Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 2
fimmtudagur 3. júlí 20082 Fréttir DV
Yfirvofandi hlaup
í Núpsvötnum
Vatnsborð Grænalóns fer
hækkandi og hafa líkur á hlaupi
í Núpsvötnum og ánni Súlu í
Vestur-Skaftafellssýslu aukist. Al-
mannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra greinir frá þessu.
Algengt er að rennsli í hlaupum
sem þessum nái tvö þúsund rúm-
metrum á sekúndu og eiga þau til
að standa í fimm daga. Hámarks-
rennslið verður oftast á öðrum
degi hlaups. Í hlaupum úr Grænal-
óni eiga árnar til að breyta farvegi
sínum og svo kann að fara að leið-
in inn í Núpsstaðaskóg lokist.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Stýrivaxtadagur
Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun
um stýrivexti í dag. Greiningar-
deild Landsbankans veðjar á að
bankinn haldi stýrivöxtum
óbreyttum um sinn í 15,5
prósentum, sem eru hæstu
stýrivextir í Evrópu.
Fréttaveitan Bloomberg birti
spár átta greiningardeilda í
gær. Fimm þeirra gera ráð fyrir
óbreyttum stýrivöxtum, ein gerir
ráð fyrir 25 punkta hækkun og
tvær telja að vextir hækki um 50
punkta. Seðlabankinn mun einn-
ig birta nýja verðbólgu- og þjóð-
hagsspá í dag.
Alexander Jóhannesson hóf í gær afplánun á 20 mánaða fangelsisdómi:
Nágrannar geta sofið rótt
Alexander Jóhannesson hóf í gær
afplánun á 20 mánaða fangelsisdómi
fyrir ýmis brot, meðal annars þrjár
sérstaklega hættulegar líkamsárásir
með hnífi. Nágrannar Alexanders við
Melasíðu á Akureyri hafa því vænt-
anlega sofið rótt í fyrsta sinn í langan
tíma. Nokkrir nágrannar hans komu
fram í kvöldfréttum RÚV í gær og
undruðust af hverju Alexander fengi
að ganga laus um götur bæjarins.
Alexander hefur ekki setið auðum
höndum. Hann gekk berserksgang í
Grímsey fyrir viku, hótaði fólki lífláti
vopnaður hnífi og slaghamri. Sér-
sveitin á Akureyri var send á vettvang
þar sem hann var handtekinn. Þá var
mikið af fjölskyldufólki í Grímsey en
þar var árlegt sjóstangveiðimót hald-
ið. Þegar í ljós kom að Alexander
ætti í hlut var sérsveitin ekki lengi að
koma á staðinn og handtaka hann.
Hrósaði einn sjónarvottur lögregl-
unni fyrir skjót viðbrögð.
Síðastiliðinn fimmtudag tók hann
síðan þátt í hópslagsmálum fyrir
framan fjölbýlishúsið þar sem hann
býr á Akureyri, en þar var slegist með
borðfótum, golfkylfum og öxi. Eftir
slagsmálin var Alexander sleppt. Ná-
grannar hans hafa fengið að kenna á
ofbeldishegðun Alexanders og með-
al annars var einum þeirra hótað
með skrúfjárni í febrúar síðastliðn-
um.
Fréttablaðið greindi frá hópslags-
málunum við Melasíðu og þar kom
fram að lögreglan í bænum væri of
fámenn til að sjá um slíkar aðstæð-
ur. „Við vorum bara fimm á vakt en
fengum tveggja manna liðsstyrk frá
Húsavík og reyndum að taka þá sem
verst létu,“ sagði Þórarinn Jóhannes-
son, varðstjóri hjá lögreglunni á Ak-
ureyri, í viðtali við blaðið. Þar kom
einnig fram að allar línur voru rauð-
glóandi hjá Neyðarlínunni meðan á
slagsmálunum stóð.
