Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 28
Aðdáendur Bubba Morthens höfðu beðið með óþreyju í þrjú ár eftir nýrri plötu frá meistaranum, þar til Fjórir naglar kom út á dög- unum. Bubbi er einhver sigursæl- asti og merkasti tónlistarmaður Ís- lands, um það er engum blöðum að fletta, umdeildur og elskaður eins og oft er með þá sem trónað hafa á toppnum svo lengi. Á Fjórum nögl- um fékk Bubbi til liðs við sig einn efnilegasta tónlistarmann landsins, Pétur Ben, til að stýra upptökum. Þá nýtur hann liðsinnis gamalla félaga í hljómsveitinni Stríð og friður, sem leika undir af mikilli snilld, enda valinn maður í hverri stöðu þar á bæ. Ég, eins og svo margir aðrir, hef verið aðdáandi Bubba Morthens síðan ég áttaði mig á því að tónlist væri til. Ég hef fylgt honum lengi og hlustað á allt sem hann hefur gert. Goðsagna bíður erfitt hlutskipti í hvert sinn sem ný plata kemur út, því hún er alltaf borin saman við þær plötur sem gerðu viðkomandi að stórstjörnu. Bubbi Morthens er engin undantekning hvað þetta varðar. Ég tók mér góðan tíma til að melta Fjóra nagla og hlustaði á hana frá öllum mögulegum vinkl- um. Þetta er góð plata og vönduð, um það er engin spurning, en fjarri því sem Bubbi gerir best. Ég kunni ekki að meta systur- plöturnar tvær, Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá paradís, sem komu út fyrir þremur árum og var ég því þeirrar skoðunar að Bubbi ætti ærið verkefni fyrir höndum á þess- ari skífu. Stefna plötunnar er marg- skipt, poppskotið rokk, þjóðlaga- stíllinn og Big-Band er meðal þess sem greina má hér. Fjölbreyttar út- setningar og góður hljómur. Í heild- ina er platan á góðu róli en þegar rýnt er betur í lögin finnst mér því miður of mörg lög vera farþegar þeirra virkilega góðu. Þegar tíminn er liðinn, Fjórir naglar og Græna húsið eru þau lög sem bera af á plöt- unni. Yrkisefni Bubba á plötunni er svipað og áður: ástin, trúin, dópið og vandkvæði manna. Mér finnst vanta eilítið upp á að þessu sinni í textagerðinni og farið er að örla fyr- ir endurtekningum. Mig er farið að lengja eftir annarri plötu á borð við Arf sem að mínu mati er ein sú besta sem Bubbi hefur gert, vopnaður gít- arnum og röddinni í meiri nánd við hlustandann í einlægni sinni. En Bubbi gerir það sem honum sýnist og gerir það ágætlega. Það verða skiptar skoðanir um þessa plötu líkt og aðrar sem Bubbi hefur gefið út. Góðu lögin á plöt- unni eru mjög góð og auka enn á hróður þessa frábæra söngvara. Kannski eru kröfurnar of miklar hjá okkur sem fylgjumst með, en plat- an líður eilítið fyrir þau sem ekki heppnast jafn vel að mínu mati. Sigurður Mikael Jónsson þriðjudagur 24. júní 200828 Fókus DV á þ r i ð j u d e g i Gospel á Víðistaðatúni Tónleikar fara fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði í kvöld í tengslum við Stóru goSpelhátíðina sem nú stendur yfir í bænum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19 og ætlar jesus revolution að stíga fyrst á stokk. dagskráin stendur til klukkan 23 í kvöld. nánari upplýsingar á gospelhatidin.com. Fjórir naglar í kistu kóngsinsBlús á organBláskinnu-tónleikar verða haldn- ir á Organ annað kvöld. Hljómsveit kvöldsins er BluesAkademian sem er einmitt ársgömul um þessar mundir og á þó nokkra vel heppn- aða tónleika að baki. Hafa tónleika- gestir haft á orði að hér sé kominn nýr og ferskur tónn í íslenskt blúslíf, að því er fullyrt er í tilkynningu. Þeir sem sem skipa BluesAkadem- iuna hafa komið að hljómsveitum sem getið hafa sér gott orð, svo sem Kentár, Súld, Hunang og PS&CO. Tónleikarnir hefjast klukkan 22, að- gangseyrir er 1000 kr. Karnival- stemning í Borgarneslaug Brasilísk