Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Page 30
þriðjudagur 24. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Hver er konan? „Hólmfríður Magnúsdóttir knatt- spyrnukona.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleði og bara að hafa gaman af líf- inu.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? „Ég ætlaði að verða bóndakona.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ég er mjög ákveðin sem nýtist mér vel í boltanum.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Snjóbretti, körfubolti, fara út úr bæn- um, hafa það gott og margt fleira.“ Hvar vinnur þú í sumar? „Hjá stórskemmtilegu fyritæki sem heitir Tótem.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég tek nú voða lítið sumarfrí vegna fótboltans en ég reyni alltaf að komast til sólarlanda þegar keppnistímabilið er búið.“ Ef þú spilaðir ekki fótbolta, hvaða íþrótt myndirðu stunda? „Ætli ég hefði ekki bara haldið áfram í frjálsum íþróttum. Ég þurfti að velja á milli og valdi boltann, sé svo sannar- lega ekki eftir því. Annars kíkti ég nú á handboltaæfingu hjá FH í fyrra og var ansi lipur þar.“ Er öðruvísi að spila með landslið- inu heldur en með KR? „Já, það er öðruvísi, það eru ekki all- ir sem fá að spila fyrir hönd Íslands en það er mér mikill heiður. KR er fé- lagsliðið mitt og þar er ég með önnur markmið. Að sjálfsögðu geri ég mitt besta á báðum vígstöðvum.“ Hefur þú spilað marga landsleiki? „Allavega nokkra, ég hef spilað 32 leiki.“ Hvernig er andinn í landsliðinu? „Það er rosalega góður mórall í lands- liðinu og hefur aldrei verið betri. Við þekkjumst allar mjög vel, syngjum og tröllum mikið saman.“ Af hverju heldur þú að það sé meiri áhugi fyrir kvennaboltanum nú en áður? „Ég vil meina að gott gengi lands- liðsins hafi kveikt áhuga hjá mörg- um. Margir hafa tekið eftir því að við stöndum okkur vel. Við sönnum það með hverjum leik hvers við erum megnugar.“ Hvernig líður þér þegar áhorfend- ur syngja til þín á Laugardalsvell- inum? „Það var nú bara gaman að heyra í þeim uppi í stúku, ég er mjög ánægð með tólfuna og alla aðra sem mættu á leikinn til að styðja okkur, þetta var al- veg frábært.“ Er raunhæft að þið komist á Evrópumótið 2009? „Já, það eru góðir möguleikar og nú er bara að taka einn leik í einu. Í dag erum við bara 180 mínútum frá því og við ætlum okkur að láta drauminn rætast. Ég vil hvetja alla til að mæta á völlinn og lofa stórskemmtilegum leik á fimmtudaginn kl. 16.30.“ Hvernig andstæðingar eru Grikkir? „Úff, ég er nú ekki alveg með það á hreinu, var meidd í fyrra þegar við kepptum við þær, en Siggi Raggi á eft- ir að fara yfir það með okkur fyrir leik- inn.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég er nú bara með hugann við lands- leikinn á fimmtudaginn, það kemst ekki mikið meira að þessa stundina.“ Hver er draumurinn? „Ísland á Evrópumótið 2009, það er málið.“ MAÐUR DAGSINS Sandkorn n Meðlimir sveitarinnar Steed Lord, með Svölu Björgvins- dóttur í fararbroddi, eru greinilega allir að koma til, en samkvæmt Myspace- síðu þeirra eru þau á leiðinni á Bandaríkja- túr eft- ir rúman mánuð. Þar munu þau koma til með að ferðast um vesturströnd Bandaríkjanna. Inni á síðunni þeirra má einnig finna myndir sem teknar voru á spítalanum. Því er greinilega allt á uppleið hjá meðlimum Steed Lord sem lentu eftirminnilega í alvar- legu umferðarslysi á Reykja- nesbrautinni í apríl. Það var einmitt í kjölfar þess slyss sem alvarlega var tekið í að lag- færa illa læsilegar merkingar á brautinni. n Ritstjóri Föstudagsins, fylgi- blaðs Fréttablaðsins, Marta María Jón- asdóttir, og innanhús- hönnuður- inn Hanna Stína Ólafs- dóttir, sitja ekki auðum höndum í frítíma sín- um. Stöllurnar hafa tekið að sér að stílisera veislur fyrir hina og þessa og er útkoman sögð stór- glæsileg. Þetta er ekki alvitlaus hugmynd fyrir manneskju sem er þekkt undir nafninu Marta smarta. n Anna Th. Rögnvaldsdótt- ir birtir þessa dagana á bloggi sínu drög að ensk-íslensku orðasafni með hugtökum og heitum úr kvikmynda- handrits- gerð. Hrafn Gunn- laugsson er ekki mjög hrifinn af þýðingar- vinnunni og birtist fyrir helgi tilkynning frá á honum á kvikmyndavefnum logs.is. Sýnist Hrafni að með „tillærðri framleiðslu á þessum tæknifrjóvguðu orðaleppum með handafli“ sé hreinlega verið að dulkóða fagheiti, og skapa grundvöll fyrir víðáttu- mikinn misskilning. „Að dul- kóða íslenska tungu er tilræði við hennar eigin frjómagn sem kemur alltaf úr grasrótinni sjálfri, en ekki úr fagidjótíi,“ segir Hrafn, og þakkar að lok- um fyrir „skemmtunina“. BókStAfleGA „Ég greip í höndina á mannin- um og sneri hann í jörð- ina, þá missti hann dúkahníf- inn.