Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Síða 22
fimmtudagur 26. júní 200822 Ættfræði DV
30 ára í dag
60 ára í dagTil
hamingju
með
afmælið
30 ára afmæli
n Bechir Habib jeridi Melalind 12, Kópavogi
n Saul isac gutierrez tapia Tungubakka 26, Reykjavík
n Sylwester Piotr gocal Gerðavegi 25, Garður
n Piotr Lukasz Klósiek Ystaseli 31, Reykjavík
n Leszek marek Pilawski Ekkjufelli, Egilsstöðum
n Elena Solodunova Hlíðarbyggð 53, Garðabæ
n dawid rafal Kazmierczak Hrannargötu 5, Reykjanesbæ
n Hulda Sigurþórsdóttir Mýrargötu 7, Vogum
n Þórunn Pálína jónsdóttir Skólavörðustíg 21a, Reykjavík
n ragnhildur Sveina Árnadóttir Hléskógum 2, Egilsstöðum
n Þórunn gyða Hafsteinsdóttir Borgargerði 6, Reykjavík
n Sigursteinn már jónsson Lindasíðu 35, Akureyri
n Hafdís Vera Emilsdóttir Eyjabakka 32, Reykjavík
n Haukur már Helgason Arnarsmára 26, Kópavogi
n maría guðrún gunnarsdóttir Helgugrund 10, Reykjavík
n anna dagbjört gunnarsdóttir Þórðarsveig 22, Reykjavík
n auður inga Þorsteinsdóttir Beykihlíð 17, Reykjavík
n gunnar jökull Karlsson Ástjörn 9, Selfossi
n anna Lára guðnadóttir Lágseylu 13, Njarðvík
n Hafdís Ólafsdóttir Bergstaðastræti 9b, Reykjavík
n Sindri Sigurfinnsson Furugrund 30, Selfossi
40 ára afmæli
n Pavel messner Grettisgötu 92, Reykjavík
n anna janyalert Brekkubæ 4, Reykjavík
n grazyna Borkowska Strandgötu 14, Sandgerði
n jonathan Portal gabon Reykjabraut 5, Þorlákshöfn
n markus rennen Lyngholti 17, Álftanesi
n jacek Pawel urbanski Hlíðardalsskóla, Selfossi
n guðni th. jóhannesison Lágholtsvegi 13, Reykjavík
n Sveinn Kristján ingimarsson Búlandi 4, Djúpivogi
n Ása H. Sigurjónsdóttir Norðurvöllum 28, Reykjanesbæ
n Snorri Páll Einarsson Arnarsmára 12, Kópavogi
n Óli Þór jónsson Skútahrauni 1, Mývatn
n Svala g. Lúðvíksdóttir Hvanneyrarbraut 6, Siglufirði
n guðrún margrét Baldursdóttir Hrísdal 1, Borgarnesi
50 ára afmæli
n irena Cernisoviene Brekkuseli 2, Reykjavík
n guðmundur K. Þórðarson Mávabraut 4e, Reykjanesbæ
n guðrún gunnarsdóttir Daltúni 27, Kópavogi
n Sigurrósi Sigurðardóttir Traðarlandi 12, Bolungarvík
n Erla guðmundsdóttir Hagamel 26, Reykjavík
n Kolbrún garðarsdóttir Skógarási 5, Reykjavík
n Áslaug jóhanna jensdóttir Austurvegi 7, Ísafirði
n Sigríður Svavarsdóttir Barmahlíð 11, Sauðárkróki
n Bryndís Sif guðbrandsdóttir Blómsturvöllum 1,
Grindavík
n Benjamín B Valgarðsson Ásholti 6, Dalvík
n Þorleifur ingvarsson Sólheimum, Blönduósi
60 ára afmæli
n Sigurberg Þórarinsson Jörfagrund 27, Reykjavík
n andrés Sigvaldason Kringlunni 73, Reykjavík
n Sigrún f jónsdóttir Stekkholti, Sauðárkróki
n Þorleifur Kristján guðmundsson Forsölum 1, Kópavogi
n Einar Árnason Laugateigi 50, Reykjavík
n Sigurður Örn jónsson Hliðsnesii 2, Álftanesi
n Eiríkur Einarsson Víkurströnd 9, Seltjarnarnesi
