Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Qupperneq 8
fimmtudagur 3. júlí 20088 Fréttir DV
valgeir örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
VINSÆLDAHRUN
Á FYRSTA ÁRI
Stuðningur við ríkisstjórnina hef-
ur hríðfallið síðustu sjö mánuði og
mælist nú aðeins 52 prósent. Ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar er rétt rúmlega ársgömul og
þegar hún var mynduð í maí á síðata
ári, naut hún stuðnings um það bil
83 prósenta þjóðarinnar.
Síðustu þrjár ríkisstjórnir sem
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn mynduðu, misstu
aldrei jafnmikinn stuðning á fyrsta
starfsári sínu líkt og þessi ríkisstjórn
hefur gert. Þegar litið er lengra aftur
er algengt að um það bil fimmti hver
kjósandi hafi snúið baki við ríkis-
stjórn á fyrsta starfsári hennar.
sigldu lygnan sjó
Stuðningurinn við ríkisstjórn-
ina hélst mjög hár fyrsta hálfa árið
sem hún starfaði. Í byrjun þessa árs
mældist stuðningur við ríkisstjórn-
ina 77 prósent en hefur hríðfallið
eftir það. Í mars var stuðningurinn
kominn niður í 71 prósent. Frá því
í mars hefur stuðningur við stjórn-
ina minnkað um 16 prósentustig og
segjast nú rösklega 55 prósent í úr-
taki Capacent-Gallup styðja núver-
andi ríkisstjórn.
Þegar borin eru saman fyrstu
starfsár síðustu ríkisstjórna kemur
í ljós að vinsældahrun núverandi
ríkisstjórnar á einu starfsári er það
mesta sem mælst hefur í í tæpa tvo
áratugi. Mánuði eftir að síðasta rík-
isstjórn Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks var mynduð, naut hún
stuðnings 62 prósenta þjóðarinn-
ar. Þrettán mánuðum síðar mæld-
ust vinsældir stjórnarinnar hins veg-
ar um 42 prósent og höfðu því dalað
um rúman þriðjung á einu ári
Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks sem var við völd á ár-
unum 1999 til 2003 sigldi mjög lygn-
an sjó á sínu fyrsta starfsári. Þannig
mældist stuðningurinn við stjórnina
í júní 1999 66 prósent en hafði dal-
að lítillega niður í 63 prósent eftir að
fyrsta starfsárinu lauk.
steingrímur á metið
Fyrsta ríkisstjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks sem var við völd
á árunum 1995 til 1999 naut mikilla
vinsælda á fyrstu mánuðum sínum.
Í júlí árið 1995 naut hún stuðnings
um 70 prósenta kjósenda, en í upp-
hafi sumars ári síðar höfðu vinsældir
hennar dalað nokkuð og mældust 52
prósent.
Í könnun sem DV gerði á vin-
sældum ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks í júní árið
1991, skömmu eftir að hún hafði tek-
ið til starfa, mældist fylgi hennar 53,3
prósent. DV gerði aðra könnun í júlí
árið 1992 og þá mældust vinsældir
hennar aðeins 40,8 prósent.
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar sem var við völd á ár-
unum 1988 til 1991 er sú ríkisstjórn
sem tapað hefur vinsældum sín-
um hvað mest á fyrsta starfsárinu.
Þegar ríkisstjórnin lagði úr vör voru
það um það bil 65 prósent þjóðar-
innar sem studdu hana. Á einu ári
kolféll stuðningurinn niður í 28,3
prósent sem samsvarar því að meiri-
hluti stuðningsmanna stjórnarinnar
í upphafi hafði snúið baki við henni
ári síðar. Ríkisstjórnin náði þó að
halda velli.
