Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 10
fimmtudagur 3. júlí 200810 Fréttir DV Líknarmorðinginn kusch Þýski prófessorinn Roger Kusch hefur lengi barist fyrir rétti fólks sem haldið er banvænum sjúkdómi til að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf. Á þriðjudaginn sýndi hann mynd- band á blaðamannafundi sem olli miklum óróa í Þýskalandi. Myndbandið sem er um níu klukkustundir af viðtölum við hina 79 ára Bettinu Schardt, er tekið áður en hann aðstoðaði hana við sjálfsmorð. Þýskur íhaldsmaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, Roger Kusch, steig fram fyrir skjöldu fyrir stuttu sem talsmaður líknardauða sem lengi hefur verið afar umdeilt mál- efni. Kusch er ekki einungis yfir- lýstur stuðningsmaður líknardrápa heldur varð hann frægur síðastlið- inn vetur fyrir „dælinn“ svokallaða sem gerir fólki kleift að enda sitt eigið líf með því að þrýsta á einn hnapp. Nú stígur hann aftur fram á sjónarsviðið með myndband sem sýnir hann aðstoða konu fyrir sjálfsvíg. Deilur um dælinn Sjálfsvígsvélin dælir kalíumklór- íði í þann sem kosið hefur að nýta sér þessa tækni. Hönnun og smíði dælisins miðar að því að sniðganga lög sem banna fólki að aðstoða aðra við að fremja sjálfsvíg. Ef fjöldafram- leiðsla hefst á dælinum þykir líklegt að Þýskaland verði vinsæl endastöð fólks sem af einhverjum ástæðum kýs að binda enda á líf sitt. Hingað til hefur straumur þess fólks legið til Sviss, en þar hefur verið löglegt að veita aðstoð við sjálfsvíg frá ár- inu 1942, að því skilyrði uppfylltu að viðkomandi hafi ráðfært sig við lækni og sé að fullu ljósar afleiðing- ar ákvörðunar sinnar. Eldfimt málefni Gerhard Strate, varnarlögfræð- ingur frá Hamborg, sagði fyrr á ár- inu að með því að lána dælinn væri ekki gengið í bága við þýsk lög. „Svo fremi sem sjúklingur er með fullri meðvitund er ekki ólöglegra að lána honum tækið frekar en ef um eldhúshníf eða rakvélarblað væri að ræða. Það verður fyrst ólöglegt ef viðkomandi sjúklingur biður ein- hvern annan að þrýsta á hnappinn,“ sagði Strate. Líknarmorð hafa alla tíð verið sérstaklega eldfimt málefni í Þýska- landi. Mörgum í landinu hryllir við tilhugsuninni um líknardráp. Á tím- um Hitlers voru í kringum hundrað þúsund andlega skertir einstakl- ingar eða fólk með ólæknandi sjúk- dóma drepin. Bettina Schardt sagðist ekki þjást Myndband sem sýnir Kusch að- stoða 79 ára konu fyrirfara sér hef- ur skapað miklar umræður í Þýska- landi. Kusch tók níu klukkustundir upp á myndband af samtölum sín- um við hina ókvæntu og barnlausu Bettinu Schardt. Hún sagði þar að hún gæti ekki hugsað sér að fara á elliheimili. Samt sem áður var hún ekki með banvænan sjúkdóm og hún sagðist í rauninni ekkert þjást. Hann aðstoðaði konuna með því að segja henni hvernig hún gæti útbú- ið banvænan kokkteil úr róandi lyfj- um og malaríutöflum. Hann yfirgaf svo íbúð hennar stuttu áður en hún dó. Ógeðslegur áróður Það er ólöglegt að aðstoða ein- hvern við að fremja sjálfsvíg í Þýskalandi. Til þess að komast hjá dómsmáli aðstoðaði Kusch hana ekki við að fá lyfin sem hún þurfti. Dómstóll rýnir nú í málið en frétta- myndir af myndbandinu hafa birst í fjölmiðlum um gervallt Þýskaland frá því á þriðjudag. „Það sem Kusch gerði var ekkert annað en ógeðs- legur áróður sem á ekkert skylt við stjórnmál,“ sagði heilbrigðisráð- herrann Ulla Schmidt. Hert lög Umræðan er mikil og lögin í flestum löndum eru ennþá á gráu svæði. Menn eru ekki allskostar sammála um það hversu langt má ganga í líknardrápum. Að aðstoða sárþjáða manneskju, sem á sér enga lífsvon eða gera henni kleift að enda líf sitt er víðast hvar