Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Page 29
DV Fólkið fimmtudagur 26. júní 2008 29 rokkari Magni Ásgeirsson: keyrt um uSa Handknattleiksmennirnir Vign- ir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru nú staddir í Bandaríkjunum en kapparnir eru í þriggja vikna fríi frá hand- boltanum áður en undirbúning- ur fyrir Ólympíuleikanna hefst. Þeir félagar spila nú í hvor í sínu landi en áður fyrr léku þeir báðir með Haukum. Vignir og Ásgi- er ætla að að keyra til vestur- strandar Bandaríkjanna með tilkomandi stoppum. Það verður án efa stoppað í Las Vegas og slétt ærlega úr klaufunum. Bjarni Felixson og Helgi Daníelsson lýstu unDanúrslitaleik eM: Bolti og Bjór á HrafniStu Dular- fulla fyrir- Sætan Söngvarinn Einar Ágúst setti inn mynd af óþekktri stúlku úr aug- lýsingu fyrir Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Facebook-síðu sína. Hann vildi vita hver stúlkan væri. Stúlkan vakti óskipta athygli og voru mikl- ar vangaveltur um stúlkuna á síðu kappans. Á endanum voru viðmæl- endur á síðu Einars sannfærðir um að stelpan væri Eskimo-módel. Þá hefur Einar eitthvað bakkað með leitina og svaraði stúlkum á Face- book: „Ég er hættur við þessa.“ Í gær var síðan aftur komin mynd af Ein- ari sjálfum. Magni er nú staddur í Danmörku við upptökur á nýjustu plötu sveitarinnar Á móti sól og gengur textagerðin erfiðlega. með ritStíflu „Ég hef ekki gert neitt þessu líkt áður,“ sagði Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður um uppákomu sína á Hrafnistu á Laugarási í gær. Bjarni Fel og Helgi Daníelsson, fyrrver- andi rannsóknarlögreglumaður og knattspyrnuáhugamaður, heim- sóttu Hrafnistu í Reykjavík í gær- kvöldi og horfðu á leikinn með gamla fólkinu. „Hér er stór hópur fólks sem fylgist grannt með fót- boltanum og missir ekki af leik,“ segir Pétur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hrafnistu. Leikur Þjóðverja og Tyrkja í Evrópumótinu í fótbolta var sýndur á stórum skjá- varpa í samkomusal íbúanna í gær- kvöldi. „Við höfðum barinn opinn og það myndaðist mjög skemmti- leg stemning,“ segir Pétur. Bjarni og Helgi mættu klukkan 18.15 og héldu töflufund þar sem farið var yfir leikskipulag liðanna og helstu styrkleika þeirra. Þeir greindu leikinn og svöruðu spurn- ingum heimilisfólksins. „Hug- myndin kviknaði þegar starfsfólk Hrafnistu varð vart við áhuga gamla fólksins á Evrópumótinu. Við vild- um endilega gera eitthvað fyrir þau svo það var mikill fengur að því að fá þá tvo, hér voru allir mjög spenntir,“ segir Pétur brosandi. „Við komum hingað í fyrradag og ég sit nú við textagerð á fullu,“ segir Magni Ásgeirs- son, forsprakki sveitarinnar Á móti sól. En hann er staddur í Danmörku um þessar mundir að taka upp nýja plötu sveitar- innar. Aðspurður hver innblásturinn sé fyr- ir textunum svara Magni í gríni: „Búálfar. Ég ætla að semja heila plötu um búálfa. Nei, þessa stundina er ég ekki að skrifa um neitt. Ég á eftir að finna innblásturinn minn.“ Magni segir það skemmtilega tilvilj- un að í næsta upptökustúdíói við sig sé Eurovision-meistarinn Johnny Logan. „Maðurinn er algjör fokking snillingur og fyndnasti maður sem ég hef hitt.“ Magni, eins og flestir muna, vann ekki Rockstar: Supernova-keppnina en hann eignaðist vin fyrir lífstíð. Hann og Toby Rand talast reglulega við og þá sérstak- lega á samskiptasíðunni Facebook. „Við erum báðir önnum kafnir og hvor á sínum heimstímanum þannig að þetta er þægilegasta aðferðin. „Við strák- ar erum þannig gerðir að við þurfum ekki að tala saman í síma í klukkutíma í senn eins og stelpurnar. En við erum vinir,“ seg- ir Magni. Toby var verulega brugðið er jarð- skjálftinn reið yfir fyrir nokkrum vikum. Magni býr einmitt í Hveragerði og hef- ur Toby heimsótt hann þangað. Sagði ástralski rokkarinn meðal annars á síðu Magna: „Bro...that‘s some scary shit. Don‘t let anything happen to Iceland. I fucking miss it there.I have to get back there soon. Miss you too and all the bea- utiful women of course.“ Toby sýndi einnig skemmdum á húsi Magna mikinn áhuga. „Húsið er sprungið, en það getur tekið tvö ár fyrir svona skemmdir að koma í ljós. Annars skemmdist ekkert að ráði. Ég á ekki nógu mikið innbú. Er ekki með gler upp um alla veggi,“ segir Magni sem finnur meira til með eldra fólki og postulínsstellum þeirra. „Það brotnaði ekkert hjá mér sem ekki er hægt að endurnýja.“ Magni og félagar í Á móti sól verða næstu tíu daga í Danmörku að taka upp næstu plötu sína sem kemur út um jólin. Hægt er að fylgjast með þeim félögum á bloggi þeirra amotisol.blog.is hanna@dv.is Toby Rand Hafði miklar áhyggjur af magna eftir jarðskjálftann sem gekk yfir á dögunum. Hann segist sakna íslands og þá sérstaklega íslenskra kvenna. Leitar innblásturs magni er nú staddur í danmörku við upptökur á nýjustu plötu Á móti sól. Hann segist eiga erfitt með að semja texta þessa dagana. Hann á eftir að finna innblásturinn. Bjarni Felixson Vakti lukku meðal heldri fótboltaáhuga- manna á Hrafnistu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.