Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 11
DV Fréttir fimmtudagur 3. júlí 2008 11 Líknarmorðinginn kusch mótmæla olíuverði Flutningabílstjórar í Bretlandi halda áfram að mótmæla stöðugt hækkandi olíuverði. Í gær keyrðu lestir flutningabíla til London þar sem mótmælin fóru fram. Mót- mælin eru þau seinustu í syrpu mótmæla sem bílstjórar í Bretlandi hafa skipulagt vegna hækkandi olíuverðs. „Við erum á leiðinni vegna þess að við viljum koma skilaboðum okkar á framfæri“ sagði Sharon Knight sem var á leið til London ásamt eiginmanni sínum Peter sem keyrði frá Kent. Birni bjargað Starfsmaður í þjóðgarði hætti lífi sínu þegar hann bjargaði birni frá drukknun. Starfsmaðurinn, sem heitir Adam Warwick, sá að dýrið var í vanda, afklæddi sig og stökk út í þar sem hann tók björninn stóra í björgunarsund. Björninn hafði verið skotinn með deyfiefni og hefði því drukknað ef War- wick hefði ekki bjargað honum. Eftir björgunina var dýrinu ekið aftur út í skóg nálægt Lake City, því heilsaðist vel og hljóp af stað á sínar heimaslóðir. neyðarlög í mongólíu Neyðarlög voru sett í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu. Andstæðing- ar ríkisstjórnarinnar eru óánægð- ir með kosninganiðurstöður og hafa mikil mótmæli átt sér stað í borginni. Lögregla hefur reynt að stöðva mótmælendur sem kveiktu í aðalhúsnæði ráðandi flokks MPRP. Neyðarlögin þýða það að mótmæli eru bönnuð í borginni og öryggislögregla getur notað tára- gas og gúmmíkúlur til að stöðva þau. 220 óbreyttir borgarar hafa slasast og fjórir látist. um að mörg þýsk fylki reyna að sporna við þróuninni með því afgreiða ný lög. Lögin myndu gera það að verkum að fólk sem aðstoðaði við sjálfsvíg gæti ver- ið dæmt í fangelsi í allt að þrjú ár. Aðrir hafa bent á mál frönsku konunnar Chantal Sebire, sem var neitað um réttinn til að deyja. Þrátt fyrir að Frakkland hafi rýmkað lög sem snúa að líknar- drápum úrskurðaði dómstóll þar í landi gegn beiðni Sebire. Se- bire þjáðist af sjaldgæfu krabba- meini í nefholum sem olli mikilli vansköpun í andliti hennar. Hún framdi sjálfsvíg á eigin spýtur þremur dögum seinna. Líknardráp ódýrara en að lifa og kveljast Mál sem tengjast líknardráp- um virðast skjóta upp kollinum hvar sem er í heiminum þessi misserin. Fertug nýrnaveik kona á Indlandi hefur sóst eftir því að fá að deyja. Hún og maðurinn henn- ar hafa skrifað beiðni um líknar- dauða til héraðsdóms North 24- Paraganas í Bengal á Indlandi. Swapna Das og eiginmaður henn- ar Biswanath hafa verið gift í yfir fimm ár. Þau ákváðu að enda líf sitt eftir að þau sáu fram á það að geta ekki borgað fyrir læknis- kostnað Das sem var greind í jan- úar síðastliðnum. Biswanath segir að þau séu háð aðstoð nágranna við umönnun Das. Samferða í dauðann Þau hafa skrifað bréf í allar átt- ir og eitt til forsætisráðherra lands- ins en enginn kom til bjargar. Þá fór Swapna að íhuga líknardráp. „Ég mun ekki láta hana gera það eina og hef ákveðið að verða samferða henni í þetta síðasta ferðalag,“ sagði Biswanath. Fylkisstjórinn Pravat Misra sagði að hann ætti ennþá eftir að fá bréfið en hann væri að bíða eftir því. „Ég hef sett saman lið lækna sem verður sent á staðinn til að skoða málið,“ sagði Pravat Misra við vefritið Express India. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Þumalína fyrir þig og þína “efst á Skólavörðustígnum” Skólavörðustíg 41, 101 Reykjavík. Sími 551 2136. www.thumalina.is Soothing Melodies to Calm and Relax a Child Lullabies, Classical & Traditional Music Quiet-Time Guide Included ™ Fjölbreytt og falleg ungbarnatónlist. Tilvalin gjöf! “Peaceful Baby” er rólegur geisladiskur með ljúfri tónlist sem róar barnið Fæst hjá Þumalínu og Fífu. cd auglysing peaceful baby:Layout 1 6/29/08 11:30 PM Page 1 „Dælir“ Kusch roger Kusch hefur verið ötull talsmaður líknardauða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.