Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 12
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrir helgi álykt- un sem skilgreinir nauðganir á átakasvæðum sem hluta hernað- ar. Í ályktuninni segir að kynferðis- glæpir í hernaði séu „hernaðartækni sem sem notuð er til að niðurlægja, drottna, skelfa, sundra og/eða flytja almenna borgara úr samfélagi eða ákveðnum kynþætti“. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon sagði að ofbeldi gegn konum hefði náð „ólýsanlegum hæðum“ í sumum samfélögum sem væru að ná sér í kjölfar átaka. Örygg- isráðið hyggst skila skýrslu að ári um umfang kynferðisofbeldis í átökum og leiðir til að taka á því. Mannréttindasamtök víða um heim fögnuð samþykktinni og segja að um sögulegan áfanga sé að ræða. Þrátt fyrir að ályktunin hafi ver- ið samþykk einróma lýstu fulltrúar Kína, Rússlands, Indónesíu og Víet- nams efasemdum og spurðu hvort nauðganir væru virkilega verkefni öryggisráðsins. Ógnar efnahag og stöðugleika Í ályktuninni segir að kynferðis- legt ofbeldi geti aukið á áhrif vopn- aðra átaka og hamlað uppbyggingu friðar og öryggis. Ban Ki-moon lagði á það áherslu að aðgerða af hálfu ríkisstjórna væri þörf vegna vanda- málsins. „Til að taka á þessu þögla stríði gegn konum og stúlkum er þörf á forystu innan ríkja [sem í hlut eiga],“ sagði hann. Ban sagði að yfirvöld yrðu að taka frumkvæð- ið í að vinna að heildarlausn og að Sameinuðu þjóðirnar ættu að verða þeim bakhjarl og veita þeim stuðn- ing í því. Ályktunin nú er undan rifjum Bandaríkjamanna runnin og sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra að nú viðurkenndi umheimurinn að kynferðislegt ofbeldi væri ekki að- eins ógn við heilsu og öryggi kvenna, heldur efnahagslegan og félagsleg- an stöðugleika þeirra landa þar sem slíkt væri stundað. Skipulagðar fjöldanauðganir Nauðganir hafa alltaf verið óhugnanlegur fylgifiskur styrjalda, en þau dæmi sem næst okkur eru í tíma má rekja til átakanna á Balkan- skaga, Darfúr-héraðs í Súdan, Kongó, Rúanda og Líberíu. Patrick Camma- ert, fyrrverandi yfirmaður friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Austur-Kongó, upplifði sjálfur áhrif nauðgana. „Þær eru afar áhrifaríkt vopn, því samfélögin eru fullkom- lega eyðilögð. Þú leggur samfélagið í rúst. Þú refsar karlmönnum, og þú refsar konunum með því að nauðga þeim í ásjá karlmannanna,“ sagði hann í viðtali við BBC. Fleiri tugum kvenna er nauðgað daglega í Kongó, og það er ekki með öllu óþekkt að konum sé nauðgað af friðargæsluliðum sem ætlað er að vernda óbreytta borgara. Konur taki þátt í friðarferli Árið 2000 samþykkti öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna ályktun þar sem lögð var áhersla á að konur tækju til jafns við karla þátt í því ferli sem hefst við lok átaka. Þar sagði að á öllum stigum ákvarðanaferlis væri brýnt að hlutur beggja kynja og áhrif yrðu lögð að jöfnu. Aukinheldur var lögð áhersla á að öll ríki sæktu til saka þá sem sek- ir væru um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi, þar með talda þá sem tengdust kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Nú átta árum síðar hefur sá raunveruleiki sem þúsundir óbreyttra borgara búa við á átakasvæðum víða um lönd ekki breyst til muna, þrátt fyrir góðan ásetning öryggisráðsins. Úlfar í sauðargæru Nýlegar ákærur á hendur frið- argæsluliða í nokkrum löndum og starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í Líberíu um kynferðislega misnotk- un og ofbeldi undirstrika víðfeðmi vandamálsins. Condoleezza Rice var ómyrk í máli á fundi öryggisráðsins fyr- ir helgi. „Sem alþjóðlegt samfélag ber okkur sérstök skylda til að refsa fulltrúum alþjóðlegra stofnana sem eru sekir um kynferðislegt ofbeldi,“ sagði Rice. Bandaríkin hafa legið undir ámæli fyrir að vera sein til aðgerða gegn gerendum í slíkum málum, en Rice sagði að ný skref hefðu verið tekin til að taka á málinu og nefndi máli sínu til stuðnings að einn söku- dólgur afplánaði nú þegar dóm í heimalandi sínu og að önnur mál af svipuðum toga væru til rannsóknar. Með ályktun öryggisráðsins, sem samþykkt var fyrir helgi, var hvatt til þess að kynferðisglæpir nytu ekki lengur friðhelgi við lok átaka og að aðildarríki styrktu réttar- og heil- brigðiskerfi heima fyrir svo unnt væri að auka og bæta aðstoð við fórnarlömb slíks ofbeldis. NauðguN sem herNaður þriðjudagur 24. júní 200812 Fréttir DV Mannréttindasamtök víða um heim telja nýlega samþykkta ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um kynferðislegt ofbeldi í hernaði vera sögulegan áfanga. Með ályktuninni hafi verið lagður grunnur að að- gerðum gegn sívaxandi kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í ályktuninni segir að kynferðislegt of- beldi geti aukið á áhrif vopnaðra átaka og hamlað uppbyggingu friðar og öryggis. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna nýlegri samþykkt þess hefur verið fagnað af mannréttindasamtökum. Móðir og barn Konur í darfúr-héraði í Súdan eru varnarlausar gegn ofbeldi. y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.