Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Page 28
Hvað heitir lagið?
„Engin byssukúla gEtur stoppað okkur núna, við
hvorki bEtlum né bEygjum okkur.“
Laxveiðar í Jemen heitir bók sem
kom út nýverið hjá Máli og menn-
ingu. Hún kom upphaflega út á
ensku á síðasta ári og er fyrsta bók
Breta að nafni Paul Torday. Það
væri kannski ekki í frásögur fær-
andi ef Torday væri ekki kominn á
sjötugsaldur. Honum ku hafa vegn-
að ágætlega í viðskiptum í gegnum
tíðina, en fékk svo þá flugu í haus-
inn að skrifa bók sem sameinaði tvö
af áhugmálum hans, veiðar og Mið-
Austurlönd. Torday getur ekki beint
kvartað undan móttökunum sem
frumburðurinn hefur fengið. Marg-
ir gagnrýnendur hafa mært verkið,
þýðingar á sögunni koma út víða
þessi misserin auk þess sem hún
hlaut hin svokölluðu Bollinger Ev-
eryman Wodehouse-verðlaun sem
gamansaga ársins.
Bókin segir frá því þegar vellauð-
ugur fursti frá Jemen fær þá flugu í
hausinn að gera löndum sínum
kleift að renna fyrir lax á heima-
slóðum. Ekkert er til sparað og
nafntogaður breskur fiskifræðing-
ur er fenginn til að stýra nauðsyn-
legum aðgerðum; að flytja lax út í
eyðimörkina og skapa honum þar
lífvænlegt umhverfi. Eins og gefur
að skilja er það ekki heiglum hent
að láta svo framúrstefnulega hug-
mynd verða að veruleika. Pólitískir
hagsmunir, valdagræðgi, framapot
og „PR-plot“ ráðherra og embættis-
manna, vandræði í einkalífi persóna
og fleira bætist svo ofan á þá vís-
indalegu þrautir sem þarf að leysa
til að draumur furstans geti ræst.
Ekki var ég mjög spenntur fyrir
bókinni, fyrst þegar hún kom inn
á borð ritstjórnar. Titillinn fannst
mér fráhrindandi og ekki lofuðu
fyrstu blaðsíðurnar góðu þegar ég
skannaði þær; tölvupóstsamskipti
og minnisblöð starfsmanna ráðu-
neyta, Þjóðarmiðstöðvar um fisk-
veiðihlunnindi og ráðgjafarfyrir-
tækis. En þegar betur var að gáð og
lesturinn hélt áfram kom í ljós að
textinn iðaði af húmor. Stofnana-
mál og uppskrúfað orðalag er not-
að í hæðnislegum tilgangi, og eru
heiti hinna ýmsu stofnana og vís-
indarannsókna svo óþjál og fárán-
leg að maður furðar sig stundum á
takmarkalausu hugmyndaflugi Tor-
days í þeim efnum.
Fiskifræðingurinn sem áður er
nefndur, dr. Alfred Jones, má kalla
aðalpersónu sögunnar. Þótt hann
sé víðs fjarri á köflum í
bókinni er hann sá sem
stendur lesendum næst
í söguframvindunni.
Hann virðist afar traust-
ur og vandvirkur vísinda-
maður, en vanmáttur Al-
freds á ýmsum sviðum, til
að mynda í mannlegum
samskiptum, eru honum
fjötur um fót. Í ofanálag er
hann undir mikilli pressu úr
öllum áttum að láta laxaverkefn-
ið ganga upp, og á í erfiðleikum í
hjónabandi sínu með framakon-
unni Mary, hvort sem þetta tvennt
er orsök eða afleiðing vandræða-
gangsins á þessum brjóstumkenn-
anlega fiskifræðingi. Og mikil lif-
andis ósköp er hægt að hlæja að
þeim vandræðagangi.
Sagan er vægast sagt sérstök í
uppbyggingu, byggð upp af tölvu-
póstum, bréfpóstum, dagbókar-
skrifum, minnisblöðum,
viðtölum - jafnvel hand-
riti að sjónvarpsþætti.
Maður sér Torday fyr-
ir sér setjast loks nið-
ur til að skrifa bók, við
það að detta inn á sjö-
tugsaldurinn, leynt eða
ljóst þakklátur póst-
módernisma nútímans
fyrir að ryðja þann far-
veg sem sköpunarþrá hans, fram-
setningarþörf, absúrdást og húm-
or þurfti á að halda. Á tímum þegar
ekkert tiltökumál þykir að út komi
skáldverk sem byggja til að mynda
á bloggskrifum og tölvupóstum
- raunverulegum eða uppdiktuð-
um - er skáldsaga sem samsett er á
þann hátt sem Laxveiðar í Jemen er
saman sett sjálfsagt, og raunar stór-
skemmtilegt, blæbrigði í hinu fjöl-
breytta litrófi nútímabókmennta.