karnivalstemning verður í sundlauginni í Borgarnesi í kvöld í tilefni af Jónsmessunni. Sundlaugin verður opin til miðnættis og verður flæðandi tónlist spiluð frá klukkan 21 fram að lokun. Brasilísk samba- og bossanova-tónlist með íslensku fjalla- yfirbragði er á meðal þess sem boðið verður upp á af hljómsveit sem skipuð er Ife Tolentino, Óskari Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni og Matthías M.D. Hemstock. Þá mega sundlaugargestir búast við ilmi og ljóðum og óvæntum uppákomum. Verðlaun verða veitt fyr- ir frumlegasta suðræna klæðaburðinn og sundfötin. auglýst eftir kvikmynd- um á RiFF RIFF, alþjóðleg kvikmyndahá- tíð í Reykjavík, auglýsir eftir ís- lenskum myndum til að sýna á hátíðinni sem verður haldin dag- ana 25. september til 5. október. Auglýst er eftir leiknum kvik- myndum, heimildarmyndum og stuttmyndum. Aðsókn að RIFF hefur vaxið ár frá ári. Á síðustu hátíð komu yfir tuttugu þúsund manns og hefur hún fengið mjög lofsamlega umfjöllun í erlend- um fjölmiðlum. Áhugi erlendra fjölmiðla á hátíðinni í haust er mikill og er von á fjölda erlendra blaðamanna, meðal annars frá Variety, Screen International og Hollywood Reporter. Nánari upp- lýsingar er að finna á riff.is. Fjórðu plötu Coldplay hefur af mörgum verið beðið með eftirvænt- ingu. Ég skal vel viðurkenna að ég hef ekkert verið að missa mig úr spenn- ingi þrátt fyrir að hafa fundist fyrstu tvær plöturnar einstaklega skemmti- legar en ekki verið jafnhrifin af þeirri þriðju, X&Y sem kom út árið 2005. Undanfarið hef ég hins vegar verið að hlusta á þessa fjórðu breiðskífu sveitarinnar með opnum hug. Plat- an nefnist Viva La Vida líkt og þekkt málverk eftir Fridu Kahlo en um- gjörð plötunnar er einstaklega list- ræn þar sem framhlið plötuumslags- ins prýðir eitt þekktasta verk franska listmálarans Eugene Delacroix. Platan hefst á „instrumental“ laginu Life in Technicolor, lag sem ég er ekki frá því að sé undir nokk- urs konar Miðausturlanda-áhrifum. Hljómar sem ekki hafa heyrst áður frá Coldplay. Spennandi hugsaði ég með mér. Loksins eitthvað nýtt að gerast hjá Coldplay. Næst kemur lagið Cemetries of London og mega þeir eiga það að það kveður við nýj- an tón hjá Coldplay á þessari plötu en að öðru leyti áttaði ég mig ekki á því að ég væri komin alla leið að sjötta laginu, Yes þar sem lög- in runnu öll saman í eitt. Lagið Yes kemur svo með svolítið ferskan blæ með þessum fyrrnefndu Miðaust- urlanda-strengjahljóðfærum. Lagið náði að fanga athygli mína á ný en að öðru leyti fannst mér voðalega lít- ið varið í þessa plötu. Hugsanlega er það vegna þess að ég er komin með leiða á röddinni hans Chris Martin. Það eru eflaust margir harðir Cold- play-aðdáendur sem eru ánægðir með Viva La Vida en mér fannst hún leiðigjörn og fékk alveg nóg af henni eftir að hafa hlustað á hana nokkr- um sinnum yfir helgina og undir lok- in varð ég oft að taka mér smápásu frá hlustun disksins í heild sinni þar sem ég fékk bara nóg af þessu væli. Þeir fá samt plús fyrir það að hafa að- eins breytt út af vananum og kveðið við nýja tóna í bland við gamla góða píanóspilið hans Chris. Og fyrir að vera örlítið rokkaðri en þeir hafa hingað til verið. Krista Hall Leiðigjörn og fLöt hLustun Plötudómur ViVa la Vida HHHHH coldplay Bubbi Morthens „yrkisefni Bubba á plötunni er svipað og áður: ástin, trúin, dópið og vandkvæði manna. Mér finnst vanta eilítið upp á að þessu sinni í textagerðinni og farið er að örla fyrir endurtekningum.“ Plötudómur fjórir naglar HHHHH BuBBi MorTHens Þægileg plata til að láta renna í gegn á góðum degi, en fjarri því að vera besta plata Bubba.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.