Nágrannarnir sögðu einnig að
þeim hefði staðið ógn af manninum
og vildu varla til þess hugsa að fara út
úr húsinu. Undanfarna mánuði hefði
Alexander verið mikið með fíkn-
efnapartí og drykkjulæti og þannig
haldið íbúum nánast í herkví.
benni@dv.is
Farinn frá Akureyri alexander
jóhannesson er farinn frá
akureyri þar sem hann hefur
haldið nágrönnum sínum í
herkví. Mynd Sigtryggur Ari
Í það minnsta fimmtán einstaklingar
sem voru í meðferð í Byrginu þegar
starfsemi þar var lögð niður eru látn-
ir. „Ég þekki í það minnsta tíu manns
úr þessum hópi persónulega, sem
hafa dáið af völdum áfengis á síðustu
sex mánuðum,“ segir Jenný Gísla-
dóttir, sem sjálf var vistmaður í Byrg-
inu þegar starfsemi þar lognaðist út
af í desember 2006.
„Eftir að Kompás-þátturinn um
Guðmund var sýndur varð algjört
upplausnarástand á staðnum. Áfallið
var slíkt fyrir þá fársjúku einstaklinga
sem þarna voru að þeir kunnu engin
önnur ráð en að fara aftur í lífshættu-
lega neyslu á götunni,“ heldur Jenný
áfram. Hún segir að fyrstu dagana í
kjölfar þess að Byrgismálið komst í
hámæli hafi ekkert sést til fagfólks á
vegum heilbrigðis- eða félagsmála-
yfirvalda. „Það er horft á okkur sem
úrhrök. Einfaldast er að láta okkur
deyja hjálparlaust af völdum sjúk-
dómsins.“
Fimm hundruð manna hópur
„Varlega áætlað held ég að tuttugu
manns úr þessum hópi hafi látið lífið
síðan Byrginu var lokað,“ segir Guð-
mundur Jónsson, fyrrverandi forstöðu-
maður Byrgisins. Fleiri fyrrverandi
vistmenn staðfesta frásagnir Jennýjar
og Guðmundar, en segja að í tilvikum
þessa fólks fréttist varla af dauða þess.
„Í þessum hópi voru Íslandsmeist-
ararnir í drykkjusýki, fíknum og af-
brotum. Það er löngu þekkt að það er
ódýrara fyrir samfélagið að bjóða fólki
í þessari stöðu aðstoð en að skilja það
eftir á götunni. Á götunni fremur fólkið
afbrot og ofbeldisverk,“ segir Jenný.
Hún furðar sig á því að yfirvöld
skuli enn ekki hafa séð ástæðu til þess
að skapa meðferðar- eða búsetuúrræði
fyrir þennan hóp fólks, sem sé ærið
stór. Í Byrginu hafi verið pláss fyrir um
fjörutíu manns hverju sinni og að jafn-
aði hafi biðlistinn talið um hundrað
manns. Samkvæmt upplýsingum frá
SÁÁ telur sá hópur fólks sem hefur far-
ið oftar en tíu sinnum í meðferð á Vogi
um fimm hundruð manns.
Hefst við í tjaldi
Jenný segir að fyrir utan þau nokkru
meðferðarpláss sem í boðu voru fyrir
Byrgisfólkið hafi fátt komið til greina
en að fara á götuna. „Konum sem orð-
ið höfðu fyrir kynferðislegri misnotkun
var boðið að fara á geðdeild til þess að
vinna úr áfallinu. Við vorum hins vegar
í stórum meirihluta sem aldrei urðum
fyrir neinum svona skakkaföllum og
vorum bara að reyna að koma okkur á
kjölinn. Fyrir okkur var þetta auðvitað
mikið áfall,“ segir hún.
