Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Síða 19
Líklega vita allir um komu ís- bjarnanna en eflaust grunar fáa að erlendir ferðamenn sjái sér leik á borði og byrji að hæðast að trúgirni Íslendinga. Svo gæti farið að innan tíðar sjáist spor eftir ísbirni um land allt. Þá fer síðbúna þyrlan í leiðangra, leidd um loftin blá af spéi, enda trúa einfaldir fremur lygum en sannleika. Útlendingar virðast hafa um þess- ar mundir gaman bæði af útrás at- hafnamanna og innrás hvítabjarna. Hér koma dæmi: Í spænska ríkis- útvarpinu var frétt á þá leið að ísbirn- ir hafi sérstaka ást á Íslandi, samt ekki eins mikla og íbúarnir á þeim. Sagt var að langt væri síðan ísbirnir hefðu heimsótt eyna og þess vegna hafi þeim verið tekið fagnandi. Það er skiljanlegt því eyjarskeggjarnir eru þekktir fyrir að virða sína sérstæðu náttúru og fáskrúðugt dýralíf. Hjá hinni náttúruvænu þjóð eru auðvit- að til fól svo dýrin voru drepin en drápið vakti þvílíkan harm að nærri lá að forsetinn lýsti yfir þjóðarsorg. Síðan var sagt að þegar seinni björninn kom hafi umhverfisráð- herra flogið í skyndi heim úr sólar- landaferð birninum til bjargar, en áður en hún kom „með trefil“ á vett- vang höfðu veiðimenn skotið dýrið. Það var kvenkyns eins og ráðherrann og drápið réttlætt með því að birn- an hafi veri sárfætt með óviðráðan- lega orma, sem eru reyndar algengir í svínakjöti. Útvarpsstöðin SER hæddist hins vegar að komu bjarndýranna. Þulur- inn bað ferðamenn að forðast að vera í loðkápum, þrátt fyrir kuldann, en hættulegastar væru hvítar skinnhúf- ur, menn með þær gætu verið skotn- ir því þótt enginn innlendur her sé í landinu hafi Íslendingar fyrir sið að skjóta fyrst en fara síðan að hugsa. Á annarri útvarpsstöð var þess getið að þrátt fyir það að vera vopn- laus þjóð væri Ísland í Nato og hefði varnarmálaráðherra sem bæri bjarn- arnafn, ekki samt kennt við hvítt, og hann hafi eflaust af ótta við innrás dýranna látið skjóta nafna sinn. Þetta var talið vera í stíl við efni Íslendinga- sagna sem einkennist af drápi vegna geðþótta, erja bænda og félagslegs ósamræmis. Úr því við erum hégómlynd og að sama skapi einfeldningar munu erlendir ferðamenn, einkum nátt- úruverndarsinnar, tilkynna um birni uppi um jökla til þess að draga þang- að víkingasveitir á asnaeyrunum. En bjarnamálið mun koma sér vel einkum fyrir myndlistarfólk sem verður valið á næsta tvíær- inginn í Feneyjum. Það getur búið til kort af Íslandi með öskrandi ís- birni á hverri jökulbungu. Skammt verður þá í gullverðlaun fyrir frum- lega útfærslu og ekki síðri innsetn- ingu. Sandkassinn Um þessar mundir er Reykjavík eins og Cannes meðan á kvik- myndahátíðinni stendur; sólskin og hiti gerir fögrum kroppum kleift að fækka fötum og víða glittir í brúnt og bert hörund. Tískudrottn- ingar og þrælar þeirra stika hnar- reist um götur og torg og býfluga heyrði hvíslað að hið áhrifamikla tískufyrirtæki Prada hefði boðað nýtt „lúkk“ sem felst í því að dömur láti sokkabuxnastrenginn gægj- ast upp úr pilsum og buxum. Það er víst hátískan – en ekki er alveg öruggt að íslenskar tískutæfur láti tælast. Kannski er Prada líka bara að plata. Veitingamenn borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að rífa út borð og stóla svo fólk fái notið blíðu og bjórs. Allra fínustu döm- urnar sáust dreypa kven- lega á hvítvíni og rembast við að halda hár- greiðslunum í skefjum í vind- hviðunum sem létu á sér kræla. en eftir viðstöðulaust sólskin og hita dögum saman á Krúttland- inu góða eru borgarbúar hrein- lega orðnir síestulegir og slapp- ir. Þeir ganga hægar, eru minna stressaðir og eiginlega bara orðnir skemmtilega kærulausir. Þeir liggja máttlausir í djúpsteikingarpottum sundlauganna og eru að fá leið á því að grilla úti í garði. Í bliðViðrinU í vikunni var skorað á býflugu að mæta á alvörudrykkju- gáfu-mannabúlluna Grand Rokk til að njóta veðursins (?) þar fyrir utan með hressum konum. Okk- ar kona herti upp hugann, fór í gallabuxur, setti upp svörtu „intelligensíu“- gleraugun og vippaði sér inn í reyktjaldið fyrir utan staðinn. eitt skelfilegt augnablik fannst býflugu sem hún væri stödd í indíána „swetti“ en þegar mesti reykurinn leið út um tjaldopið kom í ljós að um tjúttlegustu togara- stemningu var að ræða. Bara ekta íslenskur sviti. Og þar sem flugan býr í Hafnarborg og kallar ekki allt ömmu sína, settist hún á með- al hinna reyndari og þambaði úr krús. Njótum