Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.01.2014, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 23.01.2014, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2014 17 Við útnefningu á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ var efnileg- asti íþróttamanni bæjarins út- nefndur í fyrsta sinn. Fyrsti hand- hafi verlaunanna er knattspyrnu- konan Sigrún Gunndís Harðar- dóttir úr BÍ/Bolungavík. Sigrún hefur æft knattspyrnu í 10 ár og ávallt leikið með BÍ/Bolungar- vík. Sigrún var mikilvægur hlekkur í kvennaliðinu á Íslandsmótinu í fyrra. Hún spilaði alla 16 leiki liðsins í 1.deild og alla fjóra leiki BÍ/Bolungarvíkur í Lengjubik- arnum og skoraði 1 mark. Í fyrra var hún valin til æfinga með U- 17 og U-19 landsliðum kvenna á árinu 2013 og spilaði vináttu- landsleik með U-17 landsliðinu gegn Dönum 27.janúar 2013. Í umsögn valnefndar segir að Sigrún Gunndís er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi og er góð fyrirmynd yngri íþróttamanna. – smari@bb.is Fimm voru tilnefndir sem efnilegustu íþróttamenn ársins. F.v. Gísli Jörgen Gíslason handboltamaður úr Herði, Birkir Eydal, blakmaður úr Skelli, Linda Marín Kristjánsdóttur körfuboltakona úr KFÍ, Guðný Birna Sigurðardóttir sundkona úr Vestra, Sigrún Gunndís og Sigurður Óli Rúnarsson lyftingamaður úr KFV. Sigrún Gunndís efni- legust í Ísafjarðarbæ Kristín íþróttamaður ársins Kristín Þorsteinsdóttir hjá Íþróttafélaginu Ívari var á sunnu- dag útnefnd íþróttamaður Ísa- fjarðarbæjar 2013. Kristín, sem er 21 árs, hefur æft sund frá átta ára aldri. Í umsögn valnefndar segir að Kristín hafi ávallt stund- að æfingar af elju og samvisku- semi ásamt því að vera mikil keppnismanneskja. Blaðamaður náði á Kristínu og móður hennar, Sigríði Hreinsdóttur, og eru þær mæðgur að vonum stoltar af ár- angrinum. Árið 2013 var gott sundár hjá Kristínu. Hún tók þátt í Reykjavík International Games, Íslandsmeistarmóti í 50m laug, bikarmóti á Akureyri og Íslands- meistarmóti í 25m laug. Á þess- um mótum vann hún fjögur gull, tvö silfur og einu sinni vann hún til bronsverðlauna. Á bikarmótinu var Kristín einungis þremur sekúndum frá heimsmetinu og er það ótrúlegur árangur sé tekið tillit til smæðar Íþróttafélagsins Ívars og bágbor- innar aðstöðu sundfólks á Ísa- firði. Kristín æfir í Sundhöllinni á Ísafirði og segja þær mæðgur það vissulega erfitt að æfa í 16 metra laug en allar keppnir fara fram í 50 og 25 metra laugum. Sigríður bætir við að aðgengis- mál fatlaðra séu ekki eins og best verði á kosið í Sundhöllinni sem gerir fötluðum erfitt fyrir að stunda sund en segir að vissulega sé erfitt að koma aðgengismálum í topp ástand í svo gömlu húsi. Sem dæmi um frábæran árang- ur Kristínar í fyrra má nefna að á fyrrnefndu bikarmóti, sem er stigamót, mætti Kristín ein til leiks frá Ívari vegna forfalla en skilaði engu að síður 1.709 stig- um í pottinn. Næsta lið á undan náði 4.757 stigum en notuðu til þess 39 sundmenn. Kristín æfir þrisvar í viku og segir að þau séu fimm sem æfi sund hjá Ívari en einungis hún taki þátt í mótum og getur það verið ansi einmana- legt. Næsta mót á dagskránni hjá Sundið á allan hug Kristínar og lítill tími fyrir önnur áhuga- mál. Hún starfar á endurhæfing- ardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Auk Kristínar voru Kristínu er Íslandsmót í apríl. Draumurinn er að fara á stórt sundmót á Ítalíu í haust en slík ferðalög eru kostnaðarsöm og ekki ákveðið hvort Kristín fari. eftirtaldir íþróttamenn tilnefndir: Sigfús Fossdal lyftingamaður, Guðmundur Valdimarsson, skot- íþróttamaður, Jón Hrafn Bald- vinsson körfuknattleiksmaður, Guðmundur Sigurvin Bjarnason gönguskíðamaður, Hafsteinn Rúnar Helgason, knattspyrnu- maður og Anton Helgi Guðjóns- son golfari. – smari@bb.is Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2013.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.