Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 7
DV Fréttir fimmtudagur 3. júlí 2008 7 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands á eftir að auka eftirlit við Þingvelli: Fá ekki fé til verksins Foringi Hells Angels Leif sem kom hingað fyrir örfáum árum. Þá var hann ekki stöðvaður þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt sig í líma við að snúa meðlimum geng- isins við til síns heima. Hann segir að þvert á móti hafi lögreglan verið mjög vinaleg á meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segist hafa not- ið landsins gæða á meðan hann dvaldi hér og hefur ekkert illt um þjóðina að segja. Honum finnst aftur á móti viðbrögð lögreglunnar hafa verið heldur hörð þegar þeir hafa komið í hópum. Eftir að þeim var vísað úr landi í fyrra fóru þeir í mál við ríkið. Fimm sinnum fyrir dóm „Þeir hafa dregið mig fimm sinnum fyrir dóm og alltaf hef ég gengið út sem frjáls maður,“ seg- ir Leif um erfitt líf Vítisengilsins. Ein af alvarlegri ákærunum sem hann fékk var vegna smygls á þrjú hundruð og fimmtíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Þá var efnunum smyglað með húsbíl og eldri hjón óku honum. Landa- mæraverðir náðu efnunum og voru níu einstaklingar ákærðir í kjölfarið. Sjálfur þurfti Leif að dúsa í gæsluvarðhaldi í þrettán mán- uði þar til hann var dæmdur í níu ára fangelsi. Síðan var hann sýknaður af hæsta- rétti Noregs. Hinir átta fengu sam- tals fimmtíu og sjö ára fangelsisdóma vegna glæpsins. Hugsanlega til Íslands „Við erum fjöl- skyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítis- englar hafa fengið dóma,“ segir Leif og talar ítrekað um Vítisenglana sem stórt bræðralag eða fjölskyldu. Hann bendir jafnframt á að Vítisenglar geri menn ekki að glæpa- mönnum. Það sjá mennirnir sjálfir um. Aðspurður hvort von sé á norskum Vít- isenglum til landsins segir hann aldrei að vita – vistin síðast hafi að minnsta kosti verið notaleg. „Við erum fjölskyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítisenglar hafa fengið dóma.“ Foringi Hells Angels í Noregi, Leif Ivar Kristiansen, segir stjórn- völd ekki þurfa að óttast Vítisenglana. Á mánudaginn sagði greiningardeild ríkislögreglustjórans að Vítisenglarnir væru alþjóðleg glæpasamtök. Ítrekað hefur liðsmönnum þeirra verið vísað úr landi og segir Leif í viðtali við DV að vilji stjórnvöld stríð geti samtökin farið í stríð við þau. Leiðtogi Vítisenglanna leif ivar Kristiansen er leiðtogi norsku Vítisengl- anna og leiðbeinir fáfni eftir grýttum slóðanum til fullgildingar samtakanna. mynd tOm E. ØStHuuS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.