miklu féllu og þá var allt lokað. Eftir það vildi ég flytja á Ísafjörð. Þá fór ég að kenna í skólanum hér.“ Af því bara Núna er Jóna aðstoðarskóla- stjóri við Grunnskólanum á Ísa- firði, eins og hún var reyndar á sínum tíma, en brautin þar hefur ekki verið bein eða óslitin. „Ég hef ekki verið allan tímann að kenna hér. Við keyptum okkur hús hérna í Fjarðarstrætinu og höfum búið hér síðan, en mér var sagt upp í skólanum eins og frægt var á sínum tíma. Starfið mitt var lagt niður.“ Fyrst var Jóna umsjónarkenn- ari í sjö ár. „Það gekk í alla staði mjög vel. Síðan varð ég aðstoðar- skólastjóri. Skipulagið var þann- ig að það var einn skólastjóri, tveir aðstoðarskólastjórar og engirdeildarstjórar. Svo fer ég að taka þátt í pólitík, er í minni- hlutanum í bæjarstjórn og þar var oft hasar. Ein af ráðstöfun- unum sem þáverandi meirihluti gerði var að leggja niður starfið mitt. Oft hef ég velt fyrir mér af hverju það var gert, því að ekki var það gert í sparnaðarskyni, alveg klár- lega ekki. Þetta var einfaldlega gert af því bara, eins og sagt er, ekki hægt að finna nein vitræn rök fyrir því að gera þetta. Þá var ég á biðlaunum í eitt ár. Þetta sama haust sagði skólastjórinn sem þá var upp og ég sótti um stöðuna og fékk hana náttúrlega ekki, það var eiginlega gefið mál fyrirfram. Það sem þá lá til grund- vallar mátti hins vegar alveg rétt- læta. Við Sveinfríður Olga, sem fékk stöðuna og er enn skólastjóri hér og stendur sig mjög vel, við vorum með sams konar menntun- argráðu, en mín var í sérkennslu en hennar í stjórnun.“ Vantaði punkt Eftir þetta var Jóna kennari í Súðavík í þrjú ár eða frá hausti 2008 til vors 2011. „Það var mjög gaman og skemmtileg ný reynsla, því að þar var samræmdur leik- skóli, grunnskóli og tónlistar- skóli. Eins og ég segi stundum, þá er ég heltekinn skólamaður, það er bæði vinnan og áhuga- málið. Ég fór á sínum tíma í framhaldsnám og lauk masters- prófi á sérkennslusviði. Ég hóf þetta nám þegar ég var aðstoðar- skólastjóri í fyrra sinnið. Þá var hér lítil sérkennsludeild sem var á minni ábyrgð og mér fannst mig vanta þekkingu á því sviði. Þess vegna ákvað ég að fara í framhaldsnám í þeirri sérgrein. Það tók nokkuð langan tíma enda alltaf með vinnu. Ekki eru gefnar einkunnir fyrir mastersritgerðir á menntavísindasviði, en ég fékk eina athugasemd við mína rit- gerð: Það vantaði punkt á einum stað. Að öðru leyti var hún at- hugasemdalaus. Meðfram minni venjulegu kennslu hef ég verið að vinna í hugmyndafræði sem kallast Uppeldi til ábyrgðar – uppbygg- ing sjálfsaga. Ég var að vinna að þessari stefnu hér þegar starfið mitt var lagt niður og hef verið að vinna í þessu með mörgum skólum. Ég hef haldið fyrirlestra um þessa hugmyndafræði víða um land og fór með þetta með mér til Súðavíkur. Þessi vinna snýst um að kenna börnum að taka ábyrgð á eigin hegðun og lifa og starfa í lýðræði, að taka ábyrgð á því hvernig samfélagið þróast.“ Þó að Jónu hafi þótt mjög skemmtilegt að kenna í Súðavík var annað sem vó þar á móti. „Það er mjög erfitt að keyra á milli á veturna, það er meira en að segja það. Síðasta veturinn af þessum þremur í Súðavík var enn á ný auglýst starf hjá Ísafjarðar- bæ. Það var staða sviðsstjóra, og ég fékk hana náttúrlega ekki held- ur. Það situr dálítið í mér hvernig þátttaka mín í stjórnmálum hefur haft áhrif á það hvernig störf mín fyrir Ísafjarðarbæ eru metin. Ég er sannfærð um að þátttaka mín í pólitík hefur haft áhrif á það að ég hef ekki fengið störf sem ég hef sótt um hjá Ísafjarðarbæ.