Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 18
Svarthöfði á bágt með að skilja hvernig svokallaðir miðborg-arþjónar eiga að koma að gagni í tilraunum til þess að koma böndum á trylltar fyllibyttur í mið- borg Reykjavíkur á kvöldin um helgar. Þessar kempur eru viðbragð við fáum löggum á stríðssvæð- inu á háannatíma og munu vera sérþjálfaðar í einhverju, þó varla vopnaburði og slagsmálum þar sem miðborgarþjónar hafa ekki heim- ild til þess að handtaka ribbalda eða grípa til nokkurra aðgerða sem sköpum geta skipt á ögurstundu. Þetta munu þó vera sjálfbjarga einstaklingar og mega að-stoða sauðdrukkna ræfla á förnum vegi. Miðborgarþjónarn- ir skera sig úr fjöldanum þar sem þeir ganga í sjálflýsandi vestum og bera ýmsar nauðsynjar á borð við vatn í bakpokum. Svarthöfði veit af eigin reynslu að vatn get- ur verið gulls ígildi þegar líður á fylliríin og vökvaskortur gerir vart við sig. Þá er ekki ónýtt að velvilj- aður þjónn beri í mann vatn eftir að spýjurnar hafa gengið upp úr manni í rennusteininn í Banka- stræti. Hugsunin að baki þessum miðborgarþjónum er því göfug og góð en samt óttast Svarthöfði að þeir muni verða til trafala. Miskunnsamir Samverj-ar eru nefnilega hálfgerð regnbogabörn í augum drykkjuberserkja og fátt finnst grimmum fyllibyttum skemmtilegra en að níðast á góðum sálum. Því má ætla að Samverjarnir verði ekki búnir að bera mikið vatn í gegnum sollinn áður en rándýrin átta sig á að bráðsnjallt sé að berja þessa góðverkasnata í gulu vestunum. Lögreglan mun því þurfa að eyða dýrmætum tíma sínum og mann- skap í að halda verndarhendi yfir miðborgarþjónunum á meðan kóf- drukkið og athyglissjúkt fjölmiðla- fólk heldur vöku fyrir góðborgurum á Vegamótastíg með hópreykingum fyrir utan Ölstofuna. Fáliðaðar og geðstirðar gas-löggur með vatnsbera í gul-um vestum munu aldrei koma böndum á brjálæðið í soll- inum. Til þess þarf ekkert minna en ofurhetju og góðu heilli er sú hetja komin í leitirnar. Batman er upptekin í Gotham-borg og Superman á ekki heimangengt frá Metropolis en það er allt í lagi. Við eigum Aron Pálma, verndara næt- urinnar. Segja má að Aron Pálmi sé pólitískur flóttamaður á Íslandi en hingað hraktist hann undan ofsóknum illgjarns saksóknara í Texas. Aron Pálmi hefur þakkað Ís- lendingum hælið með því að vera ítrekað til staðar þegar fjandinn verður laus í miðbæ Reykjavíkur. Nú síðast afvopnaði Aron Pálmi óðan hnífamann og lagðist á hann af fullum þunga þar til lögregla kom járn- um á manninn og fjarlægði. Þetta hefðu miðborgarþjónarnir hvorki mátt né þorað að gera. Hetjan Aron Pálmi lætur sér hins vegar ekkert fyrir brjósti brenna og hikar ekki við að stofa lífi sínu og limum í hættu til þess að vernda skemmt- anaglaða samborgara sína. Þrátt fyrir kjark, þor og mikla líkamsburði er þó ekki hægt að ætlast til þess að Aron Pálmi leggi drykkjudrýslana alla að velli einn síns liðs. Hins vegar væri ráð að stofna nokkurs konar út- lendingaherdeild miðbæjarins sem yrði skipuð óttalausum og ofsóttum einstaklingum sem hingað hrekjast af manna völdum. Það var mikið glapræði að sálga flóttaísbjörnun- um tveimur sem stigu hér á land um daginn. Og þegar næstu birnir koma er um að gera að ná þeim lif- andi, setja á þá hundaólar og skipa þeim í flokk með Aroni Pálma. Þegar Verndari næturinnar mun spóka sig í Austurstræti með tvo mannýga ísbirni í taumi mun ekki heyrast hósti né stuna frá einni einustu fyllibyttu og þá fyrst geta sómakærir borgarar og miðborgarþjónarnir spókað sig í miðbænum á síðkvöldum. þriðjudagur 24. júní 200818 Umræða DV útgáfufélag: dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrúi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is drEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dV á nEtinu: dV.iS aðalnúmEr: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 40. Umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Verndari næturinnar Svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Svo virðist sem litið sé á það sem hvítar lygar að tala upp efnahagslífið. Kaupmáttur og vanmáttur Leiðari Krónan hrapaði í gær í kjölfar að-gerða ríkisstjórnarinnar í efnahags-málum. Þetta er enn eitt merkið um vanmátt ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim erfiðleikum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir vegna lækkunar krón- unnar. Geir H. Haarde útskýrði efnahags- kreppu Íslands, sem felst í falli krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem „alheims- vanda“ á þjóðhátíðardaginn. Um það bil mín- útu síðar, í sömu ræðu, beindi Geir þeim til- mælum