Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Side 10
Ítalska dagblaðið 24 minuti setti
fyrir mistök Slaven Bilic, landsliðs-
þjálfara Króata í fótbolta, á forsíðu
með fyrirsögninni MORÐINGI.
Forsagan er sú að Vlado Taneski,
blaðamaður í Makedóníu, var hand-
tekinn um helgina fyrir morð á tveim-
ur ítölskum konum. Ítalska lögreglan
fór með rannsóknina og tengdi fljót-
lega Taneski við málið. Enda skrifaði
hann mjög ítarlega um morðin í sínu
blaði. Komu þar fram miklar upplýs-
ingar og meiri en hafði verið gefið út
af lögreglunni.
Hann var handtekinn um helgina
eftir að DNA úr honum og sæði fannst
á þeim látnu. Í fangelsinu framdi
hann sjálfsmorð, fannst í klefa sínum
á sunnudag með höfuðið í vatnsfötu.
Ítalska blaðið hafði fjallað um málið
og þegar það lak út að morðinginn
hefði framið sjálfsmorð var hann sett-
ur á forsíðu. En fyrir einhver stórkost-
leg mistök var myndin af Slaven Bilic!
Bilic er hár dökkhærður maður sem
hefur verið mikið í heimspressunni
undanfarið enda þjálfari Króatíu á
Evrópumótinu í fótbolta. Taneski var
lítill ljóshærður maður og eins ólíkur
Bilic og nótt er ólík degi.
Ritstjóri 24 minuti hefur beðist af-
sökunar og komið með afsökunar-
beiðni til handa Bilic. Hann sagði að
ruglingurinn hefði orðið þannig til að
blaðamaðurinn hefði verið að nið-
urhala mynd af netinu þar sem orð-
ið utrinski hafi orðið að jutarni, sem
þýðir víst það sama í makedónsku.
benni@dv.is
a
fimmtudagur 26. júní 200810 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Elisabet Fritzl sem var lokuð inni í kjallara föður síns í 24 ár neitar að bera vitni gegn
föður sínum. Hún segist einfaldlega ekki vera tilbúin að sjá hann aftur. Hún mun
bera vitni frá sjúkrastofnun sem hún dvelur á og verður vitnisburðurinn sendur í
dómsal gegnum netið.
Vill ekki sjá
föður sinn
á ný
„aðilar tengdir
Josef munu ekki
þurfa að vera í
eigin persónu fyr-
ir framan hann
eða réttinn.“
Elisabet Fritzl sem var haldið fang-
inni af Josef, föður sínum, í 24 ár í
viðbjóðslegum kjallara, gat ekki
borið vitni gegn föður sínum í
gegnum netið í gær. Læknar sem
annast Elisabetu sögðu hana ein-
faldlega ekki tilbúna.
Þótt hún verði ekki í sama her-
bergi og faðir hennar í fyrirtökunni
getur hún séð hann á skjánum fyr-
ir framan sig. Hún gæti einnig þurft
að svara spurningum frá Josef og
hans lögfræðingum ef þeir vefengja
hennar vitnisburð.
Mamman neitar enn
Fyrirtaka í málinu átti að hefjast
í næstu viku að beiðni Elisabetar.
Hún vildi sjá föður sinn á bak við
lás og slá sem allra allra fyrst. Fyrir-
tökunni hefur verið slegið á frest og
það verða læknar sem ákveða hve-
nær Elisabet verður tilbúin að tak-
ast á við föður sinn enn á ný.
Búist er við að Elisabet beri sinn
vitnisburð frá stofnun þar sem hún
dvelur ásamt sex börnum sínum.
Börnum sem eiga Josef að föður og
afa! Læknar vilja að Elisabet nái sér
að fullu áður en hún tekst á við föð-
ur sinn og fjölmiðla. Það yrði þá í
fyrsta sinn síðan hún slapp úr prís-
undinni fyrir tveimur mánuðum.
Móðir Elisabetar, Rosemarie,
neitar enn þann dag í dag að hafa
vitað að maður hennar hafi lifað
tvöföldu lífi. Rosemarie gefur sinn
vitnisburð á sama tíma og Elisabet
gefur sinn.