“ Skipulagðar rógsherferðir „Þegar mér varð ljóst varð að ég fengi nú alls ekki þetta sviðs- stjórastarf hjá Ísafjarðarbæ, enda þótt ég teldi mig hafa alla þá menntun og reynslu sem til þurfti, þá var aðstoðarskólastjórinn hér að hætta sökum aldurs. Sam- kvæmt lögum hefði þá átt að bjóða mér starfið, en þeir gerðu það ekki, heldur auglýstu það. Þegar starf hjá opinberum starfs- mönnum er lagt niður eiga þeir í fimm ár rétt á starfinu á ný ef það er stofnað aftur, eða sambærilegu starfi. Ég sótti um stöðuna og þeir neyddust til að láta mig fá hana. Ég hef það á tilfinningunni að þessi meirihluti sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna muni ekki ráða mig til starfa ef hann kemst með nokkru móti hjá því. Það var talsverður biti fyrir mig að kyngja að fara að vinna aftur hjá Ísafjarðarbæ eftir það viðhorf sem meirihlutinn í pólitíkinni hafði sýnt mér, en ég ákvað að gera það samt,“ segir Jóna. Hún segist hafa orðið fyrir skipulögðum rógsherferðum af hálfu sjálfstæðismanna. „Það hefur auðvitað gerst. Fyrir þarsíð- ustu kosningar var til dæmis gefin út lína um að ég væri á móti íþróttum, sem er auðvitað fjar- stæða. Það vildi svo skemmtilega til að ég hitti einn sjálfstæðis- mann á kosninganótt þegar þeir voru að fagna sigri og voru kátir, og hann sagði beint við mig að herferðin sem þeir fóru af stað með gegn mér hefði virkað. Ég svaraði að hann vissi að þetta væri ekki satt, og þá sagði hann: Það skiptir engu máli, þetta virkaði.“ Friðarganga á Ísafirði í nítján ár Jóna kveðst vera mjög sátt við stöðu sína í Grunnskólanum á Ísafirði og starfið þar. „Hins veg- ar eru tækifærin á Ísafirði ekki mjög mörg til að vinna á skóla- sviði. Um það leyti sem ég var að ljúka mastersnáminu bauðst mér staða aðstoðarmanns á menntavísindasviði Kennarahá- skólans. En þegar maður vill búa á Ísafirði, þá þýðir ekki mikið að hugsa um slíkt. Ég hef svo sem látið það stoppa mig oftar. Á sínum tíma var ég mikið að vinna fyrir Kennarasambandið og þá bauðst mér þar líka vinna syðra. Þá var það þetta sama: Að vilja búa á Ísafirði. Ég er auðvitað ánægð með það sem ég er að gera í skólanum hérna, en vissu- lega er ég alltaf opin fyrir nýjum tækifærum.“ Jóna Benediktsdóttir hefur ver- ið mjög virk í ýmsu félagsstarfi fyrir utan bæjarmálin og setu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í tvö kjörtímabil. Þannig hefur hún í áratugi starfað í Samtökum hern- aðarandstæðinga (sem áður nefnd- ust Samtök herstöðvaandstæð- inga). Jafnframt hefur hún unnið með ýmsum friðarsamtökum. „Þegar ég kom til Ísafjarðar eftir námið í Kennaraháskólanum fannst mér alveg ómögulegt að geta ekki tekið þátt í friðargöngu á Þorláksmessu. Þess vegna fékk ég fólk í lið með mér og síðan hefur verið hér friðarganga á Þor- láksmessu síðustu nítján ár. Auð- vitað er maður bara lítið peð í hinum stóra heimi, en mér finnst að við verðum að leggja okkar af mörkum til að útbreiða friðarboð- skap.“ Meðal annarra félagsstarfa Jónu má nefna, að hún var í skát- unum á Ísafirði og vann með krökkunum þar þegar hún var sjálf orðin fullorðin. Jafnframt hefur hún verið mikið í félags- málastörfum fyrir Kennarasam- bandið. Og svo er það pólitíkin: „Ég hef mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og félagslegu rétt- læti, svo mikinn, að ég er skráð í tvo stjórnmálaflokka! Tek þátt í störfum hjá báðum – og skamm- ast mín ekkert fyrir það.“ Samstarfið orðið allt annað og betra Fram hefur komið, að Jóna hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný við bæjarstjórnarkosning- arnar í vor, að minnsta kosti ekki í sæti þar sem hún myndi hugsan- lega lenda í bæjarstjórn. „Aftur á móti mun ég áfram taka fullan þátt í umræðunni og vinna með liðinu, eins og sagt er. Ég er búin að vera í bæjarstjórn í átta ár og það er bara fínt. Og þó að ég hafi verið í minnihlutanum, þá hef ég komið mörgum góðum málum til leiðar.“ Jóna segir að samstarf meiri- hluta og minnihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar síðustu tvö kjör- tímabil hafi tekið miklum breyt- ingum. „Það hefur verið mun betra núna seinna kjörtímabilið, allt annað og betra. Alveg sér- staklega núna undir lokin. Við höfðum áður lagt fram margar tillögur við fjárhagsáætlunargerð og engin þeirra verið samþykkt. Núna voru þær allar samþykktar og voru þetta þó allt tillögur sem við höfðum lagt fram áður. Mannaskipti hafa auðvitað mikið að segja. Mér hefur gengið vel að starfa með sumum í meirihlut- anum og öðrum ekki, eins og gengur. Hjá okkur í Í-listanum hefur aldrei neinn skugga borið á samvinnuna.“ – hþm.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.