n Ester Haraldsdóttir Flétturima 36, Reykjavík
n jóhann Hákonarson Ólafsgeisla 20, Reykjavík
n Böðvar Halldórsson Laut 22, Grindavík
n Þórey Ásmundsdóttir Reykjafold 30, Reykjavík
70 ára afmæli
n Sólveig B Halldórsdóttir Yrsufelli 32, Reykjavík
n jens Karlsson Hlaðbrekku 12, Kópavogi
n jón Hjartarson Haðalandi 2, Reykjavík
n maría magdalena Helgadóttir Holtagötu 3, Akureyri
75 ára afmæli
n Erling jóhannsson Bröndukvísl 13, Reykjavík
n Birna Baldursdóttir Aratúni 23, Garðabæ
n guðrún melax Vallargerði 32, Kópavogi
80 ára afmæli
n Elsa Heiðdal Stafni, Blönduósi
n anna jóhannesidóttir Gnoðarvogi 70, Reykjavík
n Beinteinn Sigurðsson Álfabergi 28, Hafnarfirði
n margrét Eyjólfsdóttir Aðalstræti 22, Bolungarvík
n ósikar Halldórsson Lyngbergi 39b, Hafnarfirði
n ingibjörg Stefánsdóttir Fellsenda dvalarh, Búðardal
n Steinólfur Lárusson Ytri-Fagradal 2, Búðardal
85 ára afmæli
n Sigríður Elíasdóttir Þiljuvöllum 25, Neskaupstað
n Helga júlíusdóttir Skjólbraut 11a, Kópavogi
n Sigríður Kr Árnadóttir Blásölum 21, Kópavogi
90 ára afmæli
n Þormóður torfason Grænumörk 5, Selfossi
Erlingur
SigurðarSon
fyrrV. forStÖðumaður SigurHæða - HúSS SKÁLdSinS Á aKurEyri
Þórunn Pálína Jónsdóttir er þrítug í dag:
Fékk ferð til Tokyo
„Ég ætla nú ekki að gera mikið á afmælis-
daginn því ég held upp á það seinna. Ég fer
samt út að borða á Santa María á Laugaveg-
inum með nokkrum góðum vinum mínum,“
segir Þórunn Pálína Jónsdóttir afmælisbarn
sem er þrítug í dag.
Þórunn Pálína ólst upp í Reykjavík og
gekk í Melaskóla, Mýrarhúsaskóla og Laugar-
nesskóla áður en hún flutti til Brussel og gekk
þar í International School Brussels. Eftir það
flutti hún aftur til Íslands og kláraði mennta-
skólann á Íslandi.
Þórunn á ennþá eftir að ákveða hvernig
haldið verður upp á tímamótin en það verð-
ur gert næstu helgi: „Það eru nokkrir sem
vilja hafa puttana í því með mér, en ætli ég
reyni ekki að hafa þetta dálítið glæsilegt því
ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt í mörg
ár,“ segir hún.
Þórunn hefur þegar fengið nokkrar af-
mælisgjafir og er sérlega ánægð með glæsi-
legan leðurjakka sem hún fékk því það er
búið að vera draumur í langan tíma. Auk þess
er hún búin að fá gjöf frá Kaupþingi og hluta
af tölvu og flugmiða til Tokyo frá foreldrum
sínum: „Mamma og pabbi búa í Tokyo svo
þetta er í annað skipti sem ég kem þang-
að. Það er alveg eins og að detta inn á aðra
plánetu, furðulegt á margan hátt. Ég er líka
það hávaxin að ég er stærri en flestir karl-
mennirnir, það er mjög sérstakt að vera risi í
Tokyo,“ segir hún.
Aðspurð segist hún hafa þroskast mikið
þessa síðustu viku: „Það var mikil uppgvötun
fyrir mig að ég væri að komast á fertugsald-
urinn, núna er kominn tími til að hugsa sinn
gang og láta verða af hlutunum,“ segir Þór-
unn að lokum.