sumarsins! Flugan nýtur veðurblíðunnar Fréttir og sannleikur DV Umræða þriðjudagur 24. júní 2008 19 Ekkjudagurinnalþjóðlegi ekkjudagurinn var í gær og af því tilefni voru haldnir tónleikar á Trafalgar-torgi í London. Cherie Blair er forseti styrktar- sjóðsins Loomba Trust sem hefur það markmið að mennta börn fátækra ekkna á indlandi. Cherie var viðstödd tónleikana og hleypti hvítum dúfum á flug að þeim loknum. DV-MYND Getty myndin P lús eð a m ínu s Spurningin „já ég trúi á breytingar, maður verður eiginlega að trúa á þær,“ segir trúleysinginn Sigurður Hólm gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, en samtökin telja að skólar eigi að vera veraldlegar stofnanir. upp hefur komist að trúboð er stundað í sumum grunnskólum landsins. Trúir þú á breyTingar? Plúsinn fær Aron Pálmi Ágústsson en DV sagði frá því í gær að á fyrstu þjóðhátíðinni sinni hér á landi sneri hann niður óðan Pólverja sem ógnaði unglingspilti með dúkahnífi og bjargaði honum þannig. GuðbErGur bErGsson rithöfundur skrifar „En hættulegastar væru hvítar skinn- húfur, menn með þær gætu verið skotnir“ „Hún kæfir okkur með ást,“ sagði ritstjóri DV um undirritaða í leiðara í gær og heldur þar á lofti ýmsum rangfærslum um orð mín og afstöðu til fasteignamarkaðarins. Ritstjór- inn heldur því fram að ég hafi rang- lega sagt að velta á markaðnum hafi ekki minnkað og hvatt fólk til hús- næðiskaupa. Þá segir orðrétt í leiðar- anum: „Jóhanna sagði almenningi í raun ósatt til að fá fólk til að kaupa mitt í hrynjandi fasteignamarkaði.“ Ritstjórinn fer með tvenn ósannindi í sömu setningunni og gerir þau að uppistöðu í leiðara blaðs síns. Ritstjórinn er væntanlega að vitna í ræðu mína á Alþingi þar sem ég fjallaði um húsnæðismarkaðinn en þar sagði ég að markaðurinn virtist ekki eins helfrosinn og margir vildu vera láta. Vísaði ég þar til upplýsinga frá Íbúðalánasjóði þar sem saman- burður sýndi að útlán sjóðsins fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru svipuð útlánum fyrstu fjóra mánuði ársins 2007. Hvergi í umræðunum and- mælti ég því að dregið hefði úr heild- arumsvifum á fasteignamarkaði, enda alkunna að bankar, sparisjóð- ir og aðrar lánastofnanir hafa dregið mjög úr húsnæðislánum sínum. Hel- frosinn var markaðurinn hins vegar ekki enda naut hann Íbúðalánasjóðs við. Í þessum sömu umræðum á Al- þingi sagðist ég telja að við gerðum ungu fólki ekki greiða með því að hvetja það til íbúðarkaupa nú þegar vextir væru háir og kjörin eins og þau eru. Ég varaði því við íbúðarkaupum á þessum tíma en hvatti ekki til þeirra eins og leiðarahöfundur DV fullyrðir og leggur svo út af. Nýjustu aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar eru heldur ekki hugsaðar til að hvetja fólk til íbúð- arkaupa heldur eru þær hugsaðar til að koma í veg fyrir markaðsbrest, ekki síst vegna fjármögnunarvanda annarra lánastofnana en Íbúðalána- sjóðs. Engu að síður er þess að vænta að íbúðaverð muni lækka vegna of- framboðs húsnæðis og almenns efnahagssamdráttar. Þeir sem nauð- synlega þurfa að kaupa og selja sínar íbúðir verða hins vegar að geta reitt sig á heilbrigðan og virkan fasteigna- markað. Því markmiði vona ég að aðgerðirnar nái. Í ljósi framangreinds vona ég að öllum sé ljóst að leiðari DV í gær sagði ekkert um afstöðu mína í hús- næðismálum. Ástarsagan sem þar var sögð reyndist því skáldsaga. Ástarsaga ritstjórans var skáldsaga Jóhanna siGurðardóttir félags- og tryggingamála- ráðherrar skrifar „Hvergi í umræðun- um andmælti ég því að dregið hefði úr heildar- umsvifum á fasteigna- markaði.“ athugasemd ritstj. Í leiðara DV í gær kom fram það sjónarmið að hættulegt væri að auka heimildir fólks til skuld- setningar á fasteignamarkaði þegar mikil lækkun væri yfirvofandi á markaðnum. Lýsing félagsmálaráð- herra á að markaðurinn væri betur settur en margir teldu væri röng, því þar væri aðeins vitnað til að velta Íbúðalánasjóðs væri sú sama og árið áður, en horft framhjá brott- hvarfi bankanna. Í leiðaranum kom fram að þetta hefðu verið misvís- andi upplýsingar, þar sem þær gætu att fólki út í fasteignakaup á röngum forsendum. Þá kom fram að aukn- ing á heimild til íbúðalána hvetti fólk til fasteignakaupanna, ekki síst það sem ætti að varast það mest um þessar mundir. Rökfærslan sneri að því, að þótt ráðherrann vildi fólki vel, gæti aðgerðin valdið þeim fjár- hagslegu tjóni sem nýttu sér hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.