Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Qupperneq 6
fimmtudagur 3. júlí 20086 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Gott veður um
helgina
Næstu helgi verður veðrið
gott um land allt. Það verður þó
hlýjast á suðvesturhluta landsins
þar sem hitinn gæti farið eitt-
hvað yfir 20 gráður. Fyrir austan
verður eitthvað svalara en samt
sem áður gæti hiti þar farið upp
í 18 gráður. Einhverja þoku gæti
gert að næturlagi við fjöll og litlar
skúrir gætu orðið inn til landsins.
Veðrið lítur mjög vel út um land
allt og getur fólk því ferðast hvert
á land sem er án þess að hafa
áhyggjur af veðri.
Vilja bora
í Krýsuvík
Hitaveita Suðurnesja fer
fram á að Hafnarfjarðarbær geri
breytingar á aðalskipulagi frá
2005 til 2025 svo hitaveitan geti
hafið tilraunaboranir í Krýsuvík.
Beiðnin var lögð fyrir skipulags-
og byggingaráð Hafnarfjarðar
síðastliðinn þriðjudaginn. Hita-
veitan lagði fram greinargerð um
fyrirhugaða framkvæmd borana
en áður hafði skipulags- og bygg-
ingaráð óskað eftir því í byrjun
júní. Skipulags- og byggingaráð
frestaði erindinu á milli funda en
sá næsti verður haldinn 22. júlí.
Ekki fokið í fólk
Haraldur Þórarinsson for-
maður Landsambands hesta-
mannafélaga, segir að ekki hefði
fokið í fólk á hestamannamóti
þó svo að vindurinn hefði blásið
mikið á þriðjudag. Hann segir
ekkert geta toppað óveðrið sem
var á Hvolsvelli á þriðjudags-
kvöld. Opna þurfti íþróttahúsið
svo að fólk kæmist í öruggt skjól
og mikið af fólki nýtti sér það.
Haraldur er þó bjartsýnn á
veðrið það sem eftir lifir móts.
„Veðrið er orðið gott núna og
veðurspáin er fín. Ég hef ekki trú
á öðru en að hér verði fjöldi fólks
við góðar aðstæður í góðu veðri.“
Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn
eru ósáttir við að stjórnvöld leggi auk-
in verkefni á Heilbrigðiseftirlit Suður-
lands án þess að því fylgi nokkur fjár-
veiting úr ríkissjóði.
Samkvæmt nýrri reglugerð verð-
ur eftirlit við verndarsvæði Þingvalla-
vatns aukið og hefur það í för með sér
aukakostnað fyrir Heilbrigðiseftir-
lit Suðurlands. Nýja reglugerðin hef-
ur ekki bara áhrif á Heilbrigðiseftirlit
Suðurlands heldur veldur hún einn-
ig auknum koastnaðarútgjöldum fyr-
ir sumarbústaðaeigendur á svæðinu.
Það er vegna þess að sumarbústaða-
eigendur verða að endurnýja fráveitu
sína til að draga úr köfnunarefnis-
mengun við Þingvallavatn.
„Reglugerðin var sett án þess að
nokkurt fjármagn fylgdi henni,“ seg-
ir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
„Við erum ánægð með reglugerð-
ina þar sem tilgangur hennar er að
vernda Þingvallavatn sem er stórkost-
legt vatn, það vantar bara fjármagn-
ið til útfærslu á reglugerðinni,“ seg-
ir Elsa. Reglugerðin mun auka álag
á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem
hefur eftirlit með framkvæmd reglu-
gerðarinnar enda er þetta nýtt verk-
efni sem ekki er borið uppi af eftir-
litsgjöldum eins og venja er með aðra
eftirlitsskylda aðila. Samband sunn-
lenskra sveitafélaga hefur beðið um
fund með Þórunni Sveinbjarnardótt-
ur umhverfisráðherra ásamt Heil-
brigðiseftirliti Suðurlands en ekki
hefur fengist svar frá ráðherra. Málið
er af þeim sökum í biðstöðu þangað
til svar frá ráðherra fæst. olivalur@dv.is
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands á eftir að auka eftirlit við Þingvelli:
Fá ekki fé til verksins
Við Þingvelli Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir hefur ekki veitt svar um fund.
„Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að
óttast okkur,“ segir Leif Ivar Kristi-
ansen, leiðtogi Hells Angels í Nor-
egi, í samtali við DV. Samkvæmt
hættumati greiningardeildar rík-
islögreglustjórans er litið á tengsl
vélhjólaklúbbsins Fáfnis MC við
Vítisenglana í Noregi sem ógn við
Ísland. Í greinargerð sem var kynnt
fjölmiðlum á mánudaginn sagði
orðrétt: Íslenski vélhjólaklúbbur-
inn Fafner MC Iceland hefur nú
gerst stuðningsklúbbur Hells Ang-
els. Þar með hefur hópur manna,
sem ítrekað hefur komist í kast við
lögin hér á landi, stofnað til form-
legra tengsla við skipulögð, alþjóð-
leg glæpasamtök. Leif segir sam-
tökin tilbúin í stríð vilji stjórnvöld
stríð.
Sannið misferli
„Ég er mjög hissa á að íslensk
stjórnvöld skuli segja þetta,“ segir
Leif og varar enn fremur stjórnvöld
hér á landi við því að hræra upp í
ótta almennings gagnvart samtök-
unum. Hann segir það grundvall-
arforsendu að sanna glæpi á menn
eða samtök áður en farið er að saka
þau um að vera alþjóðleg glæpa-
samtök. Þá bendir Leif á að það sé
misjafn sauður í mörgu fé, auðvitað
hafi menn innan samtakanna gerst
brotlegir við lög, en það ætti ekki að
kasta rýrð á samtökin í heild sinni
frekar en menn dæmi heila þjóð
vegna verknaða einstakra manna
sem tilheyra henni.
„Þið verðið hreinlega að sanna
það,“ áréttar Leif um ásakanir grein-
ingardeildar ríkislögreglustjórans.
Mætum þeim af hörku
„Mér þykir reyndar leitt að þeir
skuli vera hræddir við okkur, við
erum kurteisir menn og viljum bara
ferðast um á mótorhjólunum okk-
ar,“ segir Leif en hann er stofnandi
Hells Angels í Noregi og forsprakki
samtakanna í því landi. Leif gengst
þó ekki við því að hann sé for-
ingi þeirra þegar blaðamaður spyr
hann, en neitar því ekki heldur.
„Ef þeir vilja stríð getum við
mætt þeim af fullri hörku,“ seg-
ir Leif um hörku stjórnvalda í garð
samtakanna hér á landi en bendir
jafnframt á að það sé þó ekki vilji
norsku Vítisenglanna. Aðspurður
um Fáfnismenn segir hann þá efni-
lega stráka en þeir séu ekki opin-
berlega orðnir Vítisenglar þótt þeir
eigi góða möguleika á því.
Kom til Íslands
„Mér líkaði mjög vel við Ísland
þegar ég heimsótti landið,“ segir
ForinGi HElls AnGEls
tilbúinn í stríð
Valur grettiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Jón trausti lúthersson fáfnismaðurinn og
tilvonandi Vítisengillinn jón trausti var handtekinn
þegar Vítisenglar reyndu fyrst að koma hingað til
lands. leiðtogi norsku Vítisenglanna segir samtökin
tilbúin í stríð sé það vilji stjórnvalda.