Erlingur fæddist á Grænavatni í Mývatns-
sveit og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1969, stundaði nám í ensku og sagnfræði
við Colby College í Watermille í Maine í Banda-
ríkjunum 1970, lauk BA-prófi í íslensku og sagn-
fræði við HÍ 1976, cand. mag.-prófi í sagnfræði
við HÍ 1987, prófum í uppeldis- og kennslufræði
við HÍ 1981, stundaði nám í þýsku, þjóðfræðum
og sagnfræði við Ebenhard-Karls-Universität
í Tübingen í Þýskalandi 1991-92 og hefur sótt
ýmis námskeið fyrir kennara.
Erlingur var kennari við MA 1969-70, blaða-
maður við Tímann 1972-73, þáttagerðarmaður
við Ríkisútvarpið 1974-75 og 1985, og hafði um-
sjón með þættinum Daglegt mál 1986-87 og
1996-97, var blaðamaður við Þjóðviljann 1975-
76, landvörður í Mývatnssveit sumrin 1973-79,
bóndi að Grænavatni 1976-77 og við bústörf
þar öll sumur til 1979, kennari við Skútustaða-
skóla 1976-77, starfsmaður Alþýðubandalags-
ins 1977-78, sat í ritnefnd og vann við ritstjórn
Norðurlands 1977-88, íslenskukennari við MA
1978-97 og jafnframt deildarstjóri þar í fimm
ár, var eini íslenskukennarinn við HA 1997-98
og forstöðumaður Sigurhæða á Akureyri 1997-
2003.
Erlingur var formaður Félags stúdenta í
heimspekideild 1973-75, sat í stúdentaráði HÍ,
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðubandalagið 1975-91, var formaður Nátt-
úruverndarnefndar Akureyrar 1980-86, sat í
stjórn Útgerðarfélags Akureyringa 1987-95, í
stjórn Hins íslenska kennarafélags 1989-91, í
Ferðamálaráði Íslands 1989-93, sat í skólanefnd
Tónlistarskólans á Akureyri 1990-91, í stjórn
Mecklenburger Hochseefischerei í Rostock í
Þýskalandi 1993-95, í starfshópum Menning-
armálanefndar um framtíðarstarfsemi í Sigur-
hæðum 1994-96 og í skipulagsnefnd Akureyrar
1996-98.
Ritverk Erlings: Heilyndi - ljóð frumort og
þýdd, útg. 1997; Á svörtum fjöðrum, leiksviðs-
verk úr ljóðum Davíðs Stefánssonar, frumsýnt af
LA á hundrað ára afmæli skáldsins 1995; Ágrip
af sögu Mývatnssveitar og mannlífs þar, hand-
rit; Laxárdeilan, kandídatsritgerð.
FJölskylda
Erlingur kvæntist 1.1. 1974 Sigríði Stefáns-
dóttur, f. 29.7. 1949, skrifstofustjóra hjá Akur-
eyrarbæ. Hún er dóttir Stefáns Magnússonar, f.
26.8. 1926, d. 18.3. 1963, flugstjóra í Reykjavík,
og Önnu Camillu Einarsdóttur, f. 4.6. 1925, fyrrv.
verslunar- og skrifstofumanns.
Börn Erlings og Sigríðar eru Erna, f. 24.1.
1975, íslenskufræðingur hjá Alþingi; Sigurður, f.
11.9. 1977, búfræðingur, leiðsögumaður og bíl-
stjóri; Kári, f. 16.8. 1982, rannsóknarlögreglu-
maður á Akureyri.
Bræður Erlings eru Benedikt, f. 3.4. 1952,
forstöðumaður Búseta á Akureyri; Hjörleifur, f.
25.10. 1957, búfræðingur og bóndi að Græna-
vatni.
Foreldrar Erlings eru Sigurður Þórisson, f.
5.5. 1919, d. 14.4. 2001, bóndi að Grænavatni,
og k.h., Þorgerður Benediktsdóttir, f. 5.4. 1916,
húsfreyja.