Þegar starfsemin í Byrginu lognað-
ist út af náði Jenný að koma sér fyrir
í húsnæði á Selfossi. Hún var ein úr
litlum hópi fólks sem náði að kom-
ast hjá því að enda á götunni. Hún
hafði fengið heimild hjá barnavernd-
aryfirvöldum til þess að hafa ellefu
ára dóttur sína hjá sér, í fyrsta skipti
í fleiri mánuði. „Þegar leið fram að
vori í fyrra þoldi ég ekki meira af áreiti
vegna Byrgismálsins og féll.“ Síðan þá
hefur Jenný verið húsnæðislaus að
mestu og meðal annars búið í tjaldi í
Laugardalnum.
Engin lausn fram undan
Enn bólar ekki á búsetuúrræðum
fyrir þennan hóp fólks sem dvaldi í
Byrginu. Reykjavíkurborg og ríkið hafa
samið við Heilsuverndarstöðina um
rekstur á húsnæði fyrir langt leidda
fíkla við Hólavað á Norðlingaholti. Sú
framkvæmd er í uppnámi vegna þess
að húseignirnar sem ætlaðar eru undir
starfsemina tilheyra þrotabúi sem bíð-
ur skipta. Enginn annar samningur um
búsetuúrræði hefur verið gerður.
Guðmundur Jónsson, fyrrver-
andi forstöðumaður, var í sumarbyrj-
un dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir
margvísleg kynferðisbrot gegn skjól-
stæðingum í Byrginu. Efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra hyggst ljúka
rannsókn á fjármálaóreiðu í Byrginu
fyrir veturinn.
„Á meðan á þessu gengur er þetta
fólk, meira og minna fársjúkt, á göt-
unni. Ég get lofað því að lögreglan var
ekki fegin að fá okkur á götuna,“ segir
Jenný.
Sigtryggur Ari JóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
LÍF BYRGISFÓLKS
ER EINSKIS VIRÐI
Í það minnsta fimmtán fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa látið lífið á götum Reykja-
víkur frá því að starfsemin lognaðist út af fyrir átján mánuðum. Jenný gísladóttir
dvaldi í Byrginu. Hún segir stjórnvöld og samfélagið hafa brugðist og að svo virðist
sem öllum sé sama um afdrif bágstaddra áfengissjúklinga.
Óvissuþættir
í yfirtöku
Yfirtaka Kaupþings á
Spron, sem samþykkt var af
stjórnum beggja bankanna
í fyrradag, er háð samþykki
tveggja þriðju hluta eigenda
Spron á hluthafafundi í ágúst.
Greiningardeild Landsbank-
ans á von á því að gengisþró-
un Spron, Exista og Kaup-
þings fram að hluthafafundi
geti haft áhrif á vilja smærri
hluthafa til að samþykkja yf-
irtökuna.
Rekstur Spron hefur verið
erfiður og hátt í þriðjungur
eiginfjár hefur tapast. Erlend-
ur Hjaltason, stjórnarformað-
ur Spron, sagði í fréttum í
gær að ekki yrðu breytingar í
stjórnendahópnum.
Göngugarpur í
borgarstjórn
Borgarfulltrúinn Kjartan
Magnússon er mikill göngugarp-
ur og fer núna um helgina með
starfsmannafélagi Orkuveitu
Reykjavíkur í göngu kringum
Langasjó.
„Ég reyni að labba mikið fjöll
þegar ég hef tíma frá pólitíkinni,“
segir Kjartan og bætir svo við að í
fyrra hafi hann gengið frá Hvala-
vatni yfir í Keflavík og þaðan á
Látraströnd.
Það er starfsmannafélag
Orkuveitunnar sem stendur fyrir
þessari göngu en félagið stend-
ur fyrir ýmsum viðburðum fyrir
starfsmenn fyrirtækisins enda
orkumikið fólk.
Jenný gísladóttir jenný var vistmaður og síðar starfsmað-
ur í Byrginu. Hún hallast að því að samfélaginu þyki
þægilegra að verst settu fíklarnir láti lífið í skúmaskotum
borgarinnar en að vinna að úrræðum. DV-MYND SIGTRYGGUR
„ég get lofað því að lög-
reglan var ekki fegin að
fá okkur á götuna.“