Kristján Hrafn Guðmundsson
fimmtudagur 26. júní 200828 Fókus DV
á f i m m t u d e g i
Litríkar
axveiðarMads Mou-ritz á OrganHinn rómaði söngvari og laga-smiður Mads Mouritz stígur á svið á Organ í kvöld. Þetta er fyrsta Ís-landsheimsókn þessa virta, unga
listamanns sem að undanförnu
hefur hlotið fádæma góðar viðtökur
í heimalandinu, Danmörku. Hann
kom nýverið fram á hinu virta Spot
Festival í Danmörku ásamt lista-
mönnum ýmissa landa, meðal ann-
ars Bryndísi Jakobsdóttur (Dísu),
sem ætlar einmitt að stíga á stokk
með honum í kvöld. Mads mun
flytja lög af nýjustu breiðskífu sinni,
No More, en platan hefur hlotið ein-
róma lof gagnrýnenda. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
Merkilegri en
við höldum
Gamla Reykjavík – merkilegri en
við höldum er yfirskrift göngunnar
sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son skipulagshagfræðingur leiðir
um gamla bæinn í kvöld. Sigmund-
ur færir þar rök fyrir því, með hjálp
mynda frá Ljósmyndasafni Reykja-
víkur, að byggð og mannlíf í Reykja-
vík hafi verið mun fegurra og þró-
aðra á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar en við gerum okkur grein fyrir
í dag. Gangan er hluti af Kvöldgöng-
um úr Kvosinni sem Borgarbóka-
safn, Listasafn Reykjavíkur, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, Minjasafn
Reykjavíkur og Viðey standa fyrir á
fimmtudagskvöldum í sumar. Gang-
an hefst klukkan 20 og er að venju
lagt af stað úr Grófinni, milli Borgar-
bókasafns og Hafnarhússins.
Marklund
á toppnum
Bókin Lífstíð eftir glæpasagna-
drottninguna Lizu Marklund
trónir á toppi metsölulista Ey-
mundsson þessa vikuna. Hún fór
í dreifingu í síðustu viku og fer því
beint í efsta sætið. Lífstíð veltir
þar úr sessi Risa-syrpu Disneys
sem skaust í efsta sætið í síðustu
viku en dettur núna niður í það
fjórða. Vegahandbókin er í öðru
sæti og kiljuútgáfa Harðskafa þar
á eftir. Warren Buffet aðferðin,
sem klifið hafði listann síðustu
tvær vikur og sat í öðru sæti í
liðinni viku, fellur niður í það
sjöunda.
Martine kemur að máli við
æskuvin sinn Terry um bankarán.
Planið er að grafa sig inn í banka-
hólfageymslu og komast yfir gríðar-
legt magn verðmæta. En fólk geym-
ir ýmislegt annað en „hefðbundin“
verðmæti í slíkum hirslum og sú
staðreynd flækir málið til muna.
Svo mikið að verkið sem átti að vera
tiltölulega auðvelt verður að krís-
umáli á stjórnmálalegu plani. Við
erum að tala um sanna sögu um
fjórar milljónir punda sem aldrei
fundust.
Framan af er myndin fremur
hæg, ekki fyndin beint en hæðin,
töff og alveg fín afþreying fyrir aðdá-
endur mynda um stór rán. En síð-
an magnast myndin svaðalega upp
og kemur virkilega á óvart í seinni
helmingnum. Ég vissi ekkert um
myndina áður en ég mætti og ég hélt
að ég væri kominn á engilsaxneska
Oceans Eleven. Í klassískum, bresk-
um glæpastíl væri fjallað um spilltar
löggur, framhjáhald, einu sæmilega
útlítandi konurnar á Bretlandseyj-
um, spennu og breska meinfyndni.
En þetta er engin venjuleg banka-
ránsræma heldur topphasar sem
er skuggalega mikið varið í. Hún
er prýðilega leikin, samsett, klippt,
hljóðsett og tónlistin magnar upp
spennuþrungann. Svo lengi sem
maður kynnir sér ekki málið of mik-
ið fyrirfram þá grunar mann aldrei
hver framvindan er. Það er einkenni
á góðri spennumynd, að hafa ekki
hugmynd um hvað gerist næst.
Þetta er verulega góð spennu-
mynd, djörf reið gegnum yfirborðs-
kennt siðferði breskra stjórnvalda
og aðals, skítverk leyniþjónust-
unnar og hóruhús með háttsettum.
Hinum raunverulega James Bond
bregður fyrir og hann er upp fyr-
ir haus í ræpu úr aðlinum. Sumir
fara með vald laganna en eru engu
skárri en svæsnustu glæponar, und-
ir niðri kraumar ógeðið og það er
nóg af því í bankaboxinu sem ein-
hver gæti fundið upp á því að ræna.
Það er ennþá ekki búið að opna sum
skjölin sem varða málið og mörgum
spurningum er ósvarað, en myndin
er ótrúlega heildstæð og lygileg sem
slík. Í jafn snyrtilegu yfirborði þarf
ekki að kafa djúpt í tebollann til að
finna rotnunina í bresku samfélagi.
Þessi mynd gerir það, eirir engum
og leikstjórinn tekur þá áhættu að
finnast dauður úti í skógi.
Erpur Eyvindarson
Bölvun Bankahólfsins
Svar: jamming með BoB marley
bíódómur
the Bank joB HHHHH
leikstjórn: roger donaldson
Aðalhlutverk: Jason Statham,
Saffron Burrows, Stephen
Campbell Moore,
Daniel Mays
Djörf reið „Þetta er verulega góð spennumynd, djörf reið gegnum yfirborðs-
kennt siðferði breskra stjórnvalda og aðals, skítverk leyniþjónustunnar og
hóruhús með háttsettum.“
bókadómar
laxveiðar
í jemen HHHHH
höfundur: Paul torday
útgefandi: mál og menning