Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Blaðsíða 12
fimmtudagur 3. júlí 200812 Neytendur DV
Lof&Last
n lofið fær ísbúðin
á Hagamel. Þar er
hægt að fá besta
ísinn í bænum, hinn
svokallaða „gamla
ís“. Hann er búinn til
úr mjólk en ekki rjóma svo hann er
ekki eins
fitandi. Hann
hefur líka
verið kallaður
„kaldi ísinn“ því hann er jafnkaldur og
frostpinni.
n lastið fá Ömmu-
kleinuhringir.
Viðskiptavinur fór í
Krónuna og keypti
bakka með tíu súkkulaði-
kleinuhringjum. Bakkinn
kostaði 550 krónur.
Viðskipta-
vinurinn velti því
fyrir sér hvort hann
ætti frekar að safna
fyrir utanlandsferð.
Sæbraut 177,40 193,80
Bensín dísel
Skúlagötu 175,70 192,20
Bensín dísel
Suðurströnd 177,40 193,80
Bensín dísel
DDalvegi 175,60 192,10
Bensín dísel
Melabraut 159,20 175,20
Bensín dísel
Salarvegi 175,70 192,20
Bensín dísel
Ártúnshöfða 177,40 193,80
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Íslendingar neyta meiri transfitusýra en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Í New York eru trans-
fitusýrur nú með öllu bannaðar í matvælum. Siv Friðleifsdóttir hefur ekki gefist upp á bar-
áttunni gegn þessari heilsuspillandi fitu og vonast til að við förum að ráði Dana.
Mikill verðmun-
ur á tjöldum
gerð var könnun á því hvað
tveggja manna tjald kostar og
talsverður munur er á verðinu.
Sums staðar voru tveggja manna
tjöld ekki til.
Transfitusýrur myndast þegar olía,
jurtaolía eða fiskiolía, er að hluta
til hert. Vetni er dælt gegnum olí-
una og þannig fær hún eiginleika
hertrar fitu og þránar síður. Þannig
geymast þær vörur lengur sem inni-
halda herta fitu. Ómettaðar fitu-
sýrur eru hins vegar hollar og lífs-
nauðsynlegar. Þær fáum við úr fiski,
grænmeti og hnetum. Transfitusýr-
ur eru mikil ógn fyrir heilsuna, þær
hafa verri áhrif á heilsuna en mett-
aðar fitusýrur og auka til muna lík-
urnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
Þær hækka slæmt kólesteról í blóði
og lækka góða kólesterólið. Magn
transfitusýru í olíu og fitu ætti ekki
að fara yfir tvö grömm á dag.
Bannað í New York
Transfitusýrur eru nú með öllu
bannaðar í New York. Fyrir fimm
árum voru sett lög í Danmörku þess
efnis að olía og fita í unnum mat-
vælum mætti ekki vera meira en
tvö prósent transfita. Danmörk var
fyrsta landið í heiminum sem leit á
takmörkun transfitusýra í mat sem
mikilvægt lýðheilsumál.
Árið 1995 var meðalneysla Ís-
lendinga á transfitusýrum hæst,
eða 5,4 grömm á dag, meðal þeirra
13 Evrópulanda sem könnun var
gerð á. Þó hefur neysla transfitusýra
minnkað á Íslandi síðan 1995, en
eins og kom fram í rannsókn Mann-
eldisráðs á mataræði Íslendinga árið
2002 var neysla transfitusýra komin
að meðaltali í 3,5 grömm á dag.
Transfitusýrur eru algengar
Varast ber að borða mikið af þeim
matvörum sem innihalda trans-
fitusýrur, en þær eru mjög algeng-
verðmunur á Tjöldum
Tveggja manna tjöld
Útilíf Holtagörðum: 12.900 krónur
Ellingsen: 19.250 krónur
Hagkaup Holtagörðum: 4.990 krónur
Þriggja manna tjöld
Intersport: 12.990 krónur
Húsasmiðjan Skútuvogi: 3.990 krónur
AuðveldArA heimA
„Það gerist allt miklu hraðar í allri þjónustu á
íslandi, kannski er það út af stressinu í þjóð-
félaginu,“ segir Kári Árnason, atvinnumaður í
knattspyrnu, en hann býr í danmörku. „Það er
hægt að fá fólk með sér í lið til að vinna hraðar í
hlutunum. Það tekur allt svo mikinn tíma hérna
úti. Heima er allt er miklu minna og léttara og
það er auðveldara að beygja reglurnar.“
neytendur@dv.is umSjón: ÁStrún friÐBjÖrnSdóttir
Neyte dur
BARIST GEGN
óhollRI fITu
ásTrúN friðBjörNsdóTTir
blaðamaður skrifar astrun@dv.is
Kleina Ef kleinur eru steiktar
upp úr hertri fitu innihalda
þær transfitusýrur.
