Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Síða 6
fimmtudagur 26. júní 20086 Fréttir DV Herkvaðning í bensínstríð Tölvupóstur hefur gengið manna á milli þar sem hvatt er til aðgerða vegna hás bens- ínverðs. Lagt er til að bensínstöðvar N1 og Skeljungs verði sniðgengnar algjörlega. Forstjórar olíufyrirtækjanna segja álagningu sína ekki þola að lækka. Verið að hengja bakara fyrir smið, segir for- stjóri N1. Fólk á að kaupa sér hjól og hætta þessu kjaftæði, segir Dr. Gunni. Herkvaðning sjálfskipaðra neytenda- bjargvætta hefur gengið eins og eld- ur í sinu milli landsmanna í tölvupósti síðan í gær. Þar er lögð mikil áhersla á að landsmenn taki höndum sam- an gegn háu eldsneytisverði. Það hef- ur náð áður óþekktum hæðum líkt og fram kom í DV í gær. „Það er hægt!“ segir í póstinum. „En þá verðum við að framkvæma núna! Og gera það af skynsemi!“ Sniðganga Skeljung og N1 Lausn bjargvættanna er að þeirra sögn skotheld og felst í því að snið- ganga algjörlega tvö stærstu olíufé- lögin, Skeljung og N1. Þannig muni fyrirtækin lækka verðið til að ná til viðskiptavinanna á ný, verðstríð fer af stað og hin olíufélögin munu fylgja með. „Eina ráðið er að slá þar sem sárast bítur,“ segir enn fremur í tölvu- bréfinu. „Peningaveskið! Það getum við gert!“ Viðtakendur póstsins eru í framhaldinu beðnir að senda hann áfram á tíu manns, og þeir síðan áfram á tíu þar til allir Íslendingar fá póstinn í hendurnar. Hinir óbreyttu fótgönguliðar neyt- endahersveitarinnar hafa greinilega ekki látið sitt eftir liggja heldur tek- ið til við að bauna skilaboðunum sín á milli. Það eru því fáir sem ekki hafa fengið veður af póstinum. Upptökin hjá Atlantsolíu og Olís? „Fyrst Íslendingar fjölmenntu á allar bensínstöðvar eins og ekkert væri eftir að upp komst um samráðið er maður nú ekkert allt of bjartsýnn,“ segir neytendafrömuðurinn Dr. Gunni aðspurður hvort þjóðin taki nú loks við sér í kjölfar herkvaðningarinnar. „Það er náttúrlega spurning hvort þetta eigi upptök sín hjá Atlantsolíu og Olís,“ bætir hann kankvís við. Hann telur þó að aðgerðir sem þessar gætu borið árangur. „Menn eiga bara að kaupa sér hjól og hætta þessu kjaftæði,“ ráðleggur Doktorinn að lokum. Ruglingur í tölvupóstinum „Það er dapurlegt að menn skuli fara af stað með svona hluti án þess að kynna sér þetta nánar,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, um tölvubréfið. „Hið rétta er að hlutfall okkar í eldsneytisverð- inu hefur farið stöðugt lækkandi. Elds- neytisverð á Íslandi er orðið með því lægra sem gerist í Norður-Evrópu.“ Gunnar bendir á að hættulegt sé að rugla saman olíusölum og olíufram- leiðendum. Hagur endursöluaðila sé mestur þegar verðið er lægst, öfugt við trú almennings. „Við erum fórn- arlömb hækkandi olíuverðs og höfum engan hag af því nema síður sé,“ segir Gunnar. Mun ekki bera árangur Að sögn Gunnars myndu aðgerð- irnar sem nefndar eru ekki leiða til lækkunar verðs. „Við getum ekki selt bensínið lægra en á kostnaðarverði. Við erum einfaldlega á sársaukamörk- um.“ Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, tekur undir orð Gunnars: „Ég held að flestir ágætlega upplýstir menn átti sig á að þarna er kjánaskapur á ferð. Það er verið að hengja bakara fyrir smið í þessu skeyti.“ Aðspurður vildi Gunnar minnst tjá sig um hvort ekki sé sérstakt að þriðja stóra olíufélaginu, Olís, sé hald- ið utan við aðgerðir neyt- enda. Vita ekki um upptökin „Við vitum ekki hvaðan þessi póstur kemur,“ seg- ir Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vöru- stýringarsviðs Olís. Samúel vildi ekki segja til um hvort pósturinn hefði jákvæð áhrif á rekstur Olís eða ekki. Að öðru leyti er hann sammála þeim Gunnari og Hermanni, að pósturinn einkenndist af vanþekkingu. „Íslensk olíu- félög stunda ekki vinnslu á olíu heldur kaup á henni til endursölu. Okkar hags- munir eru að eldsneytisverð haldist lágt, ekki að það sé hátt. Hátt eldsneytisverð er íþyngjandi fyrir reksturinn vegna stóraukins vaxtakostn- aðar.“ segir Samúel. hAfSteiNN GUNNAR hAUkSSON blaðamaður skrifar hafsteinng@dv.is „Ég held að flestir ágætlega upplýstir menn átti sig á að þarna er kjánaskapur á ferð. Það er ver- ið að hengja bakara fyrir smið í þessu skeyti.“ 20 07 1 24 ,6 0 k r ó n u r 20 08 1 76 ,4 0 k r ó n u r Verð bensín- lítrans N1 Lagt er til að bensínstöðin verði sniðgengin. Dr. Gunni Hefur ekki trú á að aðgerðirnar heppnist. Úr áróðrinum myndsýningin er áhrifarík fyrir þann sem les.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.