samansafn af fólki í
ráðherrastólum
„Það dylst engum að ríkisstjórn-
in hefur tapað tiltrú meðal almenn-
ings ótrúlega hratt. Henni hefur tek-
ist að skilja alveg ótrúlega lítið eftir
sig á þessu fyrsta ári sínu og um-
ræðan einkennist af því hvað hún
er verklaus og ráðalaus,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður vinstri
grænna. Steingrímur bendir á að í
vaxandi mæli sé ríkisstjórnin ósam-
stæð og það rembingstal og hroki
sem einkenndi hana í upphafi, sé
að koma nú niður á henni. „Ég hef
sagt að ef hún verður ekki farin að
ná einhverjum tökum á ástandinu
í haust má hún fara að vara sig. Það
er margt í þessu ástandi sem minn-
ir mig á sama tímabil árið 1988 þeg-
ar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar fór
að leysast upp. Þessi hópur er frekar
samansafn af fólki í ráðherrastólum
heldur en ríkisstjórn.“
Pirraður geir
Guðni Ágútsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, tekur í sama streng.
„Þjóðin skynjar að þetta er ekki sam-
stæð ríkisstjórn. Menn tala að baki
hver öðrum og fólk finnur þetta gríð-
arlega ráðaleysi. Hún kann ekki að
fást við þetta vonda veður í efna-
hagsmálum. Bæði fyrirtæki og ein-
staklingar eru komnir á helj-
arþröm og ríkisstjórnin
fótar sig ekki við þessar
aðstæður. Geir Haarde
víkur sér undan spurn-
ingum um alvöru máls-
ins og verður pirraður.
Ingibjörg hélt að þetta
samstarf yrði eintóm sæla
og hún er að byrja að gjalda
fyrir það.“
Aðspurður hvort
hann telji að ríkistjórn-
in muni sitja út tíma-
bilið svarar hann: „Ég
vona bara svo sannar-
lega ekki.“
„Þegar borin eru sam-
an fyrstu starfsár síð-
ustu ríkisstjórna kemur
í ljós að vinsældahrun
núverandi ríkisstjórnar
á einu starfsári er það
mesta sem mælst hefur
í tæpa tvo áratugi.“
Stuðningurinn við ríkisstjórnina hefur hríðfallið á þessu ári. Það þarf
að leita tuttugu ár aftur í tímann til að finna ámóta vinsældahrun á
fyrsta starfsári ríkisstjórnar. Þrjár ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks misstu mest fjórðung stuðningsmanna sinna á fyrsta
starfsárinu. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar tapað meira en þriðja
hverjum stuðningsmanni á einu ári. Aðgerðaleysi hennar er um að
kenna, segir formaður vinstri grænna.
Davíð oddsson ríkisstjórnir Sjálfstæðis-
flokks og framsóknarflokks undir forystu
hans misstu aldrei jafnmikið fylgi á fyrsta
starfsári og núverandi ríkisstjórn hefur gert.
geir og ingibjörg
ríkisstjórn þeirra hefur
misst miklar vinsældir
á fyrsta starfsári sínu.
fyrsta ár
annað ár
vinsælDir ríkisstjórna íslanDs
– eftir fyrsta starfsár frá árinu 1987 til 2008
ríkisstjórn
sjálfstæðisflokks
og samfylkingar
júlí 2007: 83%
júní 2008: 55%
ríkisstjórn sjálf-
stæðisflokks og
Framsóknarfloks
2003-2007
júlí 2003: 62%
júlí 2004: 42%
ríkisstjórn sjálf-
stæðisflokks og
Framsóknarflokks
1999–2003
júní 1999: 66%
júní 2000: 63%
ríkisstjórn sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks 1995-1999
júlí 1995: 70%
apríl 1996: 52%
ríkisstjórn sjálfstæð-
isflokks og alþýðu-
flokks 1991–1995
júní 1991: 53,3%
júlí 1992: 40,8%
ríkisstjórn Framsókn-
arflokks, alþýðu-
flokks, alþýðubanda-
lags og Borgaraflokks
1988-1991
júní 1988: 65,1%
júlí 1989: 28,3%
ríkisstjórn sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og
alþýðuflokks 1987–1988
júní 1987: 62,6%
júlí 1988: 40%
100%