ar í unnum matvörum eins og kexi,
frönskum kartöflum, djúpsteiktum
skyndibitamat, kartöfluflögum, ör-
bylgjupoppi, kökum, súpum, kakó-
dufti og öðrum þurrvörum. Þessar
matvörur innihalda margar hverj-
ar hálfherta olíu. Á Íslandi er ekki
skylda að merkja transfitusýrur utan
á pakkningum en á ensku er talað
um „partially hydrogenated oil“ og
á dönsku heita þær „delvist hærdet
olie/fedt“.
Blátt bann
Siv Friðleifsdóttir þingmaður
lagði fram tillögu um reglur vegna
transfitusýra á Alþingi í vetur og
lagði hún til að við færum dönsku
leiðina. Tillagan fór ekki í hefð-
bundna vinnslu vegna þess að rík-
isstjórnarflokkarnir lögðu mesta
áherslu á að ná ráðherrafrumvörp-
unum í gegnum þingið. Siv ætl-
ar þó að endurflytja málið í haust.
„Ég vona að það gefist tími á þing-
inu til að klára þetta helst næsta vet-
ur því þá gætum við farið að vinna
eftir þessum nýju reglum. Að vísu
yrði gefinn aðlögunartími fyrir mat-
arinnflytjendur og -framleiðendur,
en því fyrr því betra,“ segir Siv. „Við
erum að fara í rétta átt en Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin mælir með að
neyslan fari ekki yfir 2 prósent á dag.
Við neytum meiri transfitusýra en
hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ bætir
Siv við.
hætta á sjúkdómum
Siv bendir á að ef neytt sé meira
en 5 gramma af transfitusýrum á
dag aukist hættan á hjarta- og æða-
sjúkdómum um 25 prósent. Á Ís-
landi er hægt að fá það magn í einni
máltíð. „Það er eftirsóknarvert að
verja þann hóp sem við vitum að
er mikið að neyta þessara vara, eins
og börn og unglingar,“ segir Siv. „Við
getum varið okkur að hluta til með
því að taka lýsi, það minnkar að ein-
hverju leyti áhrif transfitusýranna
og við getum valið mjúkar olíur
frekar en harða fitu. Ef okkur tekst
að minnka neysluna á transfitusýr-
um á Íslandi verður ávinningurinn
geysilega mikill, bæði aukast lífs-
gæði fólksins og við gætum komið
í veg fyrir ótímabær dauðsföll fjölda
Íslendinga sem fengju ekki æða- og
hjartasjúkdóma og þannig sparað
fjármagn í heilbrigðiskerfinu,“ segir
Siv að lokum.
skyndibitinn óhollastur
Solla hjá Himneskri hollustu
bendir á hvað er hægt að fá sér sem
er alveg laust við transfitusýrur.
„Lärabar er rosalega sniðugt, laust
við alla viðbætta fitu og getur kom-
ið gjörsamlega í staðinn fyrir snakk.
Það er hægt að vera sniðugur og
baka, ég er viss um að þetta hvet-
ur fólk til að búa frekar til sitt eig-
ið. Ég er með fína brauðuppskrift
á speltpokunum mínum og í því er
ekki einn dropi af olíu. Við seljum
líka þurrsteikt buff með engri við-
bættri olíu,“ segir Solla. „Vonandi á
Lýðheilsustöð eftir að samþykkja að
við steikjum upp úr kaldpressaðri
kókosolíu sem hefur engar trans-
fitusýrur. Ég held að fólk fari núna
að opna betur augun og skoða hvað
það er að setja ofan í sig. En það
allra óhollasta í þessu samhengi er
þessi djúpsteikti og brasaði skyndi-
biti,“ segir Solla.