“ n aron Pálmi Ágústsson brást hetjulega við á þjóðhátíðardaginn þegar hann sneri niður óðan Pólverja sem ógnaði unglingspilti með hnífi. – dV „[...] eini stað- urinn þar sem maður getur verið einn í Kabúl er þegar maður fer að kúka.“ n Börkur gunnarsson, kvikmynda- leikstjóri og varatalsmaður naTO í afganistan. - Morgunblaðið „Ég er búin að reyna öll ráðin í bók- inni og get svo sannar- lega sagt að þau virki greinilega ekki alltaf.“ n þóra Sigurðardóttir, fyrrverandi umsjónarkona Stundarinnar okkar, orðin óþreyjufull, komin níu daga fram yfir með frumburðinn. - dV „Dagvaktin verður bæði drama- tískari og fyndnari [en Næturvaktin].“ n ragnar Bragason kvikmynda- gerðarmaður um dagvaktina sem sýnd verður í september. - Vísir „Þeir klipptu af einni stelpunni hárið og piss- uðu á hana. Þá varð ég heillaður af þessu námi og hef stefnt að því síð- an.“ n Tyrfingur Tyrfingsson sem fékk nýlega inngöngu í nám sem kallast fræði og framkvæmd við LHí. Hann lýsir þarna gjörningi nokkurra eldri nemenda. - Morgunblaðið „Framlagi mínu til Lata- bæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið.“ n Stefán Karl Stefánsson leikari. Eins og kunnugt er hefur Stefán leikið glanna glæp í Latabæjarþáttunum, sem og í samnefndri leiksýningu þjóðleik- hússins. - Fréttablaðið „Það getur vel verið að þetta sé fínn gæi.“ n Ásdís rán gunnarsdóttir við dV. Fyrirsætur á vegum umboðsskrifstofu hennar flettu upp kúnna sem þær hittu á hóteli og fundu að nafn hans var tengt afbrotum. „Í mínum huga er ég það þótt aðrir séu kannski ekki sammála.“ n götulistamaður- inn jojo aðspurður hvort hann sé frægur. – dV Hólmfríður Magnúsdóttir er miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið stóð sig frábærlega um síðustu helgi þegar það lagði lið Slóvena með öruggum hætti. Á fimmtudaginn mæta stelpurnar grikkjum í mikilvægum leik á Laugardalsvelli. 180 mínútur í heimsmeistaramót Hljómsveitin Bláir skuggar á Akranesi á morgun: Spilar djass allan hringinn „Við leggjum í hann á morgun. Á sumum stöðunum tökum við þátt í tónlistarhátíðum en á hinum spil- um við sjálfstætt, þetta er heilmikið púsluspil,“ segir Sigurður Flosason, saxófónleikari djasshljómsveitar- innar Bláir skuggar. Á morgun legg- ur hljómsveitin af stað í hringferð um Ísland. Fyrstu tónleikarnir verða á Akranesi annað kvöld en með- al annarra viðkomustaða í ferðinni eru Kirkjubæjarklaustur, Akureyri, Mývatn, Neskaupstaður og Stykkis- hólmur. Djassáhugamenn ættu að kannast við kappana í sveitinni því þar eru á ferðinni þjóðsagnaper- sónur úr íslenska djassinum. Þór- ir Baldursson leikur á Hammond- orgel, Pétur Östlund á trommur, Jón Páll Bjarnason á gítar og Sig- urður Flosason á saxófón. Sveitin spilar létta blöndu af blús og djassi sem ætti að vera við allra hæfi. „Við þekkjumst allir mjög vel, þó bandið sé bara rétt að verða tveggja ára. Við höfum oft spilað saman áður í mis- munandi einingum,“ segir Sigurður. Sveitin lætur sér ekki nægja að spila fyrir landann heldur tekur hún líka að sér kennslu í túrnum: „Það voru tveir auðir dagar á dagatalinu og við ákváðum að nýta þá. Við buð- umst til að halda djassnámskeið á Akureyri og það var mikill með- byr með því svo við slógum bara til. Við erum allir reyndir kennarar svo þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir hann. Ætlunin er að kenna bæði í hópum og einkatímum og þannig auka færni krakkanna í sam- spili. „Ég kenndi síðast á svipuðu námskeiði á Akureyri fyrir 10 árum en þetta er í fyrsta skipti sem þessi hljómsveit kennir sem heild,“ segir Sigurður að lokum. liljag@dv.is Sigurður Flosason Hefur gaman af því að kenna djass.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.