Ætt
Þórir er sonur Torfa, b. og pósts á Birnings-
stöðum, Sæmundssonar, b. í Narfastaðaseli,
bróður Friðriks, föður Barða hjá VSÍ, Kristj-
áns í Últíma og Margrétar, móður Björns Þór-
hallssonar, varaforseta ASÍ, föður Karls, fyrrv.
bæjarstjóra á Selfossi. Sæmundur var son-
ur Sæmundar í Narfastaðakoti, Jónssonar, b. í
Holtakoti, Torfasonar, bróður Sæmundar, afa
Valdimars Ásmundssonar ritstjóra, föður Héð-
ins alþm., föður Bríetar leikkonu, móður Stein-
unnar Ólínu leikkonu. Móðir Þóris var Guðrún
Snorradóttir, b. á Geitafelli, Oddssonar og Sig-
urbjargar Jónsdóttur, b. á Langavatni, Illugason-
ar, b. í Baldursheimi, Hallgrímssonar, ættföður
Hraunkotsættar, Helgasonar.
Móðir Sigurðar var Þuríður, systir Þórólfs
í Baldursheimi. Þuríður var dóttir Sigurðar, b.
í Baldursheimi, bróður Sigurbjargar á Geita-
felli. Móðir Þuríðar var Solveig Pétursdóttir, b.
í Reykjahlíð, Jónssonar, ættföður Reykjahlíða-
rættar Þorsteinssonar.
Þorgerður er dóttir Benedikts, b. á Græna-
vatni, Guðnasonar b. þar Ásmundssonar, b. í
Álftagerði, Helgasonar, ættföður Skútustaðaætt-
ar, Ásmundssonar. Móðir Benedikts var Kristín
Einarsdóttir, Björnssonar.
Móðir Þorgerðar var Solveig, hálfsystir Sig-
urðar skálds á Arnarvatni, föður Málfríðar, fyrrv.
alþm. Hálfsystir Solveigar var Sigrún, móðir
Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra.
Solveig var dóttir Jóns, skálds á Helluvaði, Hin-
rikssonar. Móðir Solveigar var Sigríður, hálfsyst-
ir Þorgils gjallanda. Móðir Sigríðar var Guðrún,
systir Péturs í Reykjahlíð.
Erlingur mun lesa upp úr óbirtum eigin
verkum á afmæliskvöldi í Deiglunni á Akureyri
og hefst upplesturinn kl. 20.45.
Lárus KjarTansson
gLímuKaPPi og framKVæmdaStjÓri gLímuSamBandS íSLandS
Lárus fæddist í Reykjavík en ólst upp á
Laugarvatni. Hann var í Barnaskóla Laugar-
vatns, Héraðsskólanum á Laugarvatni, lauk
stúdentsprófi frá ML og lauk íþróttafræði-
prófi frá Íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni 2004.
Lárus vann hjá Íþróttamiðstöð Íslands á
Laugarvatni á námsárunum og kenndi auk
þess við Grunnskólann í Grundarfirði. Þá
kenndi hann á sund- og leikjanámskeiðum
hjá ÍTR í Vesturbænum í Reykjavík. Frá því
hann lauk íþróttafræðiprófi hefur hann verið
framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands
en mun hefja kennslu við Brekkubæjarskóla
á Akranesi í haust.
Lárus hóf að æfa glímu 1985 og keppti um
árabil. Hann er margfaldur Íslands- og bik-
armeistari í glímu í öllum aldursflokkum og
hefur auk þess sigrað á fjölda glímumóta víðs
vegar um land.
FJölskylda
Kona Lárusar er Erna Hafnes Magnúsdótt-
ir, f. 5.7. 1979, kennari í Brekkubæjarskóla.
Dóttir Lárusar er Anna Kolbrún Lárusdótt-
ir, f. 19.6. 1997.
Dóttir Lárusar og Ernu er Auður María
Lárusdóttir, f. 19.6. 2006.
Systkini Lárusar eru Vilborg Guðný Atla-
dóttir, f. 5.1. 1973, arkitekt í Róm; Óðinn Þór
Kjartansson, f. 28.10. 1979, grafískur hönnuð-
ur.
Foreldrar Lárusar eru Kjartan Lárusson,
f. 25.2. 1955, kennari á Laugarvatni, og Auð-
unn Waage, f. 31.10. 1949, starfsmaður við
leikskólann á Laugarvatni.