Fritzl búinn að játa að hluta
„Upptaka af þeim öllum verður
birt í aðalmeðferð málsins en að-
ilar tengdir Josef munu ekki þurfa
að vera í eigin per-
sónu fyrir framan
hann eða réttinn,“
sagði Franz Cutka,
talsmaður réttarins
í St. Polten, þar sem
réttarhöldin fara
fram.
Fjölmiðlar um
allan heim hafa
gríðarlegan áhuga á
framvindu mála og
líður varla sá dag-
ur að fréttir tengdar
Josef Fritzl séu ekki
birtar. Réttarhöld-
in fara engu að síð-
ur fram á þessu ári.
Ríkissaksóknari í Austurríki hefur
staðfest að Josef Fritzl hafi játað að
hafa haldið dóttur sinni fanginni í
kjallara í húseign sinni. DNA hefur
einnig staðfest að
hann sé faðir eigin
barnabarna. Rík-
issaksóknari von-
ar að Elisabet verði tilbúin að bera
vitni í næsta mánuði.
Fritzl-málið komst fyrst upp
þegar Kerstin, dóttir Elisabet-
ar, varð alvarlega veik og var flutt
á sjúkrahús. Læknar fundu eng-
ar sjúkraskýrslur og óskuðu eftir
móður unglingsins. Þá fyrst leyfði
Josef dóttur sinni að fara úr kjallar-
anum eftir 24 ár þar neðra. Hún út-
skýrði málið fyrir lögreglunni sem
handtók Josef í kjölfarið.
BEnEdikt Bóas hinRiksson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Elisabet Fritzl dóttur josefs
var haldið nauðugri í 24 ár.
Læknar segja hana ekki
tilbúna að sjá föður sinn á ný.
Mannvonska
í sinni verstu
mynd josef
fritzl hefur
játað að hafa
haldið dóttur
sinni fanginni í
24 ár og
eignast með
henni sex börn.
Ítalskt dagblað gerði afdrífarík mistök á forsíðu í gær:
Bilic kallaður morðingi
Ekki morðingi
Slaven Bilic er í rokkhljómsveit
og er landsliðsþjálfari Króatíu.
réttað í
unglingamorði
Nú stendur yfir í Englandi
dómsmál gegn átta ungling-
um sem sátu fyrir hinum 16 ára
Eugene Attram og lömdu hann
til bana. Vinur Attrams, Albert
Egham ætlaði að koma vini
sínum til bargar en uppskar 10
hnífstungur. Unglingarnir sem
eru fyrir rétti eru í SUK-genginu.
SUK-gengið hitti gengi Attrams
og Eghams, TZ, á Lavender Av-
enue og urðu mikil fjöldaslags-
mál í kjölfarið. Milli 40 og 60
ungmenni slógust með kylfum
og hnífum. Ashley Roockwood,
19 ára nemi, er talinn hafa veitt
Attram banahöggið. Unglinga-
morð eru orðin tíð í Englandi og
krefst saksóknari lífstíðardóms
yfir Roockwood.
Mugabe ekki
lengur riddari
Elísabet Englandsdrottn-
ing ákvað í gær að svipta
Robert Mugabe, forseta
Simbabve, riddaratign. Í til-
kynningu frá breska utanrík-
isráðuneytinu segir að meðal
ástæðna sé að Mugabe noti
ofbeldi til að ná sínu fram.
Mugabe er undir mikilli
pressu frá alþjóðasamfélag-
inu eftir tíðan fréttaflutning
um ofbeldi samkvæmt fyrir-
mælum frá honum.
shaq tekur
kobe í nefið
Nýverið fór myndbands-
upptaka á veraldarvefinn þar
sem tröllið Shaquille O´Neal
„battlar“ yfir fyrrverandi liðsfé-
laga sinn Kobe Bryant. „Battl“
er rímnastríð millum tveggja
rappara á sviði en Kobe var ekki
staddur í húsinu til að svara fyrir
sig. Fram kom hjá Shaq að Kobe
geti ekki unnið NBA-titilinn án
hans.
DV4117300407_nba_0.jpg
Höf›abakka 9 (sama hús og Hreyfigreining)
• Brasilískt súkkula›ivax
• Frábærar líkamsme›fer›ir sem losa flig
vi› appelsínuhú›, slit og slappa hú›!
• Leirvafningar, andlitsme›fer›ir,
för›un og fleira
• FRÁBÆR TILBO‹
Panta›u tíma í síma 557 3939