til okkar almennings að stunda vistakstur til að spara bensín, jafnvel þótt hann sjálfur léti einkabílstjóra keyra sig um á bíl sem eyðir þrefalt á við vistvænan bíl. Næsta skref ríkisstjórnar- innar var að hækka heimildina til að taka húsnæðislán. Nú gerir hún okkur kleift að brjótast inn á markað, sem hefur tvöfaldast á örfáum árum, og taka 80 prósent lán upp á 20 milljónir. Ríkisstjórnin veit vel að verðbólgan stefnir í 14 prósent og fer hækkandi. Hún ætti að vita að sá sem tekur lánið og kaupir 20 milljóna króna íbúð með 80 prósent áhvílandi, mun einu ári síð- ar skulda tæpar 23 milljónir í íbúðinni. Ef Seðlabankinn hefur rétt fyrir sér, mun þessi íbúð ekki lengur vera 25 milljóna króna virði, heldur 20 milljóna króna virði. Það er fyrirsjáanlegt að með þessu opnar ríkisstjórn- in leið ungs fólks inn á fjárhagslega glapstigu. Svo virðist sem litið sé á það sem hvítar lyg- ar að tala upp efnahagslífið og segja opinber- lega að allt verði í himnalagi. Jafnvel að það sé þjóðþrifaverk að þverskallast við að viður- kenna vanda og þegar það verði óumflýjanlegt, að kenna þá samsæri útlendinga eða alheims- vanda um allt saman. Fjölmiðlar tala um hækk- andi fasteignaverð, þegar raunverð fasteigna sígur hratt niður á við. Þeir tala um hækkun launa, þegar hækkunin er einungis huglæg og raunveruleikinn lækkun. Þannig hækkuðu laun um 0,4 prósent í maí. Þetta væru góðar fréttir ef verðbólgan hefði ekki étið þessa hækkun upp. Í rauninni minnkaði kaupmáttur um 0,9 prósent. Kaupmáttur hefur minnkað um 3,9 prósent síðustu tólf mánuði. Og miðað við lækkun krónunnar undanfarna daga er yfirvofandi mikil lækkun á kaupmætti sem enn hefur ekki komið fram. Hljómsveitin á að hætta að spila þegar skipið siglir á ísjaka. Hvað sem sagt verður um heimsástandið leiða skoðanakannanir í ljós sýn almennings. Fyrir þjóðinni er Geir H. Haarde ábyrgur, þótt hann finni sökudólginn sjálfur í „alheimsvandanum“. DómStóLL götunnar Hverjir vinna evrópumótið í fótbolta? „ég held að þjóðverjar geri það, það er allavega minn vani að halda með þeim.“ Valdimar Guðbergsson, 56 ára viðgerðarmaður í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum „ég hélt að það yrðu nú Hollendingar en þeir spiluðu illa og ég held að rússar vinni þetta.“ Páll Eiríksson, 66 ára eftirlaunaþegi „ég hef ekki hugmynd, ég fylgist ekki með fótbolta.“ Ásta Margrét Grétarsdóttir, 45 ára bókari „það er náttúrlega engin spurning. að vísu hélt ég að það yrðu Hollending- arnir sem komust langt en mér fannst í upphafi að það yrðu rússar og ég stend með þeim.“ Magnús Sverrisson, 52 ára kjötiðnaðarmaður SanDkorn n Orðið á götunni segir að öll- um starfsmönnum FL Group verði boðið í ferð á Formúlu 1 keppni í Bretlandi í byrjun júlí. Þar verði allt innifalið, flug, gisting, matur og svo framvegis. Ferðin ætti að styrkja geð starfs- manna FL Group, sem hefur gengið afar illa að fóta sig frá því markaðir fóru að falla. Þó er skemmst að minnast þess að Glitnir var gagnrýndur nýverið fyrir að bjóða starfsmönnum á lúxushótel, mitt í kreppudaln- um. n Ísbjarnarvandræði Þórunn- ar Sveinbjarnardóttur um- hverfisráðherra virðast engan endi ætla að taka. Í gær barst fjórða frétt- in um fólk sem taldi sig hafa séð ísbjörn eða ummerki eftir hann. Fyrstu tvö tilfellin voru rétt, en það þriðja reyndist vera hóffar í líki ísbjarnarspors. Meira en tvær vikur eru síðan fyrsti ísbjörninn sást, en samt barst enn og aftur frétt af því í gær að ekki væri hægt að svæfa björninn þegar Austurglugginn greindi frá því að byssa fyrir deyfilyf væri föst í tollinum. n Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur annars fengið nýtt við- urnefni. Það var Svanhildur Hólm Vals- dóttir sem braut ísinn og kynnti hana sem Þórunni „Ísbjarn- ardóttur“ í góðgerðar- þættinum Á allra vörum á SkjáEinum á föstudagskvöldið. n Samfylkingin hefur náð Sjálf- stæðisflokknum í fylgi, sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá hefur ræst það sem Geir H. Haarde var varaður við, að Sjálf- stæðisflokkurinn styrki stöðu Samfylkingarinnar með stjórn- arsamstarfi. Marg- ir voru á því innan flokksins að það væru mikil mistök að hefja sam- starfið, þar sem það hjálpaði Samfylkingunni. Aðrir nefna að staðan hefði orðið enn verri með Samfylkinguna utan ríkis- stjórnarinnar, enda virðist sem svo að þjóðin skelli skuldinni af kreppunni á Sjálfstæðisflokk- inn. Og það er engin smáskuld, íslenska þjóðin er ein sú allra skuldugasta í heimi og hefur undanfarin góðærisár tekið að láni 10 billjónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.