ólög- legt. Læknaeiðurinn, eins og hann er víða túlkaður, kemur í veg fyrir að læknar megi aðhafast í slíkum málum og ef nánustu aðstandend- ur leggja dauðvona ættingja lið er hægt að sækja þá til saka. Joerg-Dietrich Hoppe, forseti þýska heilbrigðissambandsins, for- dæmdi Kusch. „Það er hræðilegt að sjá hvernig sjálfselskur efasemdar- maður getur notað einmana gamla konu til þess að öðlast athygli og viðurkenningu,“ sagði Hoppe við þýska blaðið Bild. Frakkland hefur rýmkað lög Málið hefur gert það að verk- Þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að knýja fram upplýs- ingar hjá föngum í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu hafa verið afar umdeildar. Aðferðirnar sem notast hefur verið við í fangelsinu eru upp- runnar frá Kínverjum en Bandaríkin hafa lengi gagnrýnt Kínverja fyrir að vera ómannúðlegir. Bandaríski flugherinn rannsakaði pyntingaraðferðir Kínverja í Kóreu- stríðinu og gaf út skýrslu um þær árið 1957. Kínverjar beittu aðferðunum til þess að þvinga fram falskar játningar hjá bandarískum hermönnum. Nú hefur komið í ljós að mikið af þeim aðferðum sem notaðar voru í Guant- anamo voru byggðar á skjali flug- hersins frá 1957. Yfirheyrsluaðferðir í Guantanamo eru því byggðar á að- ferðum Kínverja. CIA hefur ennþá heimildir frá Bush Bandaríkjaforseta til þess að notast við þessar „óhefð- bundnu“ aðferðir. Skýrslan er frá 1957 og fjallar um tilraunir Kínverja til þess að þvinga játningar frá stríðsföngum. Alfred D. Biderman, félagsfræðingur sem þá vann fyrir flugherinn, tók bandaríska stríðsfanga í viðtöl eftir að þeir komu aftur frá Norður-Kóreu. Sumar yfir- heyrslur Kínverja voru teknar upp á myndband og þær svo sýndar op- inberlega. Oftast voru játningarnar falskar og fengnar með því að pynta fangana til hlýðni. Demókratinn Carl Levin sagði skjalið frá 1957 vera grunninn sem notaður var fyrir aðferðir í Guant- anamo. „Það sem er mest sjokker- andi við þessi skjöl er það að þau fjölluðu um það hvernig ætti að knýja fram falskar játningar,“ sagði Levin „Fólk segir að við þurfum sönnunar- gögn, það er rétt, en við þurfum ekki fölsk sönnunargögn.“ Geðlæknirinn Robert Jay Lifton, sem rannsakaði einnig aðferðir Kín- verja í Kóreustríðinu, var brugðið þegar hann komst að því að í Guant- anamo hefði verið notast við sömu aðferðir. „Þetta er 180 gráðu beygja,“ sagði hann við vefritið Times. Tals- maður varnarmálaráðuneytis Banda- ríkjanna, Patrick Ryder, sagðist ekk- ert geta tjáð sig um skjalið sem slíkt en hann bætti því við að allir fangar fengju mannúðlega meðferð. Pyntingaraðferðir sem Kínverjar notuðu á bandaríska fanga notaðar í Guantanamo: kenndu Bandaríkja- mönnum að pynta Guantanamo Yfirheyrsluaðferðir sem notaðar hafa verið í guantanamo eru fengnar frá Kína. Lamin með pólskri pylsu Gregory Allen Praeger, 46 ára maður á Flórída, var að elda þegar lögreglan kom heim til hans. Móðir hans hafði hringt á lögregluna og látið vita af því að hann hefði verið fullur og að rífast við hana þegar hann lamdi hana með pólskri pylsu í höfuð- ið. Mamma hans særðist og var henni komið á spítala. Praeger neitaði ekki ásökunum móður sinnar, sagði lögreglan. Hann þarf að borga 500 dollara, eða andvirði tæpra 39 þúsund króna, í sekt fyrir uppátækið. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Bettina Schardt Naut aðstoðar við að binda enda á eigið líf. Blaðamannafundur roger Kusch sýnir upptöku með viðtölum við Bettinu áður en hún gengur á vit örlaganna. Roger Kusch Hefur verið harðlega gagnrýndur, enda ekki um líknardauða að ræða hjá Bettinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.