Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 7
Starfsmenn Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar fengu ansi óvænta sendingu fyrir helgi. Þá barst þeim hálfur kassi af óopnuðu Spur ásamt gömlum flöskum af Egils Appelsíni í gleri. Spur Cola var vinsæll drykk- ur fyrir nokkrum áratugum en hef- ur í seinni tíð orðið safngripur. Fæstir luma á óopnuðum flöskum af drykknum og kom það því mjög á óvart þegar hálfur kassi af honum barst Ölgerðinni. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sem hefur umsjón með söfnun gamalla muna hjá Ölgerðinni, segir að kass- inn hafi verið hluti af dánarbúi og þeir sem tóku við því hafi sent Öl- gerðinni hann. Ýmislegt fleira hef- ur ratað til Ölgerðarinnar á síðustu árum. „Við erum með þetta sem var sent frá dánarbúinu og svo erum við með nokkra kassa fulla af göml- um munum í geymslu,“ segir Katr- ín. Byggir upp safn Ölgerðin hefur safnað göml- um munum úr sögu sinni. Meðal þess sem hefur safnast eru flöskur, kassar og límmiðar sem koma frá drykkjum sem Ölgerðin framleiddi í eina tíð en er nú hætt að framleiða. Flöskur undan Spur Cola og Polar Beer, gamlar maltflöskur og Ísvatn eru allt hluti af munum sem ratað hafa í safnið. Til stendur að koma upp safni með þessum hlutum í nýju byggingu Ölgerðarinnar sem verður opnuð í byrjun næsta árs. Á safninu verða munir frá 95 ára sögu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Á þeim tíma hefur Ölgerðin boð- ið upp á margvíslega drykki, sumir eru enn í framleiðslu en aðrir heyra sögunni til.“ Fólk er hjálpsamt „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað fólk leggur mikla hjálp í verkefn- ið og hvað það er áhugasamt, það sendir okkur heilu einkasöfnin sín,“ segir Katrín. „Þetta er lítill hluti af safninu enn sem komið er og nú í vikunni er að koma stórt einkasafn frá Keflavík, sem verður gaman að fá. Svo sendir fólk alls staðar að af landinu okkur muni.“ Hún kveðst þó ekki geta sagt til um hver sé elsti munurinn sem Ölgerðin hefur fengið með þessum hætti. Það ætti þó að liggja fyrir þegar safnið verð- ur opnað á næsta ári. Ölgerðin þiggur alla muni sem tengjast henni í gegnum þessi 95 ár. Katrín biður þá sem eru til í að leggja Ölgerðinni lið um að hafa samband í gegnum netfangið gaml- irmunir@olgerdin.is. DV Fréttir þriðjudagur 24. júní 2008 7 Fengu Spur Cola úr dánarbúi óli valur pétursson blaðamaður skrifar olivalur@dv.is Talsvert safn gamalla muna byggist nú upp hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Á dögunum bættist hálf- ur kassi af óopnuðum Spur-flöskum í safnið en slíkar flöskur eru orðnar afar sjaldgæfar. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað fólk leggur mikla hjálp í verkefnið og hvað það er áhugasamt, það sendir okk- ur heilu einkasöfnin sín.“ sjaldséð flaska Spur var áður algeng sjón í verslunum landsins en finnst nú aðeins hjá söfnurum. Gömlu flöskurnar Margir munir sem tengjast sögu Ölgerðarinnar verða á safninu sem opnað verður á næsta ári. þar á meðal þessar gömlu Spur-flöskur. sjaldséð flaska Spur var áður algeng sjón í verslunum landsins en finnst nú aðeins hjá söfnurum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.